Frjáls verslun - 01.05.1939, Blaðsíða 5
Th. fer frá verzluninni og verður formaður
slátrunarhússins.
Þriðja myndin er úr kvenfata- og vefnaðar-
vörudeildinni, og er Sigurður Þorsteinsson fyrir
henni. Þar eru allskonar vefnaðarvörur, höfuð-
föt og skófatnaður kvenna og svo barnaföt. Þar
er saumastofa og vinna þar 14 saumakonur, en
fyrir henni er frú Petersen, dönsk kona, og frk.
Emilía Indriðadóttir. Hattaskreyting er þar í
sérstakri stofu, og er frk. Anna Ásmundsdóttir
fyrir henni. Þessi deild er í aðalhúsinu niðri, og
svo þar uppi í neðsta endanum á báðum loftum.
Fjórða myndin er úr karlmannafatadeildinni,
og er hún í daglegu tali venjulega kölluð „Hvíta
búðin“. Þar er saumastofa, sem 14 manns vinna
,,Strandstræti“ 1907.
á, og stjórnar henni Reinh. Anderson klæðskeri.
I þessari búð fæst allt, sem að karlmannafatn-
aði lýtur, og geta menn breytzt þar inni á fáum
mínútum frá hvirfli til ilja, orðið að nýjum og
betri mönnum og komið út aftur óþekkjanlegir.
Þessi deild er vestast í Nýhafnarhúsinu, en næst
henni er skrifstofudeildin. Þá er húsbúnaðar-
Aðalskrifstofan.
FRJÁLS VERZLUN
Kvenfata- og vefnaðarvörudeild.
deildin, full af stólum, borðum, sófum, rúmum,
barnavögnum, o. s. frv., o. s. frv. Trésmíðaverk-
stofa er í sambandi við þessa deild, og vinna þar
stöðugt 3—4 smiðir. Söðlasmið hefir verzlunin
einnig í þjónustu sinni.
Ferðamannadeildin hefir allskonar flutningafæri:
ferðavagna, flutningavagna og svo hesta og reiðtygi
handa þeim, sem það kjósa.
Sjávarmegin Strandstrætis á verzlunin stórt hesthús.
Vöruvagnar og sendisveinar eru stöðugt á ferð frá
Magasíninu út um allan bæ.
Pakkhússdeildin hefir alla þungavöru, byggingarefni,
kol, olíu o. s. frv. Hún er í 5 stórum húsum, og sér í
Karlmannafatadeild.
eitt þein-a hægra megin við Strandstræti, á fyrstu
myndinni. Fyrir henni er Sigurður Waage.
Fimmta myndin er úr járnvöru- og leirvörudeildinni,
og eru þar eldhúsáhöld og húsgögn, allskonar leirvörur
og smærri járnvörur. Þar næst er Bazar-deildin, og er í
henni allskonar glysvarningur, áhöld úr gulli, silfri,
pletti o. s. frv., allskonar munir til skrauts í húsum,
barnaleikföng o. m. fl. Fyrir þessum báðum deildum er
Tómas Jónsson. Báðar þessar deildir eru í stóra húsinu,
sem gaflinn sést á á fyrstu myndinni, neðanvert við
götuna.
5