Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.1950, Qupperneq 7

Frjáls verslun - 01.04.1950, Qupperneq 7
Úr myn.dasafni V.R. XXIX. stofufólkinu. bað er eitthvað bogið við slíkt fyr- irkomulag. Óhugnanlegur fjöldii nefnda, stjórna og ráða er nú á vegum ríkisins og í þjónustu þessara stofnana er aragrúi af fólki, sem lifir á þeirri óarðbæru vinnu, að ráðstafa því hvernig þjóð- félagsborgararnir eigi og rnegi haga sér í mál- efnum, sem ieysast af sjálfu sér í höndum þeirra manna, er r it hafa á og hafa gert sér að lífsstarfi að ráða fram úr. Stjórnendur þessara ríkiisstofn- ana eru heldur ekki þangað kornnir vegna sér- þekkingar, yfirleitt, heldur vegna stjórnmálalegr- ar afstöðu. Þetta eru nýjar stéttir i þjóðfélaginu, „ráðamenn“, formenn, skrifstofustjórar, Iram- kvæmdastjórar, forstjórar, fulltrúar, afgreiðslu- stjórar, hamingjan má vita öl 1 þau virðingarheiti og auk þess afar fjölmennt afgreiðslulið, sem framkvæmilr alls konar handahófsverk, ranglætis- og óhæfuverk, í nafni ríkisvaldsins. Og til við- bótar eru margar þessar stofnanir svo sjálfstæðar, að þær geta sagt viðkomandi ráðherra að „standa þangað hetur“, því að þær hera áhyrgð, ekki gagnvart ráðherranum, heldur gagnvart þinginu, en það er sama og engin ábyrgð, vegna þess að allir flokkar eiga rnenn í stjórnum þessara stofn- ana og bera því sameiginlega áhyrgð á allri skömminni. Það er annars eftirtektarvert, að það er eins og menn, sem annars eru hinir heiðarleg- ustu og vilja ekki vámm sitt vita í neinu, glati tilfiinningunni fyrir sinni persónulégu ábyrgð, er þeir eru komnir í einhverja ríkisnefnd eða ráð. En hvað kostar svo allt þetta fargan, ekki að- eins í beinum launagreiðslum og öðrum skrif- stofukostnaði, heldur og vinnutapi þessa santa fólks frá arðhæru starfi? Ekki get ég liætt þessum hugleiðingum án þess að minnast lítilsháttar á siglingamálin. Fyri' á árum var sá háttur á siglingum lands- manna, að skijr Eimskipafélags Islands og ann- arra skipafélaga höfðu fastar áætlunarferðir milli útlanda og hitnna ýmsu hafna landsins. Vörur til verzlana titi á landi komu í ;í hafnirnar, án umhkðslu í Reykjavík. Nú varð það ein afleiðing stríðsins, að megn- ið af öllum vöruin, er til landsins voru fluttar, voru settar á land í Reykjar ík og síðan umhlað- ið þar til annarra hafna. Þetta fyrirkomulag var óhjákvæmilegt á stríðsárunum, aðallega vegna skipalestanna. Nú getur liver sagt sér sjálfur, að eitthvað kostar að setja vörur á land í Reykja- vík, flytja þær í hús, jafnvel út úr hænum, og síðan aftur í skip, auk hafnargjalda og annars kostnaðar, ank þess sem vörur skemmast oft veru- lega r ið slíka meðhöndlun. Einhver verður svo að greiða þennan aukakostnað og hvernig sem það er svo hókfært, kemur þessi kostnaður vitan- lega frarn í hækkuðu vöruverði. En frá þjóðhags- legu sjónarmiði er þó þessi kostnaður miklu meiri. Hann er raunverulega tvöfaldur, þvl að þetta aukaverk er unnið af mönnum, sem ann- ars gætu unnitð að framleiðslu þjóðarinnar, ann- aðhvort til aukinnar gjaldeyrismyndunar eða spörnnar á gjaldeyri. Þetta fyrirkomulag, sem á stríðsárumum komst FRJÁLSVERZLUN 51

x

Frjáls verslun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.