Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.1950, Qupperneq 10

Frjáls verslun - 01.04.1950, Qupperneq 10
greiðslukerfi undirritaður (Agreement for intra- European Payments and Compensations). Samn- ingurinn átti að greiða fyrir viiðskiptum milli þátttökuríkjanna, m. a. með hinum svokallaða ávísunarrétti (drawing rights), sem fól í sér frarn- sal til þriðja ríkis á innistæðum, sem myndazt 'hefðu í viðskiptum milli tveggja ríkja. fsland er ekki beinn aðilii að samningum þessum, held- ur hefur réttindi og skyldur gagnvart þeirn sent hluti af sterlingsvæðinu (innra). Samningur þessi hefur síðar verið aukinn og hefur vafa- laust verið gagnlegur. Nú mun ráðgert að koma málum þessum í fastara horf og setja á laggirn- ar nýja stofnun til þess að afreikna viðskipti milli þátttökuríkjanna (European Clearing Union), sem greiða á fyrir, að mögulegt sé að nota gjaldeyristekjur af viðskiptum við eitt land til greiðslu á skuldum í öðru. Með þessu ættu myntir sambandsríkjanna að verða nokk- urnvegiinn frjálst breytidegar innbyrðis, en það er einmitt frumskilyrðið fyrir frjálsri verzlun milli ríkjanna. Á miðju árinu 1949 var álitið, að framleiðslan hefði aukiizt svo og efnahagsþró- uninni hefði í heild verlð snúið það vel á veg, að af þeim ástæðum væri tímabært að taka milli- landaviðskiptin til meðferðar og losa um verzl- unarhöftin. Himn 4. júlí 1949 samþykkti Mar- shall-stofnunin í París (O.E.E.C.), að þátttöku- ríkin skyldu smám saman afnema verzlunarhöft- in sín í milli, þannig að verzlnn jieirra væri orðin eins frjáls og mögulegt væri árið 1951. Þ. 2. nóvember 1949 ákváðu samtökin að stíga enn ákveðnara spor í sömu átt til þess að markinu yrði náð í tæka tíð. Þá var samþykkt, að sér- hveriu þátttökuríkjanna bæri að gefa friálsan innflutning (afnema kvóta) á 50% af öllum innflutningi (fyrirtækja) frá öðrum sambands- ríkjum fvrir 15. des. 1949. Hlutfallstala þessi átti að m:ðast við innflutning frá nefndum ríkj- um árið 1948, og átti innflutningur ekki aðeins að vera frjáls að hálfu frá hveriu þátttökuríkj- anna um sig, heldur einnig að vera 50% af hverium vöruflokkanna fjögurra: matvælum, fóðurvörum, fullunnum vörum og hráefnum. Framkvæmd þessarar haftalausu verzlunar átti aðaHega að ske í formi svokallaðra frílista. Þessi sambvkkt um aukna fríverzhtn var þó ekki skil- yrðislaus, því að á samniingnum var smuga (es- caoe clause), sem aðiljar geta smogið um ef þeir vilja fara hægar í sakirnar, vegna þess að greiðslu- jöfnuður þeirra væri enn svo úr jafnvægi, að ekki væri talið fært að gera verzluniina svo frjálsa í einni svipan. Nú eftir áramótin hefur enn verið gengið á lagið. Þ. 31. jan. s.l. var gerð samþykkt um að gefa 60% af viðskiptum milli Marshallríkjanna frjáls og að eftir 30. júní n. k. skyldi tekin ákvörðun um það, hvaða ráðstafanir gera þyrfti til þess að 75% af verzlunimni mætti verða frjáls. Akvarðanirnar frá 31. jan. eru þó háðar því, að búið verði að koma á viðunandi greiðslukerfi milli ríkjanna. Undir öllum kringumstæðum þurfa þau löncl, sem enn liafa einhver viðskipta- höft í lok ársins 1950, að gera efnahagsstofnun- inni í París grein fyrir ástæðunum til þess, að þau hafa ekki verið afnumin og færa rök fyrir nauðsyn þeirra. Frílistamir. • Þátttökuríkin hafa brugðizt mjög misjafnlega við hinni nýju stefnu í verzlunarmálum. F.r það ofur eðlilegt, sökum þess að þau voru ekki öll jafnvel við henni búin, gjaldeyrisaðstaða þeirra misjöfn og fyrri verzlunarstefna þeirra ólík. Fyrir suma aðilja þýddi hin nýja stefna algert fráhvarf frá þeirri stefnu, er þeir höfðu verið í á annan tug ára, hjá öðrum var þetta aðeins nýtt stig í þróun, sem búin var að hafa langan að- draganda. Him einstöku ríki liafa því gengið mjög mislangt í að gera verzlunina frjálsa og frílistar þeirra verið með ólíkum hætti. Fara hér á eftir tölur, sem sýna í hundraðshlutum. hvað mikinn hluta af heildarinnfl. þátttöku- ríkjanna hvert þeirra um sig hefur gefið frjáls- an: Austurríki .............. 52% Belgía .................. 90% Bretland ................ 70% Danmörk ................. 33% Frakklancl .............. 54% Hoííand ................. 90% írland .................. 75% Ítalía .................. 54% Noregur ................. 53% Sviss ................... 84% Svíþjóð ................. 53% V.-Þýzkaland ............ 58% Tölur þessar eru 'ekki nákvæmar. í sumuin tilfellum tákna þær þann hundraðshluta, sem þegar hefur verið gefinn frjáls, en í öðrurn er 54 FRJÁLS VERZLUN

x

Frjáls verslun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.