Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.1950, Blaðsíða 19

Frjáls verslun - 01.04.1950, Blaðsíða 19
eða þá selja afurðir sínar úr bílum og vögnum á sömu stöðum. Menn þeir, er hafa stundað þessa iðju, hafa flest- ir hverjir verið búsettir fyrir utan lögsagnarumdæmi Reykjavíkur og borgað opinber gjöld til síns hrepps- félags þar, en Reykjavíkurbær hinsvegar borið skarð- an blut frá borði. Á sama tíma og torgsalan hefur fengið að blómg- ast í bænum hefur kaupmönnum þessa bæjar verið í sívaxandi mæli ofþyngt með útsvarsálögum af hendi bæjaryfirvaldanna, jafnframt því sem afkoma þeirra fer dagversnandi sökum almennrar vöruþurðar. En torgsölunum er hlíft. Þeir selja afurðir sínar, grænmeti og blóm, fyrir framan dyr einhverrar verzl- unar, enda þótt verzlunin hafi aðra hvora vöru- tegundina á boðstólum, og kæra sig kollótta um bæj- arsjóð Reykjavíkur. Þegar dagur er að kveldi kominn, halda þeir heim til síns hreppsfélags með söluna, þar sem þeir greiða einhverja lúsarveRu í útsvör. Tími er til kominn að stemma stigu fyrir þessu háttalagi. Kaupmenn þessa bæjar eiga siðferðislega kröfu til að bæjarstjórn Reykjavíkur banni allar lorg- sölur með grænmeti og blóm í bænum. Þetta er mál, sem matvörukaupmenn og blómaverzlanir þurfa að fylgja fast eftir. Kaupmenn hafa greitt stórar fjárfúlg- ur í útsvörum til bæjarsjóðs undanfarin ár, en sökum síminnkandi vörusölu eiga þeir erfiðara með þær greiðslur nú. Þá munar strax um, þótt ekki sé nema um aukna grænmetissölu að ræða, sem um leið er einnig hagnaður fyrir bæjarfélagið. í þessu sambandi má einnig benda á hreiidætisað- búnaðinn. Er þar ólíku fyrir að fara, breinlegri og snyrtilegri verzlun eða sóðalegum sölukofa og opnum söluvögnum, þar sem göturykið ræður ríkjum. Bæjarstjórn hefur mál þetta nú til meðferðar og hefur falið nokkrum mönnum að semja reglur um torgsölur. Óvíst er enn hver verður niðurstaða þessara manna, en krafa verzlunarstéttarinnar er, að torgsölur verði bannaðar í bænum, og liggja til þess m. a. þau rök, sem að framan greinir. í BEINU ÁFRAMHALDI af skrifum um torgsölur, er rétt að greina hér frá nýrri fyrirhugaðri árás á smá- söluverzlanir bæjarins. Nú mun vera í uppsiglingu að setja upp 10—15 söluturna víðsvegar um bæinn, auð- vitað í sama tilgangi og torgsalan og aðrir ólöglegir söluturnar, er nú fá að þrífast hér í bæ undir vernd lögreglustjóra. Fyrst var látið í veðri vaka af formælendum sölu- turnanna, að þeir ættu eingöngu að selja blöð, tíma- rit og frímerki, svo og lána fólki síma. En vitað var, að þetta var ekki nema yfirskin lil þess að fá þessa söluturna samþykkta í bæjarstjórn. Tilgangurinn er aðallega að selja tóbaksvörur, gosdrykki og sælgæti, eins og síðar kom fram í um- ræðum um þetta mál. Ætlunin er að hafa þessa söluturna opna fram undir miðnætti, eins og á sér stað með þessar svo kölluðu „sjoppur“, sem hafa í skjóli lögreglunnar ekki lokað kl. 18,00, eins og þeim bæri að gera skv. lögum um um þá, sem ekki hafa löggilta veitingastaði, en selja tóbak, sælgæti og gosdrykki fram undir miðnætti, þegar kaupmenn eru skyldaðir skv. reglugerð til að loka kl. 18,00 á daginn. Einnig má geta þess, að menn þeir, sem sækja um þessa söluturna, ætla að hafa söluturnastarfsemina sem aukavinnu en ekki aðalatvinnu. Er því augljóst, að þetta verzlunarfyrirkomulag mun skaða stórlega hlut þeirra kaupmanna í bænum, sem reka matvöru- og tó- baksv^rzlanir og hafa fjölda afgreiðslufólks í sinni þjónustu. Það þykir einnig mjög einkennilegt fvrirbrigði, að benzínsölur hér í bæ eru farnar að selja sígarettur og aðrar tóbaksvörur. Er þetta vægast sagt harla skrítið sölufyrirkomulag hjá olíufélögunum. Hefur hvorki slökkviliðsstjóri né lögreglustjóri gert athugasemd við þetta nýja verzlunarfyrirkomulag, þegar jafn óskyldar vörutegundir eru seldar saman, benzin og sígarettur? Á flestum sviðum á að ganga á rétt kaupmanna í bænum. 1 fyrsta lagi með siminnkandi álaguingu og vöruskorti, og í öðru lagi er í bígerð að leyfa fjölda manna fara inn á verksvið kaupmanna með því að leyfa söluturna í bænum, sem ýmsir aðilar sækjast eftir að starfrækja í aukavinnu. Launþegum í verzlun- arstétt ber einnig að vera á verði gagnvart þessum nýju verzlunarháttum. Þeim er nú brýn nauðsyn að fá laun sín bætt, en slíkt verður æ erfiðara, ef enn á að herða ólina að kaupmönnum. • FYRIR ALÞINGI liggur nú frumvarp um veitingu rík- isborgararéttar til handa hóp manna af ýmsu þjóð- erni. Nokkur hluti þessa fólks hefur atvinnuleyfi hér á landi til nokkurra mánaða í senn og heíur dvalið hér skamma hríð. Alpingi ber vissulega að fara varlega, í að vcita út- lendingum íslenzkan ríkisborgararétt, þar sem ir.enn þessir taka vinnu frá Islendingum. I hópi þeim, sem nú er lagt til að veita ríkisborg- ararétt, eru nokkrir verzlunarmenn, er dvalið haia stuttan tíma í landinu. Eins og málum er nú háttað, ber töluvert á því, að atvinnulausir verzlunarmenn hafi orðið að leita yfir í aðrar atvinnugreinar með vinnu, þar sem engin verzlunar- eða skrifstofustörf er að fá, þar sem verzlunin hefur dregizt saman. Á sama tíma er svo fjöldi útlendinga við þessi störf, þar sem þeir hafa atvinnulevfi frá ríkisvaldinu í höndunum. Framh. á bls. 65. FRJÁLS verzlun 63

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.