Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.10.1951, Page 12

Frjáls verslun - 01.10.1951, Page 12
OLÍUDEILAN í ÍRAN Fáar deilur þjóða á milli hafa vakið jafn óskipta at- hygli og olíudeilan milli Breta og Persa. Augu alheims hafa hvílt á Asíuríkinu Iran síðan atburðir þeir gerðust, sem hafa verið og eru enn í dag umtalsefni manna á meðal um gjörvallan heim. Olían er eld- fimt efni, og var jafnvel bú- izt við, að þessi deila mundi kveikja í púðrinu og ný styrj- öld væri óumflýjanleg. Fram að þessu hefur verið komizt hjá vopnaviðskiptum, en reynt að fara samningaleiðina, enda þótt allar samkomulagsumleit- anir hafi fram til þessa farið út um þúfur. Deilan fór fvrir örvggisráð Sameinuðu þjóðanna, eins og kunnugt er af fréttum, og þar var samþvkkt, að málið skyldi ekki tekið fyrir, fyr en al- þjóðadómstóllinn í Haig hef- ur fellt úrskurð sinn í málinu, en sá dómsúrskurður er vænt- anlegur í desember. A myndinní sjást olíiilindasvæain oir hroinsnnarstBðvar í í'an ok náKrnnnaríkjuin þess. Geysimiklar olíuleiðslur liggja um bessi iönd, niður nð Persaflóa og út að Miðjarðarhafi. Sjöunda dag marzmánaðar s.l., nokkrum dögum eft- ir að hinn ungi keisari landsins hélt brúðkaup sitt með mikilli viðhöfn að austurlenzkum sið, kom íran aftur fram í dagsljósið í heimsfréttunum. Að þessu sinni var tilefnið ekki jafn rómantískt. Annar valda- mesti maður landsins, Ali Razmara forsætisráðherra. var myrtur þann dag, þegar hann árla morguns fór til musteris í höfuðborginni Teheran. Morðinginn reynd- ist vera ofstækismaður úr hópi Múhameð'trúarmanna sem taldi það skyldu sína að útrýma óvini írans og Múhameðs. En hvers vegna áleit hann og margir fleiri Razmara óvin? Mörgum getgátum hefur verið leitt að bví, en eftir því sem atburðirnir hafa skýrzt eftir morðið, virðist það hafa verið ákvarðað af þjóðernis- legum og and-brezkum tilfinningum, gamalþekkt bragð í írönskum stjórnmálum. Razmara forsætisráðherra var ávallt andvígur þjóð- nýtingu Ensk-lranska olíufélagsins, sem er eign brezkra hluthafa, en stærsta tekjulind ríkissjóðs írans. Fám dögum eftir morðið kom þingið saman til þess að greiða atkvæði um þjóðnýtingu olíulindanna. F.igi var viðhöfð leynileg atkvæðagreiðsla í málinu, því meirihlutinn mundi líklega hafa orðið á móti þjóð- nýtingu þegar í stað, heldur var viðhaft nafnakall. Of- stækisfullir Múhameðstrúarmenn höfðu vakandi auga á þingmönnum meðan á atkvæðagreiðslunni stóð, og þjóðnýting olíulindanna var samþykkt samhljóða, enda þótt slíkt teldist samningsrof. Einkaleyfi Breta til hagnýtingar á írönsku olíulind- unum gildir til ársins 1993. „Olían er vald, og bandamenn bárust fram til sig- urs á bylgjum olíunnar“, er sagt, að utanríkisráðherra 136 FRJÁLS VERZLÚN

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.