Frjáls verslun - 01.10.1951, Page 13
Verzlunin Olympia í nýjum húsakynnum
Verzlunin Olympia, er áð-
ur var til húsa á Vesturgötu
11 hér í bæ, hefur nú flutl
í ný og glæsileg húsakynni
á Laugaveg 26. Var verzlun-
in opnuð í hinuin nýju húsa-
kynnum laugardaginn 3.
nóv. s.l. Eigendur verzlunar-
innar eru eins og áður þeir
Hjörtur Jónsson og Jón
Hjartarson faðir hans og
hafa þeir starfrækt hana í
13 ár. Stofnsettu þeir verzl-
unina 5. nóv. 1938 á Vest-
urgötu 11 og hefur hún
verið þar til húsa, unz hún
flultist í nýju húsakynnin.
Á hinum nýja stað liefur
verzluninni verið haganlega
komið fyrir eins og sjá má
h'tilsháttar af meðfylgjandi
mynd. Verzlunin er mjög
björt yfir að líta, útbúnaður allur og innrétting eins og
bezt verður á kosið, aðgengilegur og með nýtízku sniði.
Olympía hefur ávallt verið sérverzlun fyrir vefnað-
arvörur, en vegna þess hve hún hafði yfir litlu hús-
næði að ráða á fyrri staðnum, var ekki verzlað þar
með tilbúinn fatnað. En vegna hins aukna húsrýmis á
nýja staðnum verður nú einnig framvegis á boðstól-
Ljósm.: Vignir.
um tilbúinn fatnaður og annað það, er fullkomin
vefnaðarvöruverzlun þarf að hafa á boðstólum.
Verzlunin Olympia hefur notið vinsælda meðal í-
búa höfuðborgarinnar og verið þekkt fyrir fjlöbreytt
vöruúrval, og vafalaust flytja vinsældirnar með henni
á nýja staðinn.
„Frjáls verzlun“ árnar eigendum allra heilla með
nýja staðinn.
Myndin sýnir liluta af verzluninni í nýju húsakynnunum að Laugavegi 26.
eins ríkis hafi sagt í lok fyrri heimsstyrjaldarinnar.
Og orð þessi komu enn áþreifanlegra í Ijós í síðari
heimsstýrjöldinni.
Heimsframleiðslan á olíu nam á s.l. ári 523 millj.
tonn, sem er nýtt framleiðslumet, og framleiddi Ensk-
íranska olíufélagið yfir 20 millj. tonn af heildarmagn-
inu. Olíuframleiðsla Sovétríkjanna nam sama ár að-
eins 38 millj. tonn, og er því skiljanlegt, að þau líti
hýru auga til írönsku olíunnar. Sá ótti hefur knúð
Bandaríkin til að styðja að nokkru leyti þjóðnýtingu
Irans á olíunni.
íran hefur ekki sjálft bolmagn til að hagnýta á
eigin spýtur olíuna og selja hana á heimsmarkaðinum,
og verður því að leita aðstoðar erlendra manna og
olíufélaga. Olíusérfræðingar víða í Evrópu hafa boðið
stjórn írans þjónustu sína, en ennþá hefur ekki tek-
izt að selja neitt magn af olíunni á heimcmarkaðinum.
Allt er enn á huldu hver munu verða úrslit olíudeil-
unnar. Unnið hefur verið að því að reyna að leysa
deiluna á bak við tjöldin, eftir að deiluaðilar hættu
að talast við og samningsviðræður hættu.
En óneitanlega virðast Bretar hafa beðið lægri hlut
í fyrri hálfleik olíudeilunnar, hvernig svo sem sá síð-
ari fer.
FRJÁLS VERZLUN
137