Frjáls verslun - 01.10.1951, Síða 15
voru þess útgengilegri því hærri sem þau voru. Reyndi
þá oft á afgreiðslumanninn að vera þolinmóður —
að reima þau nógu hátt lil þess að kaupin tækjust. -—
Þá var gengi þýzka marksins mjög lágt, og mun fyrsti
innkaupareikningur Skóbúðar Reykjavíkur frá Þýzka-
landi hafa hljóðað upp á nokkrar milljónir marka.
Við reyndum fljótlega að komast í samband við ensk-
ar verksmiðjur, og fór ég mína fyrstu ferð til Englands
þeirra erinda árið 1922. Tízkan hefur mikið breytzt
síðan 1921, og er aðalbreytingin fólgin í ]m, að nú
eru nær eingöngu notaðir lágir skór, sem eru mun
léttari og opnari en áður. Einnig hefur gúmmí og
ýms gerviefni rutt sér æ meir til rúms í skóiðnaðinum,
sérstaklega allskonar hlífðar- og utanyfir kófatnaður
úr gúmmí, og má segja, að slíkur skófatnaður sé mjög
hentugur fyrir okkar götur og veðráttu.
Þú hefur án efct keypt inn skófatnað frá mörg-
um löndum. Álítur þú, að okkur Is'endingum henti
betur skór frá einu landi en öðru?
— Eins og áður er að vikið keyptum við fyrst skó-
fatnað frá Þýzkalandi, en svo fórum við fljótlega að
kaupa frá Englandi. Allt fram að síðustu styrjöld var
einnig mikið k?vpt frá Þýzkalandi. Þá var ennfremur
keypt frá Tékkóslóvakíu og lítilsháttar frá Sviss, Hol-
landi og Danmörku. Árin 1925—’27 var töluvert keypt
frá Frakklandi, og nokkru eftir 1930 var keypt frá
Spáni um tveggia ára skeið. Árin 1942—’47 var nær
allur skófatnaður fluttur inn frá Ameríku og árin
1947—’50 að mestu leyti frá Tckkóslóvakíu. Nú verð-
ur hinsvegar að kaupa allt sem hægt er frá Spáni.
Eins og kunnugt er liafa innflytjendur skófatnaðar,
eins og annarra vara. orðið að ha»a kaupum eftir því,
sem innflutningsyfirvöldunum hefur þóknast að fyrir-
skipa á hverjum tíma vegna við kiptasamninga o. þ.
u. 1. Hefur þetta oft verið hálfgerður eltingaleikur,
því þegar menn hafa verið búnir að útvega sér við-
skiptasambönd í þessu landinu, hefur komið fyrirskip-
un um. að nú skuli kevpt frá allt öðru landi og þannig
koll af kolli. Hefur þetta að sjálfsögðu haft margvís-
lega erfiðleika í för með sér, sérstaklega þar sem oft
tekur nokkurn tíma að útvega, það sem hentar okkar
markað. því íslendingar hurfa yfirleitt hreiðari skó
en flestar aðrar þióðir. Um þetta og ýmrlegt í því
samhandi mætti fara mörgum orðum, en það verður
að híða hetri tíma.
Mitt álit er, að okkur henti bezt að kaupa leðurskó-
fatnað frá Englandi og Tékkóslóvakíu. Vegna bess að
nú verður helzt að kaupa allan leðurskófatnað frá
Spáni, og ég var þar nýlega til þess að kynna mér,
FRJÁLS VERZLUN
Gluffffasýninffar Skóbúðar Reykjavíkur eru venjuleRa mjög
smekklegar. Ilér sézt ein slík í tilefni 30 ára afmælisins.
hvort ekki væri hægt að fá þaðan hentugri og betri
skó en hér hafa verið á boðstólum undanfarið. álít
ég að frá Spáni megi kaupa góðan og hentugan skó-
fatnað fyrir íslendinga, en auðvitað verður að velja
hann sérstaklega og fá ýmsar breytingar frá því, sem
notað ei þar í landi. Spánverjar framleiða mjög mikið
af skófatnaði úr leðri, sem stenzt samanburð við það,
er við getum keypt annars staðar frá. Að undanförnu
hefur talsvert magn af skófatnaði verið flutt im> frá
Spáni, sem reynzt hefur vel. Að öllu óbreyttu verður
þessum viðskiptum við Spánverja haldið áfram.
Eitthvað getur þú nú sagt okkur um starfsfólk Skó-
búðar Reykjavíkur, og þá einna helzt um það, sem
unnið hefur lengzt hjá þér?
— Þó að verzlunin hafi aldrei verið stór né um-
fangsmikil, þá hefur þar auðvitað verið nokkuð margt
starfsfólk á þessum 30 árum, en það yrði of langt upp
að telja. Lengst, eða um 20 ára skeið, vann Valgerður
Jóhannsdóttir, mjög trúverðug og góð stúlka. sem
Framh. á bls. 142.
1$9