Frjáls verslun - 01.10.1951, Side 16
CLZf/ i heimi:
Hvað fá kóngar í kanp?
Þrátt f’yrir byltingar og umrót tuttugustu aldarinnar
sitja enn sjö konungsættir að ríkjum í Evrópu. Vald
þeirra er að vísu orðið lítið, en vinsælda njóta þær
meðal þegna sinna. Konungar þurfa á tekjum að halda
eins og aðrir, og þeim mun meiri, sem staða þeirra
krefst íburðar, og oft er ætlazt til, að þeir láti fé af
hendi rakna til mannúðarmála og almannaþarfa.
Á síðastliðnu ári voru konungsfjölskyldunum sjö
greiddir samtals um 5 milljónir dollara, eða um 80
milljónir íslenzkra króna, úr viðkomandi ríkissjóðum.
Brezka konungsfjölskyldan er kauphæst. Árslaun henn-
ar námu um 40 milljónum ísl. króna. Auk þess hefur
hún miklar tekjur af eignum sínum. Bretakóngur hef-
ur nú í árslaun um 20 milljónir króna. Það virðast
sæmileg laun, en hann hefur líka marga á sínu fram-
færi. Um helmingur launanna fer í kaup til um 2000
starfemanna og embættismanna, sem eru beint í þjón-
ustu hans. Svo mun viðhald og rekstur hinna mörgu
halla vera mjög kostnaðarsamur, því að rikissjóð-
urinn er nákvæmur með öll reikningsskil í þeim efn-
um. Greiðir ríkissjóður Breta t. d. þvott á gluggum
Buckinghamhallar að utan, en kóngur greiðir þvott og
viðhald þeirra að innanverðu! Árið 1937 voru bú-
Gcorg Bretakonungur og Elíhabet drottning.
Júlíana Hollandsdrottninfi: og Burnhard
prins, maður hennar.
reikningar Bretakonungs síðast birtir. Greiddi hann þá
m. a. um 220 þúsund kr. í þvotta, 800 þús. í hita og 1 jós,
600 þús. í vín og drykki og 1,2 milljón króna fyrir
bílskúra, hesthús ofl. En kóngur hefur líka talsverðar
aukatekjur. Árlega eru um 1000 fuglar skotnir á veiði-
löndum konungs, og mun hann fá um 10 skildinga fyrir
stykkið. Einnig á hann marga góða veðreiðahesta og
mun árlega hafa um 500 þús kr. í tekjur af þeim. Þá
á kóngur og mikið af löndum og verðbréfum, verðmæt
listasöfn og frímerkjasafn, sem metið er á 1,5 milljón-
ir dollara. Og svo er það, eem ekki er minnst um vert,
að hann er skattfrjáls. Viktoría drottning var skatt-
skyld, greiddi 5% í tekjuskatt. Játvarður VII. fékk
skattfrelsi. í fyrri heimsstyrjöldinni greiddi Bretakon-
ungur aftur skatta. En þegar farið var að margfalda
skattana í Bretlandi eins og víðar, var kóngi nóg boðið
og fékk aftur skattfrelsi. Aðrir í brezku konungsfjöl-
skyldunni hafa þessar árstekjur: María ekkjudrottning
um 3,2 milljónir króna, Elísabet prinsessa 1,7 millj-
ónir og maki hennar, Filipus hertogi, tæpa hálfa millj.
krónur. Hertoginn af Gloucester 1,6 milljón og Margrét
prinsessa um 14 milljón krónur. Ekkja hertogans af
Kent fær aðeins rúmar 16 þús. kr., og Játvarður fyrr-
verandi kóngur ekki túskilding; en hann mun þó samt
vera efnamaður.
Næst hæst að tekjum er hollenzka konungsf jölskyld-
an. Júlíana drottning mun hafa um 4 milljónir kr. á
ári og Bernhard maður hennar röskar 800 þús. kr. Auk
þess eiga bau stóra hluti í hollenzkum olíufélögum og
verzlunarfélögum, en hafa þó orðið fyrir talsverðu
eignatjóni í styrjöldinni og þegar nýlendurnar hafa
gengið undan hollenzku krúnunni.
Belgíska kóngsfjölskyldan býr og við sæmileg kjör.
Hefur hún um 8 milljónir króna á ári. Nokkru lægri
eru tekjur grísku kóngsfjölskyldunnar, sem munu nema
Framh. á bls. 142.
140
FRJÁÍLS VERZIUN