Frjáls verslun - 01.10.1951, Síða 21
fyrst hjá Brydesverzlun í Reykjavík, og síðar hjá föður-
bróður sínum, Pálma Péturssyni, kaupmanni á Sauðár-
króki. Eftir það gerðist hann bóndi í tvö ár og bjó
að Hofi á Höfðaströnd. Lengst af bjó Eggert hér í
Reykjavík, en þó bjó hann í Innri-Njarðvík og Vest-
mannaeyjum í nokkur ár. Hann hafði mörg járn í
eldinum um dagana. Fékkst við hrossaútflutning, bú-
skap, verzlun, bátasmíðar, útgerð og fiskiðnað. Um-
boðsmaður H.f. Shell á Islandi í Vestmannaeyjum var
hann á árunum 1930—39 og rak þar jafnframt tals-
verða útgerð. Árið 1939 byggði hann eitt stærsta og
fullkomnasta hraðfrystihús landsins og starfrækti
jafnan síðan.
Auk þess starfrækti hann hrossaræktarkynbótarbú
að Kirkjubæ á Rangárvöllum. Lét hann landbúnaðar-
mál mikið til sín taka og hafði ákveðnar fyrirætlanir í
þeim málum.
Eggert var maður glæsilegur að vallarsýn og fríður
sýnum. Hann gerði miklar kröfur til sjálfs sin, var
heill maður og falslaus.
Kvæntur var hann Elínu Sigmundsdóttur og lifir
hún mann sinn. Áttu þau tvær dætur barna.
Jörgen Þórðarson fyrrum
kaupmaður andaðist 30.
sept. s.l. Hann var fæddur
6. sept. 1878 að Hliði á
Álftanesi, sonur hjónanna
Þórðar Guðmundssonar og
Margrétar Ásgrímsdóttur.
Ungur byrjaði Jörgen að
vinna fyrir sér, svo sem
títt var á þeim tímum, og
starfaði m. a. hjá skáld-
inu og bóndanum Grími
Thomsen á Bessastöðum.
Jörgen gerðist seinna starfsmaður við hina umsvifa-
miklu verzlun H. Th. A. Thomsen hér í bæ, er síðar
var nefnd Thomsens Magasin. Veitti hann forstöðu
vínfanga- og gosdrykkjadeild þeirrar verzlunar um
langt skeið.
Sína eigin matvöruverzlun stofnaði hann við Ing-
ólfsstræti, en flutti síðar að Bergstaðastræti, og starf-
rækti þá verzlun með árvekni og dugnaði í mörg ár.
Eftir að liann hætti sjálfstæðum verzlunarrekstri, vann
hann að skrifstofu- og verzlunarstörfum hjá ýmsum
fyrirtækjum hér í bæ. Mun hann alls staðar hafa á-
unnið sér traust húsbænda sinna fyrir áreiðanleik,
vandvirkni og starfslipurð. Hann var maður söngelsk-
ur og tók virkan þátt í sönglífi bæjarins hér fyrrum.
Jörgen var tvíkvæntur, hét fyrri kona hans Jóhanna
Eiríksdóttir, en seinni konan Oddrún Sveinsdóttir, og
eru þær báðar látnar. Eignaðist Jörgen fjögr.r börn
með fyrri konu sinni, en fimm með þeirri seinni.
Eysteinn Biarnason
kaupmaSur andaðist 5.
okt. s.l. Hann var fæddur
26. júní 1902 hér í Reykja-
vík. Voru foreldrar hans
Bjarni Jónsson alþingism.
frá Vogi og fyrri kona
hans, Guðrún Þoreteins-
dóttir frá Álfgeirsvöllum.
Eysteinn ólst upp hjá móð-
urfrænda sínum, Pálma
Péturssyni kaupmanni á
Sauðárkróki, og Helgu
Guðjónsdóttur konu hans lians. Sleit hann aldrei sam-
vistum við fósturforeldra sína meðan þau lifðu. Hann
lauk námi við Verzlunarskóla Islands vorið 1920 og
fór þá að vinna við verzlun fóstra síns. Haustið 1922
sigldi 'hann til Þýzkalands og Danmerkur og stundaði
þar framhaldsnám í tvö ár. Eftir lát fósturforeldra
sinna tók Eysteinn við verzluninni og starfrækti til
dauðadags.
Eysteinn gegndi mörgum trúnaðar- og félagsmála-
störfum heima í héraði. Hann var forseti bæjarstjórn-
ar Sauðárkróks, eftir að kauptúnið öðlaðist bæjar-
réttindi. Formaður og reikningshaldari Sparisjóðs
Sauðárkróks var hann til dauðadags. Varaþingmaður
Sjálfstæðisflokksins í Skagafirði var hann, svo og
formaður miðstjórnar flokksins í héraðinu.
Eysteinn var að eðlisfari fremur hlédrægur, en liann
var samvinnuþýður og góður félagsmaður, sem ekki
skoraðist undan störfum, sem nauðsynlega þurfti að
vinna. Hann var greindur maður og glöggskyggn, hag-
sýnn og traustur, og fastur fyrir ef því var að skipta.
Drengska])armaður var hann og prúðmenni mikið.
Hann var starfsmaður mikill, en hafði þó ávallt tíma
til að hlýða á mál manna og greiða úr vandræðum
þeirra, er til hans leituðu.
Kvæntur var hann Margréti, dóttur Hemmerts verzl-
unarstjóra á Skagaströnd, og lifir hún mann sinn.
Eignuðust þau 3 dætur barna.
FRJÁLSVERZLUN
145