Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.02.1952, Qupperneq 1

Frjáls verslun - 01.02.1952, Qupperneq 1
• * 14. ÁRG. 1.—2. HEFTI 1952. Það er gömul fjórmálakenning, að ríkisbúskapurinn eigi jafnan að skila tekjuafgangi. A síðari árum hefur sú kenning þó rutt sér til rúms, að í góðœri beri að stefna að tekjuafgangi í ríkisrekstrinum, en í harðœri sé hallarekstur rikisins ekki óeðlilegur. Hafa þau rök verið fœrð fram, að með þessu geti ríkisvaldið jafnað atvinnuárferðið, dregið úr peningaflóði velti- áranna, en veitt fjármagni til atvinnulífsins, þegar harðnar á dalnum. — Það er því a.m.k. stundum óhœtt að gjalda varhuga við prédikun sumra vinstri manna um „hallalausan ríkisbú- skap," sérstaklega þegar sömu menn virðast ekki geta fallizt á, að einkarekstur megi skila tekjuafgangi eða vera rekinn án halla. Á síðastliðnu ári varð óvenjumikill tekjuafgangur á búrekstri ríkisins. Telja sumir hann óviljaverk, tekjur hafi reynzt meiri en œtlað var, aðrir segja hann skapaðan vitandi vits, sem þátt í baráttunni gegn verðbólgunni. Hvorug skýringin mun að fullu fá staðizt. Og víst er um það, að skattborgararnir mundu hafa talið fé þetta betur komið í eigin höndum en ríkisvalds- ins, því að mjög munu launamönnum nú skattabyrðamar orðnar þungar og atvinnurekendur margir komnir í lánsfjárþrot. Eitt af þeim fáu málum, sem varla munu vera skiptar skoðanir um hér á landi, er að skattþunginn sé að verða þegnunum um megn. En hvað veldur hinum þungu sköttum? Hverra er sökin? Það er þjóðin sjálf, fólkið og leiðtogamir, sem ósköpunum valda. Þjóðin hefur sett fram kröfur. Kröfurnar hafa komið frá stéttum, héruðum, atvinnugreinum og einstaklingum. Kröfumar hafa verið kallaðar „framfarir" og allar miðazt að því að kaupa þjóðinni eða brot- um hennar aukin lífsþœgindi, sem hið „opinbera" átti að greiða. Við erum öll samsek í þess- ari kröfupólitík, e.t.v. hefur einn verið öðrum eitthvað ágengari, en það er bita munur en ekki fjár. Sök forustumannanna er sú, að þeir hafa látið undan kröfunum, lceypt fylgi fólksins með þess eigin fé. lafnhliða því að fallizt hefur verið á kröfurnar, hafa gjöld ríkis og bœja aukizt og skattamir þyngzt. Þannig hefur ríkisvaldið stöðugt lagt undir sig stœrri og stœrri hluta af tekjum þjóðarinnar; ríkissósíalisminn hefur sífellt verið að fœra út kvíarnar. Vinstri flokkamir hafa haft forustuna í kröfukapphlaupinu og aðrir fylgt á eftir. Þannig á kröfupóli- tikin nú skelegga forsvarsmenn innan vébanda allra flokka. Nú hefur verið skipuð nefnd, sem endurskoða á skattalöggjöf landsmanna. Er það vel far- ið. Þó hefði verksvið nefndarinnar betur verið víðtœkara, þ.e.a.s. að henni hefði einnig verið falið að rannsaka gjaldlið rikisbúskaparins. Það standa nokkrar vonir til, að nefnd þessi megi góðu til vegar koma, en ekki sakar þó að benda henni á að vera minnug þeirra sí- gildu grundvallaratriða* sem hyggnir löggjafar í öðrum löndum hafa áður haft að leiðarljósi: Framh. á bls. 13. .

x

Frjáls verslun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.