Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.02.1952, Page 7

Frjáls verslun - 01.02.1952, Page 7
sönnun um það, hver eiturbyrlarinn hafi verið, því að ekki virðast miklar líkur vera til þess, að stúlkan hafi ráðið sér sjálf bana. Það var, eins og vant var og lengi var síðan, að málsmeðferðin var þunglamaleg og lagakrókum og flækjum var beitt af hálfu aðilja og jafnvel annars dómarans, að því er höf. segir, og varð það auðvitað til þess að tefja og torvelda rann- sókn málsins. Gefur höfundur bæði mynd af málsmeð- ferð, svo sem hún var hér á þeim dögum, og af heima- lífi á Bessastöðum um þær mundir, og er ritgerðin yf- irleitt hin fróðlegasta og ljóst og vel rituð. Þó virðist höfundur lúlka umboðsskrána til síra Þorleifs Arason- ar og Hákonar sýslumanns Hannessonar, sem skipað var að rannsaka málið, of þröngt. Þeir áttu að rann- saka það, hverir kynnu að vera valdir að dauða stúlk- unnar. Poul nokkur Kinch hafði borið vitni í Kaup- mannahöfn um samtal sitt við stúlkuna og um líðan hennar á Bessastöðum. Hér segir, að honum hafi í rannsókn málsins verið stefnt til saka um það, að hann hafi gefið rangan vitnisburð í Kaupmannahöfn. I stefnunni er þetta að vísu ekki rétt orðað, því að dómendur í máli AppoBoníu Schwartskopf höfðu, eins og höf. segir, ekki heimild lil saksóknar á hendur Kinch vegna vitnisburðar hans, enda kom ekki til þess, en þeir hlutu að hafa heimild til þess að prófa það, hvort hann gæti veitt frekari fræðslu um málið, og hvort hann vildi standa við það, sem hann hafði borið í Kaupmannahöfn fyrir notarius publicús. Það virðist og vera misskilningur höf., að amlmaður og þær mæðgur hefðu getað mótmælt og átt að mólmæla því, að þeim væri stefnt til að hlýða á vætti manna, unz einhver bönd bærust að þeim í rannsókn málsins. Stefnan bar það með sér, að grunur hafði að þeim beinzt, og þau voru því gerð að sökunautum. Því út af fyrir sig gat enginn mótmælt, með því að rannsókn- ardómari verður að ráða því, hverja hann telur í öndverðri rannsókn sökunauta og hverja venjuleg vitni. Svo var það þá, og svo er enn í dag. Hitt á rannsókn að leiða í 1 j ós, hvort dómari liefur hitt á réttu mennina. Onnur ritgerSin er um „Þórdísarmálí8,“ er höf. nefn- ir svo. Atburðir gerast á tveimur fyrslu tugum 17. aldar. Tómas nokkur Böðvarsson og systir konu hans, Þórdís Halldórsdóttir, eru sökuð um barneign saman. Varðaði slíkt brot þá lífláti samkvæmt stóradómi. Konan sver fyrir mök við alla karlmenn, en barn elur hún nálægt 5 mánuðum síðar. Samt kveðst hún engan karlmann hafa kennt. Verður rekistefna mikil út af þessu. Hún er færð til alþingis, þar sem Herluf Daa höfuðsmaður skipar að ])ína hana til sagna um faðern- ið, en lögmenn og lögrétta neitar að gera það, með því að það sé andstætt íslenzkum lögum, sem og hárrétt var. Svo gefur höfuðsmaður út heimildarlausa skipun um pyndingu kvenna í þessu skyni, og þær pyndingar ætlar umboðsmaður hans að framkvæma á þingi í héraði. Þegar konunni er hótað pyndingum, og henni er sýnt píslartækið, gugnar hún og segir mág sinn vera af valdan þunga hennar, e/ nokkur sé. Þá ætlar umboðs- maður að fá dóm um handtöku Tómasar, en Guðbrand- ur biskup narrar (er óhætt að segja) umboðsmann frá, en iþá kemst Tómas undan á hesti sínum og náðist aldr- ei. Konan er loks dæmd af lífi á alþingi 1618 af um- boðsdómurunum tveimur, sem konungur hafði hingað sent. Og hafði málið þá verið 9 ár á döfinni. Er þarna merkilegt sýnishorn af réttargæzlu þeirra daga. Frænd- semi konunnar við lögmenn og fleiri stórmenni í hér- aði og um land allt og samband Guðbrands biskups við Tómas Böðvarsson mun skýra seinagang máls þessa og undankomu Tómasar. En höf. rekur þessi atriði þó ekki. Annars er yfirlit hans mjög greinagott. Þri&ja ritgerSin er um Sunnifumáli'ö, sem frægt er, bæði meðan það var á döfinni og jafnan síðan. En ekki veit ég til þess, að nokkur hafi að gagni rakið það, fyrr en höf. Hann kannar heimildir rækilega og leiðir af þeim frásögn um sökina og rekstur hennar. Fer ekki hjá því, að hann leiðrétti ýmislegt, sem áður var skráð eftir munnmælum, eins og vant er að þurfa. Systkinin Jón og Sunnifa Jónsbörn eiga barn saman. Það var auðvitað dauðasök samkvæmt stóradómi, enda eru þau dæmd til dauða árið 1740. En seinast á ár- inu 1741 elur Sunnifa annað barn, sem hún kenndi Hans Wium sýslumanni, en hann synjaði. Hún var þá sögð hafa lýst Jón bróður sinn föður fyrir sýslumanni, enda játaði Jón sig vera föður að barninu, en stúlkan slóð þó jafnan á því síðan, að sýslumaður ælti barnið. í stappi um þetta og embættisafglöp sýslumanns í sam- bandi þar við, stendur síðan alla tíð til 1758. Og er hér enn eitt dæmi um málarekstur á þessum tímum. Voru þau svstkin þá bæði dauð. En sýslumaður slapp nokkurn vegnn óhremmdur að lokum samkvæmt dómi hæstaréttar Danmerkur, en almenningsáli'tið mun þó hafa dæmt hann brotlegan, enda má segja, að ekki hafi fengizt full vissa um faðerni að seinna barni Sunnifu. FjórSa ritger'öin nefnist „MorSiÖ í Eyjum“. Það mál mun almenningi hafa verið lítt kunnugt. Var því svo varið, að um 1690 var kona sökuð um morð á bónda sínum með aðstoð systur sinnar og annarrra kvensnift- ar. Heimildir eru heldur fátæklegar um mál þetta, og hefur höf. auðvitað rakið málið samkvæmt þeim, og gerl það vel ef'tir föngum. Er mál þetta, sem einnig lá allmörg ár á döfinni, spegill af réttargæzlu í lok 17. aldar. FRJÁLS. VERZLUN 7

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.