Frjáls verslun - 01.02.1952, Page 9
stöður höfundar, en víst er það, að Natan hefur ekki
verið eins og fólk er flest, svo sem það er kallað. En
Natan (og Fjárdráps-Pétur) eru myrtir á Illugastöð-
um á Vatnsnesi aðfaranótt 13. marz 1828. Höfundur
gerir og grein fyrir morðingjunum Friðriki, Agnesi og
Sigríði, og kemst að þeirri, að þvi er virðist alveg
réttu, niðurstöðu, að hvöt þeirri hafi verið ágirnd á
peningum þeim, sem þeir hugðu Natan eiga, en ást
eða afhrýðisemi hafi þar engan hlut átt að máli, eins
og almánnarómurinn liafði smíðað. Og leiðréttir höf.
einnig ýmislegt fleira í sambandi við „personæ drama-
tis“. Fer það að venju, að munnmæli reynast æðilé-
leg heimild.
Það er gömul saga, að skrifa skuli glæpi og glæpa-
hneigð manna á reikning þjóðfélagsins, og virðist höf.
vera þeirri hugsun nálægur í lok greinargerðar sinnar
um morðið á Natani og morðingjana. Sjálfsagt má
stundum kenna þjóðfélagsháttum að einhverju levti um
glæpi og glæpahneigð, en of mikið sýnist vera að
skulda bjóðfélagið um allt slíkl. Ætli glæpahneigðin
gangi ekki að einhverju leyti að erfðum? Og ætli þjóð-
félaginu verði með réltu kennt um alla glæpi, sem
menn fremja án nokkurrar ytri nauðsynjar? Og mundi
það vera heppilegt að styrkja brotamenn í þeirri trú,
að eiginlega sé þá ekki að saka um glæpi, sem þeir
fremja, heldur mannfélag það, sem þeir lifa í?
í lok ritgerðarinnar víkur höf. nokkuð kuldalega að
þeim mönnum, sem töldu sig hafa fundið dysjar morð-
ingjanna tveggja, kallar þá menn „auðlrúarjöfra“, sem
farið hafi eftir „draumum“ einhverra. Á þetta skal að
vísu enginn dómur lagður, en það minnir mig, að les-
ið hafi ég, að ég held í Lesbók Morgunhlaðsins, skýrslu
um aðdragandann að beinaleitinni og um það, að stað-
ið hafi heima tilvísanir þær, sem laldar voru fengnar
með dulrænum hætti. Og víst er um það, að leifarnar
fundu't þar sem til var vísað. Ef einhver maður heil-
agrar kirkju hefði fengið samskonar vitrun um dysj-
arnar, þá hefði víst ekki staðið á lofgjörð um hann og
þakkir fyrir opinberunina. En sle|ipum þessu. Fræði-
legt gildi ritgerðarinnar raskast og ekkert fyrir þetta,
er höfundi var óþarft að kasta kaldyrðum að þeim, sem
átt hafa Iþátl í fundi leifa þeirra Friðriks og Agnesar.
Það hefur þótt við brenna, að fróðleikssafnarar vor-
ir hafi lítt gætt þess að nota beztu heimildirnar, dóma,
skjöl, þingbækur og aðrar embættisbækur. í stað þess
hafa þeir skráð munnmæli og byggðasagnir, sem Jieir
virðast venjulega hafa talið fullgóðar heimildir. Að
vísu má einatt afsaka þá með því, að hinar betri heim-
ildir hafa ekki verið þeim jafn auðfengnar og mönn-
um nú er, vegna þess, að þær voru þá dreifðar um
land allt, en nú eru þær saman komnar í söfnum og
því auðnotaðar hverjum læsum manni, sem á kost á
að leita til safnanna. Á vinnubrögðum fróðleiksmann-
anna margra, hvar sem þeir eru í flokki, eru nú orðn-
ar mikilsverðar breytingar. Flestir þeirra eru nú tekn-
ir að nota beztu heimildirnar. Hitt er annað mál, hvern-
ig úr þeim er unnið. Það er auðvitað misjafnlega gerl.
Prófessor Guðbrandur notar allar þær heimildir, sem
beztar má telja og nefndar voru. Og ekki verður annað
séð, en að hann vinni úr þeim með skynsamlegri gagn-
rýni, tengi hagsmiðlega saman atburði og geri þeim
mönnum, sem mest koma við sögu, svo góð skil sem
kostur er, skýri svo vel sem unnt er hvatir þeirra og
markmið með gerðum þeirra. Auðvitað er oft ekki unnt
að greiða úr slíku með nokkurri vissu, en sagnritara
er vitanlega leyfilegt að greina slíkt eftir því sem hann
hyggur næst sanni. Framsetning öll er svo ljós, að
hverjum ineðalgreindum manni, sem annars liefur
nokkurn áhuga eða gaman af þeim fraiðum, hlýtur
bókin að verða jafnframt beinlínis skemmtilestur. Les-
andinn fær líka marga fræðslu um aldarfar þess líma,
er atburðirnir gerast á, enda spegla lög, dómar, afbrot
og löggæzla flestu hetur þjóðlífið. Lögin sýna kröfur
löggjafans og óskir um hegðun manna, en dómar og
löggæzla sýnir hlýðni mannfólksins við lögin og hvern-
ig verðir laganna gegna skyldum sínum. Menn með
kostum sínum og göllum og Jijóðlífshæltir standa þeim
glöggt fyrir hugskotssjónum, sem ritgerðirnar lesa með
sæmilegri athygli. Og sá er auðvitað tilgangur höfund-
ar og allra annarra sem, taka sér fyrir hendur lýsingu
manna og atburða Iiðins tíma, þó að misjafnlega tak-
izt. Höfundur hefur ekki Jjjálfandi laganám að baki
sér og hefur ekki stundað réttarsögu íslands framar en
samning ritgerða þessara veitti efni til. Má og sumstað-
ar i?já þess merki, að höfundur hefur hvorki almenna
lögfræðiþjálfun né Jiá þekkingu í íslenzkri réttarsögu,
sem betra hefði verið að hafa en vera án, alveg eins
og hann tekur sjálfur fram í formálanum. En sannast
að segja ber þó minna á þekkingarskorti í þessum efn-
um en búast mátti við, og vel mundi höfundi hafa
látið lögfræðinám og sérstaklega réltarsögu, eins og
reyndar öllum greindum mönnum gerir, ef þeir festa
hugann sæmilega við það. Og Jiað hygg ég, að leitun
sé á Jieim ólöglærðum manni, sem jafnvel eða betur
hefði komizt frá lýsingu þeirra brotamála, sem í rit-
gerðum hans sjö greinir. Og ber ekki heldur að skilja
Jietta svo, að |)ví sé haldið fram, að við, sem eigum að
heita löglærðir, hefðum að öllu samantöldu gert betur,
þó að.við hefðum sennilega greitt nokkur atriði betur,
en svo í staðinn líklega farið lakar með önnur.
Utgáfan er vönduð að öllum ytra frágangi.
FRJÁLS VERZLUN
9