Frjáls verslun - 01.02.1952, Síða 10
Nathan & Olsen h.f.
O/ •• • / *
cTjorutiu
ara
Þáttaskil í íslenzkri verzlunarsögu.
Brátt er liðin hart nær hálf öld síðan umboðs- og
stórsala landsmanna fluttist inn í landið sjálft. Fyrir
þann tíma var þessi grein verzlunarinnar ýmist rekin
af selstöðuverzlunum eða af sjálfstæðum kaupmönn-
um, sem flestir hverjir nutu lánstrausts hjá umboðs-
kaupmönnum í Kaupmannahöfn og Leith og keyptu
þess vegna vörur sínar hjá þeim, og seldu svo aftur
úlflutningsafurðir sínar fyrir milligöngu þeirra.
Grundvöllur fyrir stofnun slíkrar umboðs- og stór-
söluverzlunar hér á landi var eiginlega ekki fyrir hendi
fyr en Island komst í símairamband við útlönd árið
1906. Þá hefst í raun og veru nýtt tímabil í íslenzkri
verzlunarsögu. Verzlunin flyzt algjörlega inn í land-
ið sjálft og að mestu yfir á hendur hérlendra manna.
Um sama leyti verða mikil þáttaskil í alvinnusögu
landsmanna, þjóðin vaknar til meðvitundar um mátt
sinn og megin og hér hefjast margs konar framkvæmd-
ir í framfaraátt.
Fyrslir íslenzkra manna til þess að stofna hér um-
boðs- og heildverzlanir voru Ólafur Johnson, Garðar
Aðsetur firmaus 1314—15 var í Austurstræti 9, þar sem uú er
hús Egrils Jaeobsen h.f.
Gíslason og Hallgrímur Benediktsson, og í kjölfar
þeirra komu svo ýmsir aðrir.
Lagt á brattann.
Eitt þeirra fyrirtækja, sem átt hefur stóran þátt í
mótun þessarar verzlunargreinar hér á landi, fyllti
fertugasta tuginn 1. janúar s.l.
Firmað Nathan & Olsen er istofnað þann dag árið
1912 af þeim Fritz Nathan, er hafði starfrækt um-
boðsverzlun hér í bæ, aðallega með smávörur, frá
því í marzmánuði 1907, og Carli Olsen. Olsen kom
hingað til lands 1909 til þess að taka að sér yfir-
stjórn verzlana Brydes, en þær voru þá fimm að tölu.
Hafði hann á hendi verzlunarstjórn fyrir Bryde hátt
á þriðja ár, eða þar til í desember 1911, en þá var hann
farinn að undirbúa slofnun fyrirtækisins Nathan &
Olsen. Fritz Nathan hafði á þeim árum. er hann starf-
rækti einn umboðpverzlun sína, náð í umboð fyrir
mörg mikilsmetin erlend verzlunarfirmu og verk-
smiðjur, og var það góð undirstaða fyrir hið nýstofn-
aða fyrirlæki.
Það var ekki svo litlum erfiðleikum bundið að hefja
verzlunarrekstur í þá daga. í fyrsta lagi voru þau út,-
lendu firrnu, sem áður höfðu skipt við umboðskaup-
mennina, treg til þess að hefja bein viðskipti, því að
þau óttuðust að missa viðskiptin við þá, og í annan
stað voru þau smeyk við að is'kipta beint við íslenzku
verzlunarstéttina, vegna þess hvað hún var ung að
árum og lítt þekkt. Smám saman tókst þó að vinna
bug á þessum erfiðleikum.
Starlsemin fyrstu árin.
Fyrstu tvö árin var firmað til húsa í Hafnarstr.eti
21, þar sem nú er járnvöruverzlun Jes Zimsen. Var nú
starfað af alefli við uppbyggingu firmans næstu árin,
því að svo má heita að byrjað hafi verið með tvær
hendur tómar, því að hvorugur eigendanna átti fé eða
10
FRJ ÁLS VjERZLUN