Frjáls verslun - 01.02.1952, Qupperneq 14
Sr. BJARNI JÖNSSON:
STARFIÐ HEFUR SAMEINAST LÍFSÞRÓTTI OG GLEfil
Aímœlisþankar um Sigurð Þorsteinsson, skrifstofustjóra, sjötugan.
Tignarmikla manndóms tu5.
morgunfögur ár og síS,
þegar Ingólfs-œttar dyggö
yfir fornri lýsti byggÖ.
Þegar ég geymi þessi orð í huga mínum eða vitna til
þeirra, bregður fyrir mörgum myndum frá hinni
gömlu Iieykjavík, og ég vil gefa samþykki mitt þeirri
heitstrenging, er segir:
Ingólfs menn í Ingólfs staS,
allir festum heitiS það:
Reisum. upp í anda hans
öndvegs súlur föSurlands.
Gott er að minnast liðinna daga með þeirri ósk,
að ávallt megi vera bjart yfir Reykjavík.
Hvernig ætti ég að gleyma morgunbirtunni, heið-
ríkjunni á fögrum vordögum, er starffúsir menn heils-
uðu uj)prennandi sól og gengu fagnandi til dagsins
starfa? Þeir tóku daginn snemma og notuðu vel dags-
ins stundir. Það mátti um þá segja:
Morgunandinn okkar tíSar
örvar framlaks hug.
Það var meir horft til starfsins sjálfs en launanna.
Frá hinum reyndu starfsmönnum barst hvatningin til
bernskunnar og æskunnar. Ég sá, hvernig starfað var,
og mig langaði til þess að fá að komast að starfinu.
Gleymi ég því aldrei, er ég komst í fiskvinnu niður við
Hafnarstræti, var þar 14 stundir þann dag og fékk 7
aura um tímann. Var ég leiður yfir því, að ég skyldi
ekki fá eina heila krónu, en aðein,s 98 aura, sem voru
taldir mér til tekna í vörureikningi. En ég sætti mig
við kaupið, er mér var sagt, að öll byrjun væri erfið,
og seinna væri hækkunar von.
Eðlilegt var þó, að ég liti upp til þeirra, sem voru
svo lánsamir að fá að vera í búð. J^aun þeirra voru
ekki há, en þeir nutu hinna miklu réttinda að fá að
vera fyrir innan borSiS og selja þeim, sem voru fyrir
utan borSiS; selja þeim gráfíkjur fyrir 5 aura og rús-
ínur fyrir svipaða u])phæð, og gott var að kynnast þeim,
sem seldu vel og létu mig fá minn skerf vel úti látinn.
Það voru hátíðlegar stundir, sem ég hlakkaði til, er
ég fór vestan úr bæ niður í einhverja búðina, og bauðst
til þe=s að fara upp í bæ, inn á heimili búðarmannsins
eða „Kontoristans“, og sækja 'kaffi handa honum, og
fá svo launin, sem voru hið ljúffenga kaffibrauð, sem
hvarf í skyndi niður í vasann og þvínæst í magann, er
haldið var heim í glöðu skapi, þó að grimmdarfrost
væri og snjórinn kaldur undir sauðskinnsskónum.
Mér er í minni, hve gott var að kynnast verzlunar-
stéttinni. Man ég frá þeim tímum marga mæta menn
innan búðar og utan. Þeir voru trúir starfsmenn, sem
undu glaðir við sitt. Aldrei gleymi ég bræðrunum
Birni Guðmundssyni múrara og Þorsteini Guðmunds-
syni, er starfaði við verzlun Thomsens og síðar varð
yfirfiskimatsmaður. Hvernig ætti ég að gleyma Jór-
unni systur þeirra, sem á hverri Þorláksmessu kom
með jólaköku til barnanna í Mýrarholti?
Þegar ég jarðaði Þonstein, fylgdist ég með Klemens
Jónssyni ráðherra upp í kirkjugarðinn. Sagði KJemens
við mig: „Nú er verið að jarða þann mann, sem með
trúu og vönduðu starfi hefur auðgað landið að milljón-
um króna.“
Aldrei gleymi ég þeirri tilhlökkun, er ég ásamt
systkinum mínum fékk að fara í jólaheimsókn upp í
Þorsteinshús í Þingholtsstræti, þar sem Þorsteinn og
kona lians, Kristín Gestsdóttir gerðu garðinn frægan.
Þangað var gott að koma, þar var gott að vera, hlýtt og
vistlegt, og viðtökur hinar beztu hjá foreldrum og
börnum þeirra. Þar var hinn einbeitti og dugmikli
húsbóndi, og þar var hin milda, elskulega húsmóðir.
Friðarbros hennar lýsti því, sem í hjarta hennar bjó,
og „líknarstafir léku um varir.“
Þar voru bræðurnir Guðmundur, Sigurður og Ragn-
ar, og þar var Ragnheiður systir þeirra.
En af hverju dvel ég við þessar minningar? Þetta
14
FRJÁLS VERZLUN