Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.02.1952, Page 18

Frjáls verslun - 01.02.1952, Page 18
lítið land, og salan var því of takmörkuð þar, þegar framleiðslan jókst. Sölumaðurinn Anton Philips varð nú að finna nýja markaði og þeirra var einungis að leita utan landamæra Hollands. Hann hafði sérstakan augastað á hinum vaxandi iðnaði Rínarlandanna, og ekki leið á löngu unz hann var búinn að tryggja þar álitlegan markað. Philips lét ekki við svo búið standa. Hann tók sér ferð á hendur til Frakklands, Spánar, Ítalíu og Portúgals og aflaði fyrirtækinu nýrra við- skiptavina í þessum löndum. Þýðingarmesta viðskipta- vininn fann hann samt á ferð sinni um Rússland fyrir byltinguna. Þar fékk hann pöntun upp á 50 þúsund glóðarlampa, sem nota átti í vetrarhöll zarsins í Péturs- borg. Auk þess komst hann í náin kynni við fjölda manns víðsvegar um Rússaveldi á ferðum sínum þar, sem gerðu hjá honum stærri pantanir en haon átti áður að venjast. Or vöndu að ráða. Bræðrunum var það fljótlega ljóst, að ekki var nóg að framleiða mikið; það varð að selja vöruna. Og til þess að geta selt hana og, sem þýðingarmest var, að fá pöntun endurtekna og aukna, þá reið á því að gæði framleiðslunnar væri alltaf miðuð við háan mæli- kvarða. Að þessu marki kepptu þeir bræðurnir Anton og Gerard og unnu þrotlaust að endurbótum og aukn- ingu framleiðslunnar. Þeir settu á stofn rannsóknar- og tilraunastofur í þessu augnamiði og fengu duglega fagmenn sér til aðstoðar. Þetta opnaði aftur á móti nýja möguleika fyrir verksmiðjuna eins og bezt sézt af eftirfarandi dæmi úr heimsstyrjöldinni fyrri. Eins og kunnugt er, þá er gler eitt þýðingarmesta efnið, isem notað er í ljósaperur. Á þeim tímum var ekki mögulegt að framleiða það í Hollandi, svo Philips varð að flytja það inn frá Austurríki og Þýzkalandi. Þegar markaðurinn lokaðist vegna stríðsins, voru góð ráð dýr. Ákvörðun var fljótlega tekin um að reisa eigin glerverksmiðjur, og innan fjögurra mánaða frá því byrjað var á hinni nýju byggingu voru fyrstu Philips perurnar tilbúnar fyrir markaðinn framleiddar úr Philipsgleri. FjölbreYtni framleiðslunnar. Árið 1922 dró Gerard Philips sig í hlé, og tók þá Ant- on einn við yfirstjórn verksmiðjanna. Sífellt var lagt inn á nýjar brautir í framleiðslunni. Utvarpstæki, kvik- myndasýningarvélar, röntgentæki, rafmagnsrakvélar, vísindatæki, rafmagnsheimilistæki og óteljandi aðrir hlutir birlust nú á markaðnum frá Philips verksnúðj- unum. Árið 1927 hóf Philips stuttbvlgjuútvarp frá Eindhoven, sem olli byltingu í útvarpssendingum. Það ár ávarpaði Wilhelmina drottning þegna sína í Austur- og Vestur-Indíum í gegnum stuttbylgjuútvarp Phihps í Eindhoven, en þetta vakti mikla athygli víða um heim. Margir Islendingar, sem á annað borð hlusta á erlend- ar útvarpsstöðvar, kannast við útvarpsistöðina í Hil- versum í Hollandi, eða öllu heldur rödd þulsins, sem þar kemur oftast fram. Eddy Startz, en svo heitir þessi 18 FRJÁLS VERZLUN

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.