Frjáls verslun - 01.02.1952, Page 19
Starfsmenn Thomsensverzlunar skömmu fyrir aldamót
:UVNi'fnamt,r
Standandi frá vinstri: Júlíus Max, Ólafur Hjaltested, Einar Árnason, Pétur Biering-, Porsteinn
Guðmundsson, Guðmundur Matthíasson, Elis Magnússon, llanncs Thorarensen og Óli F. Ásmunds-
son. Sitjandi: Sigurður I»orsteinsson, Samuel Kichter og I»orsteinn Pálsson.
skemmtilegi og skraflireifi þulur, byrjaði sem starfs-
maður hjá Philips, eu hefur verið hjá ríkinu eftir að
það tók við rekstri útvarpsstöðva í Hollandi. Startz
spjallar reiprennandi við hlustendur sína á sjö tungu-
málum, auk þess, sem hann kann glefsur úr mörgum
öðrum málum, þar á meðal íslenzku. Snorri P. Arnar,
sem verið hefur umboðsmaður Philips á íslandi síðan
1926, er góður kunningi Startz, en liann lærði nokkrar
íslenzkar kveðjur hjá Snorra, sem hann notar svo við
útvarpssendingar sínar.
t
Starfsfólk, sem unir sér vel.
Anton Philips var gerður að heiðursdoktor við Hag-
fræðiháskólann í Hollandi árið 1928. Sennilega hefur
enginn Hollendingur, sem uppi hefur verið á 20. öld-
inni, verið jafn víðkunnur og Dr. Philips. Hann hefur
reist verksmiðjur í 42 löndum, og við þær starfa um
90 þúsund manns. í Hollandi einu eru starfræktar 20
verksmiðjur og vinna þar yfir 35 þúsund manns. Aldr-
ei hefur verið gerð tilraun til verkfalls við Philips
verksmiðjurnar utan einu sinni. Var það í síðustu
styrjöld og þá gegn Þjóðverjum. Dr. Philips gerði sér
jafnan far um að stuðla að velfarnaði starfsfólks síns.
Hann setti á stofn eftirlaunasjóð, menningar- og
skemmtisjóð, lét hyggja veglegan íþróttaleikvang í
Eindhoven, reisti yfir 5000 íbúðarhús, hressingarhæli,
hókasöfn og skóla — allt var þetta gert fyrir starfs-
fólk Philips verksmiðjanna og fjölskyldur þess.
Þegar Dr. Anton Philips lézt í október s.l., 77 ára
að aldri, hvarf af sjónarsviðinu einhver gagnmerkasti
brautryðjandi stóriðjunnar, sem upj)i hefur verið.
Hann setli sér háleitt takmark, sem eingöngu náðist
fyrir dugnað, ástundun og þrautseygju ásamt miklum
meðfa'ddum hæfileikum.
N. S.
19
FRJÁLS VERZLUN