Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.02.1952, Side 20

Frjáls verslun - 01.02.1952, Side 20
TJti í ÍLeiini: Kóngur segir frá konungsláti I»áttur l>essi er lauslega ]>ýddur úr bókinni ,,A Kings Story‘% endurminningum hertogans af Windsor. Segir hér frá andláti og útför Georgs V. Bretakonungs, Þann stutta tíma, sem ríkisráðið starfaði, (ríkisráð- ið tók við störfum Georgs V., er hann var orðin mjög þungt haldinn. I því áttu sæti drottningin og fjórir synir hennar), höfðum við fimm nóg að gera. Undir- skrift ríkisskjalanna var þó vel til þess fallin að dreifa huganum frá hinni þungbæru bið. Það er sár reynsla að fylgjast með dauðastríði manns, föður síns, og það ekki síður þótt hann sé konungur. Þegar konungur heyir dauðastríð sitt, vill allur heimurinn vera sjón- arvottur að því, með óseðjandi forvitni er fylgzt með hverju smá atviki, þegar líf hans er að fjara út. í hinu stóra húsi færðist sorgmædd kyrrð yfir okkur, fjöl- skyldu hans. Þjónustufólkið dró sig í hlé. Mér eru sér- staklega minnisstæðir tveir hinna hljóðu skugga, sem læddust inn og ú't úr herbergi föður míns, þegar leið að lokum. Annar var læknirinn, hinn hirðprúði Lord Dawson; hinn var erkibiskuj)inn af Kantaraborg, hljóðlátur í sinni svörtu hemj)u. Það rikti dauðaþögn, þegar við — konan hans og börn — stóðum við rúm föður míns og biðum þess, að lífsljós hans slokknaði. Hann andaðist fimm mínút- um fyrir miðnætti. Ég hafði varla gert mér fvllilega ljósan hinn djúptæka atburð, sem ég hafði verið sjón- arvottur að, þegar móðir mín gerði óvæntan hlut. Hún tók í hönd mér og kyssti á hana; og Georg bróð- ir minn fylgdi fordæmi hennar, áður en ég gat hindrað hann í því. Ég vissi auðvitað, að samkvæmt siðvenju bar mér þessi virðingarvottur, en mér var eins farið og föður mínum, að mér féll hann illa. Ég gat ekki fellt mig við, að ætlazl væri til, að nánustu ættingjar mínir, og raunar hver sem væri, ætti að lítillækka sig þannig. En þrátt fyrir það minnti þetta atvik mig á, að ég var orðinn konungur. Það var bjartur, en frostsvalur morgunn; það blés kuldalega af Norðursjónum. Einmitt þegar við komuni upp á hæðina, sem næst lá járnbrautarstöðinni, hevrð- um við kunnuglegt hljóð — það var kurr í fasana. Cftför Georffs V. Bretakonuntfs lijá Windsor-kastala 28. janúar 1936. Við bræðurnir litum uj)]> í tæka tíð til þess að sjá stór- an fugl fljúga yfir höfuð okkar þvert yfir veginn. Okkur létti í skapi við þessa sýn. Okkur kom öllum í hug, að ef faðir okkar hefði mátt líta í hinzta sinn til Sandringham-hallar, þá hefði hann kosið sér slíka sýn: fasana, sem lét sig berast hátt og hratt undan vindinum. Það var uppáhalds skotmark hans. •20 FRJÁLS V.ER2LUN

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.