Frjáls verslun - 01.02.1952, Page 22
Blaðið hefur komið að máli við nokkra vefnaðar-
vörukaupmenn þessa bæjar og spurt þá m.a. um við-
horf þeirra til hins frjálsa verðlags, svo og skoðun
þeirra á útsölum þeim, sem haldnar hafa verið liér í bæ
fyrstu tvo mánuði ársins. Hér á eftir verður í stuttu
máli skýrt frá niðurstöðum þeim, sem draga hefur
mátt af viðræðum þessum. Verður aðeins stiklað á því
helzta rúmsins vegna:
Frjáls verzlun og samkeppni skaj>ar jn.a. þau skil-
yrði, að öll verzlunarþjónusta verður meira lifandi og
viðskiptavinurinn öðlast þau mikilvægu lilunnindi að
geta valið og hafnað, allt eftir eigin geðþótla. Aukið
vöruframboð þýðir betri þjónustu til handa við:-ki|)ta-
vininum, og eftir því sem allt er frjálsara, því meira
verður vöruúrvalið, og fólkið á að fá betri vörur fyrir
hagkvæmara verð, en það ella hefði fengið.
Fólk leitar fyrir sér um verðlag hijina ýmsu vara og
kaupir, þar sem því finnst hagkvæmast og ódýrast.
Áður en fólk fer að dæma um verð vörunnar, á það
að kynna sér gæði og ásigkomulag hennar, t. d. ef um
metravöru er að ræða, þá breidd efnisins, svo að eitt-
hvað sé nefnt.
Utsölur eru ekkert óeðlilegt fyrirbrigði, þótt ókunn-
ugir gætu freistast til að halda að svo væri. í frjálsri
samkeppni vilja safnast fyrir ýrnsar vörur, bæði árs-
tíðarvörur og aðrar vörur, sem of mikið er af og fólk
fær leið á, vegna þess að framboðið hefur verið of
mikið. Þetta eru í raun og veru ágætis vörur, og þeir,
sem hagnýta sér þessi kostakjör, gela drjúgum drýgt
laun sín, og fólk, sem hefur litla peninga handa á
milli, gerir góð kaujt á útsölum þessum.
Skulu hér nefnd nokkur dæmi af handahófi á verði
nokkurra vara á útsölu einnar stærstu vefnaðarvöru-
verzlunar bæjarins.Herrafrakkar lækkuðu úr kr.650.00
niður í kr. 400,00, lojjapeysur úr kr. 75,00 í kr. 35,00,
kvenbolir úr kr. 19,90 i kr. 10,00, kvenkápur, sem
áður kostuðu kr. 890,00, kostuðu á útsölunni kr.
400,00, og jafnvel allt niður í kr. 250,00, ullarkven-
kjólar voru seldir á hálfvirði eða kr. 200,00, svo að
nokkuð sé nefnt.
Hjárómaraddir vinstri blaðanna, Alþýðublaðsins og
Þjóðviljans, sem aldrei hafa þreytzt á að básúna út
til almennings alls konar brigslyrðum um verzlunar-
stéttina og reynl að sverta liana á allan hátt, hljóðn-
uðu svo að segja með öllu þann tíma, sem útsölurnar
stóðu yfir. Það var hyggilegt af þeim að gera svo. Al-
menningur lætur ekki glepjast til langframa af gífur-
yrðum þessara blaða, þegar hann hefur staðreyndirnar
fyrir augunum.
Megi lokaorð þessa greinastúfs vera orð stærstu
fataverzlunar bæjarins, en þau eru svo:
Nú vita allir, að þeir, sem gera bezt innkaupin og
selja ódýrast, fá mest viðskijjtin og afla verzlunum
sínum mestra vinsælda. Frjáls verzlun leiðir því til
betri innkaujia og lækkaðs vöruverðs. Þeir sem ekki
fylgja þessari reglu dragast aftur úr og missa af við-
skiptunum.
Fólk leilar nú fyrir sér og kaupir þar, seni hag-
stæðast er að verzla. Á haftaárunum var mikil vöru-
ekla, og fólk neyddiít til að kaujia það litla, sem á
boðstólum var, þótt því líkaði alls ekki varan. Neyt-
endurnir annast miklu betur verðgæzluna, heldur en
launaðir embættismenn, ef frjáls innflutningur er fyr-
ir hendi.
•
Hreinlæti og umgengni öll hefur stórfleygt fram hjá
velflestum verzlunarfyrirlaakjum bæjarins hin síðustu
ár. Sóðaleg og óhrein verzlun fælir frá kaujiendur, það
vita kaujjmenn manna bezt. En til þess að halda vel i
horfinu, þurfa kaujjmenn sífellt að vera á varðbergi
fyrir öllu því sem aflaga fer. Nokkur misbrestur hefur
viljað vera á því. Það er ekki nóg að koma verzluninni
í nýtízku horf, en láta svo síðan allt reka á reiðann
með eðlilegt viðhald og útlit.
í þessu sambandi er ekki hægl annað en að benda
kaujjmönnum bæjarins á nafnaskilti verzlanna. Þau
eru fleslum kaupmönnum til háborinnar skammar.
Mjög víða má sjá brotin, óhrein eða máð nafnaskilti í
gluggum verzlananna, og fá eru þau ljósaskilti á fram-
hliðum verzlunarhúsa sem eru heil. Að maður tali nú
ekki um nafnagift sumra verzlana, en það er nú önnur
saga.
Hér þarf stefnubreyting nauðsynlega að koma til.
Þennan trassaskaj) verða kaupmenn að ujjjiræta. Ger-
ið nú hreint fyrir ykkar dyrum. Látið mála nafnaskiltin
í gluggunum eða á framhlið verzlunarinnar, ef þau
eru orðin máð, og umfram allt hafið Ijósaskiltin í
lagi. Þau eru öllum til leiðinda, ef aðeins logar á öðr-
um helminginum, og eigendunum til lílils sóma.
•
Blað Sambands smásöluverzlana, Verzlunartíðind-
in, fyrir marz-mánuð er nýkomið út. Er blaðið alll hið
Framhald á bls. 24.
22
FRJÁLS VERZLUN