Frjáls verslun - 01.02.1952, Síða 23
Farsæls árs óska ég öllum þeim sem við verzlun vinna.
Til þess að það geti orðið farsællt í þess orð beztu
merkingu, verða allir að hafa nóg að starfa, bæði við
verzlun og iðnað, og til sjávar og sveita. Svo sam-
tvinnað er líf okkar allra, að ef einn blekkur í at-
vinnukeðjunni brestur, er hætt við að öll keðjan gliðni
í sundur, og hvert fyrirtækið af öðru reki í strand
vegna áhrifa frá atvinnu- og fjárhagsörðugleikum al-
mennings.
Það er staðreynd, að iðnaðurinn berst í bökkum, en
sú ógæfa verður ekki skrifuð á kostnað verzlunarinnar.
Iðnaðurinn á sjálfur þarna nokkra sök á máli. Meðan
liér voru innflutningshöft og allt, sem iðnaðurinn fram-
leiddi, seldist, gættu iðnrekendur þess ekki að hlýða
á raddir og óskir viðskiptavinanna. Nú eru breytiir
tímar, og okkur ber að standa saman og hlúa að ís-
lenzkum iðnaði. En til þess að svo geti orðið, verður
að gera þær kröfur til iðnaðarins, að íslenzkar iðnaðar-
vörur séu að gæðum til ekki á neinn hátl lakari en sams-
konar meðalvörur frá útlöndum, svo að við getum ör-
ugglega mælt með þeim og gert viðskiptavininn ánægð-
an. Þegar íslenzkir iðnrekendur taka þessar kröfur til
greina og annað það, sem til batnaðar má verða, mun
brátt birla yfir íslenzku athafnalífi og iðnaðarfólkið
mun fá nóg að starfa.
Ein leið til að auka sölu á íslenzkum iðnaðarvörum
er, að iðnfyrirtækin veiti verðlaun fyrir bezta verzlun-
arsýningargluggann, sem sýndi framleiðslu þeirra.
Gætu þau gert þetta sameiginlega eða hvert einstakt
fyrirtæki úl af fyrir sig.
Ef j>að yrðu sameiginleg verðlaun, myndu koma
fram mismunandi vöruflokkar, t. d. sælgæti, niður-
suðuvörur, tilbúinn fatnaður, svo að eitthvað sé nefnt.
og yrðu verðlaun veitt fyrir hvern flokk fyrir sig.
Iðnfyrirtækin létu verzlunum í té alls konar auglýs-
ingaspjöld og sýningarvörur og sæi jafnframt um, að
hver verzlun hefði á boðstólum þær vörur, sem hún
auglýsti í gluggum sínum hverju sinni. Þá fyrst er það
orðið sölusýning. Þessi auglýsingaaðferð hefur um
áratugi verið mikið notuð erlendis og gefið mjög góða
raun. Þykir það jafnan mikill heiður fvrir verzlunar-
GliiffKÍ bessi fékk fyrstu verðlaun í samkeppni um útstillingu
á barnafatnaði um gervallt England í liinni svonefndu barna-
viku, en í þeirri viku keppast verzlanirnar um að draga til
sín kaupendur á alls konar barnafatnaði. Iiangsarnir eru látn-
ir draga barnafatnaði fram úr fataskápnum.
Fyrstu verðlaun, silfurbikar, var glugga bessum úthlutað í
A-flokki í samkeppni um bezta sýningargluggann um allt Eng-
land. Er betta mjög skemmtileg og nýstárleg samstilling.
FRJÁLS VERZLUN
23