Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.1954, Page 24

Frjáls verslun - 01.04.1954, Page 24
Þegar karlmaður kaupir sér eitthvað, er venju- lega aðeins ein ástæða til þess, hann þarfnast þess, en þegar kvenfólkið' kaupir sér eitthvað liggja venjulega til þess átta mismunandi ástæð- ur: 1. Vegna þess að eiginmaðurinn segir, að' hún megi ekki kaupa það. 2. Það grennir hana. 3. Það kemur frá París. 4. Nágranninn hefir ekki efni á að fá sér það. 5. Enginn á alveg eins. 6. Allir eiga eins. 7. Það er öðruvísi. 8. „Af því bara“. ★ fíott mannorð er dýrmætara en mildll auður. ORÐSKVIÐUR SALÓMONS. ★ Þegar skóburstaii burstar skóna mína, læt ég hann setjast í stólinn, og ég krýp niður og bursta skóna hans. Það veitir œjingu og reynslu í auð- mýkt. WILLIAM SAROYAN. ★ Skömmu eftir flóttann mikla frá Dunkirk sagði erlendur sendiherra við Sir Robert Bruce Lockhart: „Þetta táknar endalok Bretlands“. „Kæri herra, þetta er misslcilningur hjá yður“, svaraði Sir Robert. „Englendingar eru aldrei hættulegri, en þegar þeir virðast vera að gefa upp öndina. Það er þokan, sem gerir það. Hver sá, sem getur andað í ensku loftslagi, hefir auka loftforða, sem nægir til eilífðar“. ★ Bílstjóri hjá Steindóri og hótelstúlka í Valhöll voru einu sinni á skemmtigöngu á Þingvöllum. Bílstjórinn segir: „Hér hitti Gunnar Hallgerði fyrst“. Þá segir stúlkan: „Er hann bílstjóri hjá Stein- dóri, þessi Gunnar?“ ÍSLENZK FYNDNI. Fótgangandi maður — persóna, sem mjög auð- veldlega getur orðið undir bíl. ★ Palli litli hafði verið við hjónavígslu í kirkju. „Af hverju tókust brúðhjónin í hendur fyrír altarinu“, spurði hann pabba sinn. „Þetta er bara formsatriði, drengur minn“, svaraði faðir hans. „Rétt eins og þegar hnefa- leikamenn takast í hendur, áð'ur en þeir byrja að slást“. ★ Rezti vinur eins hunds er að öðru jöfmi ann- ar hundur. ★ Bílstjóri frá Húsavík kom í búð á Akureyri. Hann hafði verið beðinn að kaupa grammófón- plötu með tilteknu sönglagi, en nú hafði hann steingleymt, hvað lagið hét. Þó sagðist hann muna, að það væri eitthvað' um hest. Búðarstúlkan reyndi að liðsinna honurn og til- nefndi nokkur sönglög: „Eg berst á fáki fráum“, „Þú komst í hlaðið á hvítum hest“. o. s. frv. En allt í einu rankaði bílstjórinn við sér og sagð'i: „Nú man ég það. Það var þetta hérna: „Víst ert þú, Jesú, kóngur klár“. ÍSLENZK EYNDNI. — „FRJÁLS VERZLUN" Útgefandi: Verzlunarmannnfélag Reykjavíkur. Formaður: Guðjón Einarsson. Ritstjórar: Gunnar Magnússon og Njáll Simonarson. Ritnefnd: Birgir Kjaran, formaður, Gunnar Magnússon, Ingvar N. Pálsson, Njáll Símonarson, Olafur I. Hannesson, Oliver Steinn Jóhannesson og Por- björu Guðmundsson. Slcrifstofa: Vonarstræti 4, 3. liæð, Reykjavík. Sími S293. VÍKIN GSPRENT S___________________________________J 52 FRJAUS VERZI.UN

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.