Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.06.1954, Qupperneq 11

Frjáls verslun - 01.06.1954, Qupperneq 11
Harctldur Hannesson, hagíræðingur: Dr. Schacht og ummœli hans um efnahagsmál Indónesíumanna Hinn heiinskunni fjármálasnillingui’, Dr. Hjalmar Schacht, mun ao líkindum vera einn mesti áhrifamaður á sviði alþjóðafjánnála, sem verið hefur í Evrópu að lokinni heimsstyrjöld- inni fyrri og allt til þessa dags. I umróti eftir- stríðsáranna fyrri kom hann föstu skipulagi á fjármál Þýzkalands, sem komin voru í fullkomið öngþveiti, og beitti þá nýjum aðferðum, sem fóru íullkomlega í bága við hefðbundnar venjur og kenningar fyrri tíma. Hann var gerður að bankastjóra ríkisbankans þýzka og stjórnaði honum um árabil með þeim myndugleik og festu að við var brugðið. Hann benti fyi’stur manna á þau efnahagslegu vandamál og þær hættur, sem fjármálakerfi álfunnar voru búnar og fólgnar voru í hinum gífurlegu skaðabóta- kröfum, senx gerðar voru til Þýzkalands að styrjöldinni lokinni. Það hefur kastað nokkrum skugga á þennan stórbrotna mann, að það var hann, sem með fjármálavizku sinni og reynslu, liélt fjárhagskerfi Hitlers í skorðum og hafði með höndum yfirstjórn fjármögnunar hins gífur- lega vígbúnaðar Þýzkalands fyrir heimsstyrjöld- ina síðari. Fyrir aðild sína á þessu sviði var hann dreginn fyrir stríðsglæpamannadómstóhnn í Niirnberg, en hlaut þar fulla sýknu og uppi-eisn æru sinnar. Og eftir því sem öldur tilfinning- anna hafa hjaðnað, hefur hann aftur hlotið við- urkenningu sem einn af slyngustu íjármálamönn- um þessarar aldar. Hefur hann á nndanförnum árum verið íenginn til ýmissa landa til leiðbein- inga og ráðagerða um fjárhágsmál, meðal annars til Egyptalands og Indónesíu. — Nýtur hann nú mikillar vrðingar, og eru ráð hans hvarvetna vel þegin. Dr. Schacht er nú merri áttræður að aldri. Þrátt fyrir mikið andstreymi og harða baráttu hin síðari ár, er hann enn við fulla heilsu. Starfsþrek hans er óbilað og hefur hann nú á elliárum stofnað mikilsmetinn banka í Dússeldoi-f í Vestur-Þýzkalandi. Sýnir það bezt, hver þróttur býr með þessum manni. Dr. Schacht hefur ritað mai-gt á langri ævi. Að sjálfsögðu fyrst og fremst um fjármál og hagíræðileg efni, en einnig um bókmenntir og fagrar listir. Og á síðastliðnu ári gaf liann út endurminningar sín- ar, og nefnir hann þær „7ö Jahre meines Lebens“, þ. e. 76 ár æ\d rninnar. Kennir þar svo sem vænta má margra grasa og má heita, að þær séu um leið fjármálasaga álfunnar um nærri 30 ára skeið. Engin tök eru á því að rekja hér efni þessarar bókar, enda er hún nærri 700 þétt- prentaðár blaðsíður að stærð. En það, sem kemur mér til að minnast á þær hér, er að í 36. kafla bókar sinnar ræðir hann um för sína til Indó- nesíu og þau ráð, sem hann veitti hinu unga indónesiska lýðveldi. Með því að mér virðast þessar hugleiðingar hans um efnahagsmál Indó- FIXJÁLS VEIIZLUN 63

x

Frjáls verslun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.