Frjáls verslun - 01.06.1954, Page 18
V erzlunarmannaf élag
Hafnarfjarðar
25 ára
Haraldur Guðmundxson,
jnrm. Verzlunarmannajélags
IJafnarfjarðar
Verzlunarmannafélag Hafnarfjarðar minntist
tuttugu og fimm ára afmæiis síns í nóvember 1953.
Voru þar meðal annars fluttir þættir úr sögu félags-
ins, sem Ólafur Þ. Kristjánsson tók saman, og fer
hér á eftir úrdráttur úr þeim.
Stofnfundur Verzlunarmannafélags Hafnar-
fjarðar var haldinn 28. júní 1028. Fundarstjóri
var Jón Mathiesen, kaupmaður, en fundarritari
Valdimar Long, verzlunarmað'ur, síðar kaup-
maður.
Svo er að sjá, að verzlunarmannasamtökin í
Reykjavík hafi átt nokkurn þátt í stofnun fé-
lagsins. Þá hafði nýlega verið stofnað Samband
verzlunarmannafélaga á Islandi, og lagði það að
vonum áherzlu á, að stofnuð væru verzlunar-
mannafélög á sem flestum stöðum á landinu.
Var því eðlilegt, að verzlunarmenn í Reykjavík,
þar sem samtökin voru öflugust, ýttu undir ná-
granna sína, Hafnfirðingana, um stofnun slíks
félags og væru með í ráðum um þær fram-
kvæmdir. Voru fimm menn þaðan staddir á
stofnfundinum, og hafði Egill Guttormsson orð
fyrir þeim.
Samþykkt voru lög fvrir félagið og ákveðið
að ganga í Samband verzlunarmannafélaga á Ts-
landi. Stjórn var kosin, og skipuðu hana ]>eir
Jón Mathiesen, formaður, Eyjólfur Kristjánsson,
Jón Gestur Vigfússon, Sigurður Magnússon og
Valdimar Long. Sat hún til aðalfundar 9. marz
1029. Þá varð Eyjólfur Kristjánsson formaður,
en með honum í stjórninni voru Friðbjörg Krist-
jánsdóttir (ritarij, Jóhannes Gunnarsson (gjald-
keri), Rergþóra Nýborg og Sesselja Kjærnested.
Störf félagsins fyrstu árin virðast einkum hafa
verið fólgin í að auka kynningu félagsmanna inn-
byrðis og þekkingu þeirra á ýmsum málum, er
verzlunarstéttina varðaði ekki síður en aðra
þegna þjóðfélagsins. Þannig var t. d. samþykkt
að fá Jón Þorláksson suður í Hafnarfjörð til þess
að flytja þar erindi um gengismál, er hann hafði
áður flutt á þingi Verzlunarmannasambandsins.
Einnig tók félagið þátt í störfum sambandsins,
en það hafði þá til meðferðar ýmis nauðsynja-
mál verzlunarstéttarinnar, svo sem verzlunar-
nám og atvinnuréttindi verzlunarmanna.
Um tilgang félagsins segir svo í elztu lögum
þess, sem til eru (frá 11. okt. 19311, að hann
sé „að vinna að nánari viðkynningu og skipu-
lagsbundnum samtökum meðal verzlunarþjóna
og kappkosta að efla, styrkja og mennta verzl-
unarstétt landsins af fremsta megni“. Þessum
tilgangi vildi félagið reyna að ná
a) með því að vera vakandi fyrir öllu því,
sem gæti orðið til viðreisnar og framfara verzl-
unarstéttinni,
b) með því að vinna á heilbrigðum grundvelli
að því, að' betra skipulag komist á í launakjör-
um og störfum verzlunarmanna,
c) með því að halda fundi svo oft á félags-
árinu sem atvik leyfa og þörf gerist um mál-
efni, sem séu fræðandi og heillavænleg fyrir
verzlunarstétt landsins“.
Segja má, að félagið hafi starfað samkvæmt
þessum tilgangi sínum og starfi enn, þótt við-
fangsefnin hafi vitanlega að ýmsu breytzt á
þeim tiltölulega langa tíma, síðan þessi lög voru
samþykkt.
Félagið hefur unnið að nánari viðkynningu
meðal verzlunarfólksins með fundahöldum og
öðrum samkomum, jafnvel sameiginlegum ferða-
lögum.
Félagið hefur reynt að mennta verzlunarstétt-
ina í Hafnarfirði meðal annars með námskeið-
70
FRJÁLS VEUZLUN