Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.06.1954, Side 24

Frjáls verslun - 01.06.1954, Side 24
— Þetta er eintóm blekking. 1 verðlistanum var jalleg stúlka í kjólnum. — „Já,“ sagði móðirin og var hin hreyknasta, „dóttir mín er sérs'taklega vel að sér í tungumál- um.“ „Talar hún góða frönsku?“ spurði nágranninn. „Prýðilega,“ svaraði móðirin. „Hún talar hana með þessari fínu Parísarmállýzku.“ „Og hvernig er ítalskan?“ „Þú gætir svarið fyrir að hún væri fædd í Róm.“ „En spánskan?“ „Það taka hana nú bara allir fyrir Spánverja." „Talar hún kannske líka esperanto?“ „Esperanto? Eg er nú hrædd um það — hún talar hana nú bara eins og hún væri innfædd." ★ Hann: „Ástin mín, er ég nógu góður fyrir þig?“ Hún: „Nei. En þú ert of góður fyrir nokkra aðra.“ „Ilver er þessi hræðilega Ijóta kona, sem situr þarna ein síns liðs?“ spurði gesturinn húsbónd- ann. „Það vill nú svo til, að þetta er systir mín,“ svaraði húsbóndinn. „Auðvitað,“ sagði gesturinn í miklu fáti, „ég tók ekki eftir því, livað þið eruð lík.“ ★ Tveir kunningjar ræddu það sín á milli, hvern- ig' þeir hefðu farið að því að vera ógiftir öll þessi ár. „Hvað heldurðu að komið hafi fyrir mig fyrir nokkrum dögum síðan?“ sagði annar þeirra. „Eg hitti unga stúlku og það var bara ást við fyrstu sýn.“ „Nú,“ sagði hinn kunninginn, „af hverju kvæntistu þá ekki?“ „Eg virti hana fyrir mér í annað sinn.“ ★ Lítill snáði við föður sinn: „Eg vildi að þú leyfðir mömmu að keyra. Það er miklu meira spennandi ★ „Læknirinn minn hefur stranglega bannað mér að matreiða nokkuð að sinni.“ „Ertu veik?“ „Nei, en maðurinn minn er veikur.“ ------------------------------------------------> „FRJÁLS VERZLUN” Utyefandi: Vei-zhmarmannafélag Reykjavíkur. FormaSur: Guðjón Einarssou. Ritstjórar: Gunnar IVragnússon og Njáll Símonarson. Ritnefnd: Birgir Kjaran, formaður, Gunnar Magnússon, Ing\rar N. Pálsson, Njáll Símonarson, Olafur I. Hannesson, Oliver Steinn Jóliannesson og Þor- björu Guðmundsson. Skrifstofa: Vonarstræti 4, 3. liæð, Reykjavík. Sími 5293. VÍKINCSPRENT >_________________________J_____________________J 76 FR.TÁLS VERZLUN

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.