Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.08.1955, Blaðsíða 3

Frjáls verslun - 01.08.1955, Blaðsíða 3
Walter H. Channing: Starfsskipulag í vefnaðar- og fatnaðarverzlun WALTER H. CHANNING, sölustjóri hjó Crowley Milner & Co., Detroit. Byrjaði sem sölumaður 1922 hjá sama fyrirtæki, en tók sér hvíld frá störfum 1954 eftir 32 ára starf. Formaður félags karl- manna- og drengjafataframleiðenda (N.R.D.G.A.). Varaformaður og í stjórn félags fatnaðar- og vefn- aðarsmásala Michigan-ríkis. Hefur heimsótt nokk- ur Evrópuönd 1951 og 1954. SÉRGREIN: VEFNAÐAR- OG FATNAÐARVARA (Textile and Apparel). ^________________________________________________J Gott skipulag verzlunar eða búðardeildar liefst með því að gera fjölda smáatriða vel. Hlýja, áhugasemi og reynsla, sem menn leggja í starf sitt í þágu verzlunar, styður að velgengni henn- ar. Því meira sem við gerum af því, sem rétt er, og því betur sem við gerum það, því betur mun ganga. Aður en rætt verður um starfsskipulag, þurf- um við að taka nokkrar áríðandi ákvarðanir um verzlunina. 1. Hvers konar verzlun er leitast við að reka? 2. Á hvaða sviði ætlum við að skara fram úr? 3. Hvaða vörur á að selja og við hvaða verði? Á þessu^tigi málsins ber að viðurkenna eina staðreynd — við getum ekki verið öllum allt. Við þurfum að ákvarða á hvað við eigum helzt að leggja áherzlu, — lágt verðlag — miðlungs verðlag eða hátt verðlag. Þegar stefnan hefur verið ákveðin, þarf að vinna mjög að því að öðlast góðan orðstír með því að sameina hinar þrjár höfuðdyggðir alls viðskiptalífs — sannleiksást, heiðarleika og kurteisi í daglegri umgengni, þannig að við- skiptavinir okkar beri til okkar traust og vin- áttuhug, svo að þeir vilji ekki aðeins halda á pökkum verzlunar vorrar vegna þess, að þeir séu svo fallegir (og gæta ber þess, að útbúa fallega. vörupakka), heldur einnig vegna þess, að vör- urnar í þeim séu smekklegar, samkvæmt nýjustu tízku og verðmætar, samanborið við það, sem greitt hefur verið fyrir þær. Það óáþreifanlega er næsta jafn áríðandi fyrir afkomu verzlunar- innar og vörurnar sjálfar. Á 'hverjum degi býðst tælcifæri til að auka sölu og fjölga vinum verzlunarinnar. Og hvers vegna það? Vegna þess, að viðskiptavinurinn, sem kaupir, hagar innkaupum eftir árstíðum, og hefur tilhneigingu til að endurtaka það sama ár frá ári með mjög litlum breytingum, þrátt fyrir fjárhagskreppur, yfirdrifnar tekjur og jafnvel styrjaldir. Notfærum við okkur þessar innkaupa- venjur viðskiptavinanna, sem eru sölutækifæri okkar? Eða höfum við orðið að bráð öðru hvoru meginvandamáli smásöluverzlnnarinnar, sem eru afieiðingar: 1. Of mikilla birgða. 2. Of gamalla vara. Ef svo er, hvað getum við gert til að lagfæra ástandið? Of miklar birgðir myndast vegna of mikilla innkaupa og lélegs skipulags, og afleiðingin verð- ur jafnan, að of iitlar birgðir verða til af vör- um, sem eftirspurn er eftir, og eftir verða ein- göngu gamlar vörur. Svarið við of miklum birgð- um er rétt innkaupaáætlun. Engin vefnaðar- vöru- eða fatnaðarverzlun er of lítil að gera slíka áætlun, og engin þeirra getur vonazt eftir bezta árangri án hennar. Innkaupaáætlun þessi ætti að grundvallast á góðri söluáætlun. Þá munum við hvorki van- meta, getu okkar né líta á möguleikana með of mikiili bjartsýni. í innkaupaáætiun þessari þarf að taka tillit til væntanlegrar verðlækkunar, til birgða og veltu, en ef vel er á haldið, má búast við hagkvæmum rekstri. Frekar verður rætt um þetta síðar. Það getur haft mjög alvariegar afleiðingar, ef gamlar vörur safnast fyrir vegna of mikilla birgða og á það sérstakalega við um vefnaðar- vöru og fatnað. Kvenfatnaður er ekki notaður þar til hann er orðinn slitinn, en liann fer úr tízku. Fáeinar vikur geta breytt sérstakri kjóla- tízku. Þess vegna gerir gamall og lítt söluhæfur kjóll ekki annað en að binda fé og eyðileggja orðstí verzlunarinnar. FRJÁLS VERZLUN 115

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.