Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.08.1955, Blaðsíða 5

Frjáls verslun - 01.08.1955, Blaðsíða 5
á hvaða varning eigi að leggja áherzlu og hvernig gengið sé úr skugga um, hvaða sérstakar vöx*ur seljist fljótt. 1. Með því að sundurgreina söluna. 2. Með upplýsingum frá öðrum búðum. 3. Með því að tala við framleiðendur og spyrja þá, hvað seljist bezt. Árangurinn af þeirri vinnu, sem lögð er í að selja sérstakar vörur, er ríkulegur. í minni verzl- un höfð'um við skrá yfir það, sem bezt seldist og athuguðum þær tvisvar í mánuði til að ganga úr skugga um, að við næðum eins mikilli sölu og hægt væri. Leitinni að nýjum vöi-utegundum og leitinni að leiðunum til að selja þær, sem fyrir eru, linnir aldrei. Þetta minnir mig á vöxt sportfatnað'ar- framleiðslunnar, ekki einungis í Bandaríkjunum, heldur og uixi víða veröld. Vöxtuiánn hefur ver- ið undi’averður síðan 1930. Hann sýnir hvert stefnir í Ameríku í dag. Styttri vinnuvika, bætt tækni til að auðvelda lífið, meiri hvíldartími — allt þetta hefur haft áhrif á vöxt sportfatnaðar- framleiðslunnar. Sportfatnaður nær til allra verðflokka og ým- issa vörutegunda, t. d. kjóla, dragta, jakka, peysa, 'blússna, pilsa, buxna, skófatnaðar, leik- fata alls konar og einnig flíka, sem seldar eru sér, en henta saman, eins og blússna, jakka og pilsa. Fyrir tuttugu árum þekktist sportfatnað- ur ekki sem slíkur. Notfærið þið ykkur þessa aukningu sport- fatnaðarviðskiptanna? Seinna munum við' ræða aukna sölumöguleika þein*a vörutegunda, sem eðlilega seljast saman, t. d. karlmannaskyrtur, bindi og vasaklúta, ermfremur kvenpeysur, pils og blússur og metravara. Þessi flokkun vöruteg- unda til að auðvelda söluna, er aðeins ein af mörgum ódýrum hugmyndum til að bæta starfs- skipulagið. Við höfum komizt að _raun um, að' því betur, sem við grandskoðum „sölubækur“, er sýna vörur hinna ýmsu framleiðenda, þeim mun bet- ur gengur rekstuxámi. Við komumst jafnframt að því, að við töpum raunverulega á viðskipt- um við surna framleiðendur. Við hættum því að skipta við þá, og annað hvoi*t höldum okkur fast við okkar góðu framleiðendur eða leitum nýi’ra. í þessu sambandi hefur okkur fundizt ráðlegt að halda okkur við sem fæst vörumerki, en hafa þó gott úrval. Smáinnkaup hjá fjölda framleið- enda gei'ir heildarútlit vamingsins óæskilegt og veikir aðstöðu verzlunarinnar gagnvart þeim, sem vörurnar eru keyptar hjá. Einnig er óæskilegt að verzla í of möi*gum verðflokkum. Það hefur vissa og mjög ákveðna kosti að leggja áherzln á fáa verðflokka. 1. Það gerir viðskijitavininum hægt um vik að ganga fljótlega úr skugga um gæðaflokk- ana, vegna ,,vcrðstökksins“. 2. Það auðveldar söluna með því að útiloka rugling. 3. Það dregur venjulega úr nauðsynlegri fjár- festingu. 4. Það stuðlar að söluaðlöðun. Ekki er unnt að ræða bætt starfsskipulag án þess að víkja að því, livernig smásöludreifendur geta skipzt á upplýsingum. Sem betur fer er ekki mikið um atvinnuleyndai*mál þeirra á milli. Að- ferðir og rekstur eru yfirleitt eins og opin bók. Aðstoð má fá með því að biðja um hana eða lesa fagtímarit. Aðalhættan liggur í valinu á því, hvað kann að koma að notum, þannig að ekki sé farið út í liluti, sem ekki koma málinu við. Gagnkvæmar upplýsingar verzlana, sem ekki eru lceppinautar, tíðkast mjög í Bandaríkjun- um og raunar hefur hið gamla orðtak reynzt að vera í fullu gildi, að „sameinaðir stöndum vér“. Þetta hefur hjálpað okkur mjög, og við mæl- um með því, að þið sldptizt á uþplýsingum. Það þarf ekki að' vera kostnaðarsamt og það gefur góða raun, auk þess að vera leiðbeinandi um eigin rekstur. Ekki þarf spákonu til að segja fyrir um afdrif illa rekimiar verzlunar. Aukinn kostnaður og samkeppnin mun gera henni erfitt fyrir. Hins vegar er engin afsökun fyrir lélegum rekstri nú til dags, því vitað er, hvers reksturinn þarfnast, og þetta veit verzlunarfólk svo vel, að það er oft kærulaust um einföldustu hluti vegna kunnugleika síns á þeim. Eins og fyrr seg- ir, byggist gott starfsskipulag á því að gera mörg smáatriði vel. Að lokmn vildi ég geta vissra undirstöðuatriða góðrar smásöluverzlunar, sem bæta ættu rekst- urinn. Þau eru ekki tekin í þeirri röð, sem sýnir, hve áríðandi hvert þeirra um sig er, en að mín- um dómi eru þau áríðandi. 1. Verzlunin byggist .á hinum venjulega birgðavarningi. FRJÁLS VERZLUN 117

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.