Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.08.1955, Blaðsíða 22

Frjáls verslun - 01.08.1955, Blaðsíða 22
A RETTRI LEIÐ Framh. aí bls. 113. landi svo að teljandi sé. VERZLUNARRÁÐ ÍS- LANDS á því þakkir skilið iyrir að hafa fengið hingað til lands sérfróðan mann í þeim efnum, forstjóra Oslókauphallar, til þess að kynna starf- semi slíkra stofnana. Það væri vafalaust mjög æskilegt að til væri hér stofnun, er skráð gæti gengi verðbréfa og veitt ábyggilegar upplýsingar um verðsveiflur á heimsmarkaði, breytingar flutn- ingsgjalda, uppskeruhorfur, framleiðslumagn o. fl. Hitt er svo annað mál, hvort íslenzkt efnahagskerfi og félagaform er þannig vaxið í dag, að myndun slíkrar stofnunal• sé tímabær. En allavega hefur umrædd heimsókn vakið menn til hugsunar um þetta efni og er það þess vert, að nánar séu nú athugaðir möguleikar fyrir starfsgrundvelli kaup- hallar hér á landi. VERZLUNARSTÉTTIN hefur sýnt mikinn áhuga fyrir framangreindum heimsóknum og hafa fyrir- lestrar og námskeið í sambandi við þær verið afar fjölsótt; er það lofsamlegt og ber vott um framsækni stéttairnnar og vilja til úrbóta. En verzl- unarstéttin þarf að hagnýta þennan þekkingar- auka enn betur og blátt áfram að virkja eigin reynslu betur í þágu þeirra, sem eru að hefja göngu sína á verzlunarbrautinni og einnig til handa verzlunarfólkinu út um hina dreifðu byggðir lands- ins. UNGA FÓLKINU, sem nú sækir t. d. VERZLUN- ARSKÓLA ÍSLANDS, á að kynna þessi viðfangs- efni með því t. d. að láta því í té fjölritaðar þýð- ingar á íslenzku af fyrirlestrunum og að fela síðan kennurum skólans í hagfræði, vörufræði o. fl. að ræða nánar efni þeirra. VERZLUNARMANNAFÉLÖGIN ÚTI UM LAND ættu einnig að fá eintök af fyrirlestrunum til dreif- ingar meðal félaga sinna. Þó væri enn betra og árangursríkara, ef VERZLUNARMANNAFÉLAG REYKJAVÍKUR, Verzlunarráð íslands og Iðnaðar- málastofnun Islands, svo nokkrar stofnanir og fé- lagasamtök séu nefnd, tækju sig saman um að fá hæfa menn úr höfuðstaðnum, sem reynslu hafa í ýmsum greinum verzlunar eða eru sérmenntaðir á sviðum viðskiptalífsins, til þess að heimsækja félög verzlunarmanna og kaupmanna úti um land og halda þar námskeið eða fyrirlestra. Myndi slíkt örfa verzlunarstétt dreifbýlisins til framtaks og um- bóta og breyta verzlunarháttum alþjóð í hag. — Verzlunarstéttin er á réttri leið. Hún þarf að stíga fleiri spor í sömu átt. Skarð fyrir skildi Friðþjófur Ó. Johnson forstjóri í Reykjavík lézt 24. ágúst s.l. eftir að hafa háð langa og stranga baráttu við þann sjúkdóm, er dró hann til bana. Friðþjófur fæddist 17. marz 1909, sonur Ólafs stórkaupmanns Johnson og konu hans, Helgu Thorsteinsson. Naut hann góðrar menntunar í æsku, bæði 'hér heima og erlendis. Snenuna hneigðist hugur Friðþjófs að verzl- un, og tvítugur að aldri hóf hann að starfa við fyrirtæki föður síns, O. Johnson & Ivaaíber. Þeg- ar fyrirtækið var gert að hlutafélagi, árið' 1936, varð Friðþjófur einn af framkvæmdastjórum fé- iagsins. Gegndi hann því starfi, þar til hann varð frá að hverfa fyrir nokkrum mánuðum sökum vei'kinda. Segja má, að fáir menn hafi markað jafn djúp spor í þróunarsögu Veerzlunarmannafélags Reykjavíkur og Friðþjófur Ó. Johnson. Arið' 1939 var hann fenginn til að taka að sér for- mennsku í félaginu og með því hófst nýtt við- reisnartímabil í sögu þess. Býr V. R. enn og mun búa um langan aldur að því ötula og óeig- ingjama starfi, sem hann vann í þágu þess. Þeg- ar Friðþjófur lét af formennsku eftir þrjú ár, hafði hagur félagsins vaxið til mikilla muna og öll starfsemin fengið nýtt líf. Bar hann alla tíð hag V. R. fyrir brjósti og var ávallt hinn traustasti félagi. Vegna liinna miklu starfa lians í þágu félagsins ákvað' stjóm og heiðursfélaga- nefnd fyrir þrem árum að gera Friðþjóf að heið- ursfélaga V. R. Friðþjófur var mikill áhugamaður um flug- mál. Hann átti sæti í stjórn Flugfélags Islands í mörg ár og átti drjúgan þátt í uppbyggingu þess félags. Þá var hann skipaður í nefnd árið 1950, sem endurskoða átti bankalöggjöf lands- ins. Enda. þót Friðþjófur léti ekki mikið á sér bera opinberlega, þá er það auðsætt, að hann hefði verið hvarvetna vel til forystu fallinn. Er því öllum, er þekktu og kynntust Friðþjófi, sár harmur að fráfalli hans í blóma lífsins. Hinir mörgu vinir hans og félagar í V. R. samhryggjast eiginkonu hans, Ágústu og börn- unum tveim, Rafni og Þóru. Þeir þakka Frið- þjófi ómetanlegt starf í þágu félagsins um leið og minningin um góðan dreng er geymd en ekki gleymd. 134 frjáus vrcnzLUN

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.