Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.08.1955, Blaðsíða 21

Frjáls verslun - 01.08.1955, Blaðsíða 21
Verzlunin Liverpool í nýjum búningi <k Fyrsta sjálfsafgreidslubúðin í Reykjavtk Verzlunin Liverpool, er árum saman hafði aðsetur í Hafnar- stræti 5 hér í bæ, opnaði laugardaginn 1. okt. í nýjum og glæsilegum húsakynnum að Laugavegi 18 A. Er aðeins lokið við fyrstu hæð í væntanlegu 4—5 hæða verzlunar- og skrif- stofuhúsi, er Liverpool hyggst reisa, en ekki fékkst fjárfestingar- leyfi fyrir frekari framkvæmdum aS sinni. Verzlunin tók upp nýtt afgreiðslufyrirkomulag við opnun sölubúðarinnar. sjálfsalgreiðsluverzlun (self selection), og er það sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík. Verzlunarfyrirkomu- lag þetta ryður sér mjög til rúms víða um heim. Allar vörur eru verðmerktar og þannig fyrirkomið á hillum og lausum borðum, að sem auðveldast er fyrir viðskiptavininn að athuga þær. Að loknu vali snýr viðskiptavinurinn sér til af- greiðslufólks, sem sér um innpökkun og aðra fyrirgrelðslu, sem óskað er eftir, en einnig getur hann sjálfur farið með vöruna að umbúðarborði, þar sem búið er um hana og tekið á móti andvirði hennar. í innréttingu verzlunarinnar er höfuðáherzla lögð á hreyfan- leika og er fyrirvaralaust hægt að breyta uppsetningu á vegg- hillum og staðsetningu sýningartækja á gólfi. Einnig er sér- stakt gólflagnakerfi fyrir rafmagn og síma. þannig að fyrir- hafnarlítið er hægt að taka upp úr gólfinu síma- og raflagnir þar sem hentar hverju sinni. Verzlunin er hin smekklegasta að öllum frágangi og til fyrir- myndar, en uppdrætti og aðalumsjón með verkinu annaðist Hannes Kr. Davíðsson, arkitekt. Framkvæmdastjóri og eigandi verzlunarinnar Liverpool er Páll Sæmundsson. FUJALS VERZLUN 133

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.