Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.08.1955, Blaðsíða 26

Frjáls verslun - 01.08.1955, Blaðsíða 26
ÞórSur Jónsson, cand. mag.: Coghill og fjársala íslendinga „ . . . IJað má fullyrða, að betri hvalreki liefir aldrei að ströndum landsins komið, heldur en ]>egar Coghill og ielagi lians, [Robert] Slimon, komu til landsins“.l) John Coghill I Sala á bæði lifandi hrossum og sauðfé á fæti til Englands 'hófst eftir miðja nítjándu öld. Inn- anríkisráðherrann danski, P. G. Bang, hafði að' vísu árið 1851 leyft Englendingum að kaupa hross á íslandi. En þá reis Knudtzon kaupmað- ur til andstöðu og kærði þetta brot á verzlunar- lögunum. Verzlunarfrelsið lilaut hér að marka tímamót. Þeir örðugleikar voru í fyrstu á þessum fram- kvæmdum, a) að' sjóleið var löng og mjög erfið skepnunum, b) að peninga þurfti að sækja til Danmerkur, og loks c) kom fram andstaða við fjársöluna á meðal íslendinga sjálfra, svo sem hjá Jens rektor Sigurðssyni, Jóni landlækni Hjaltalín og Jóni ritstjóra Guðmundssyni. Og jafnvel hjá bændum sjálfum árið 1872, þar sem þeir játa, að kvikfjárútflutningurinn geti orðið' „búskap vorum og afkomu óefað til foráttu, ef slíkt færi að tíðkast og færi í vöxt árlega“, kváðu hrossasöluna undanfarin 10 ár staðfesta þetta. „En livað er þó lirossasalan hjá takmarka- lausri förgun búsmalans og bjargargripanna“.2) Jón Sigurðsson skrifaði líka Eiríki Magnússyni, bókaverð'i í Cambridge, á þessa leið 18. nóvem- bermánaðar 1866: ,,Land::r vorir eru líka, eins og vant er, sárir á matnum, því það er stund- um eins og hvorki megi selja né kaupa, heldur á það allt að vera ,í landimú og fara ekki út úr því“.3) Sauðfjársala og útflutningur hrossa fer fram að nokkru samtímis Vesturheimsflutningum. Hafi mönnum því með réttu þótt illa farið, að sauðfé, sjálf matvaran, var flutt út, hélzt slíkt í hendur við' fólksútflutninginn. Hvort hann samsvaraði skepnusölunni, er aftur annað mál. Menn sáu þó glögglega, þegar fram leið, hverj- um búhnykk hlaut að stafa frá fjársölu til Eng- lands, er ókleiít var að ísverja kjöt alla leiðina. Eyrstu stórtilraunir á fjársölu árið 1866 fóru að vísu hraparlega. Stóðu Islendingar að þehn í framkvæmd og urð'u óheppnir. Fjársala til Englands hefst aftur árið 1872. H Útflutt sauðfé er framan af örfátt móts við lirossin, er seld voru utan: Lifandi hross: 1869 1870 1871 1872 1873 1874 1875 1876 1877 534 975 1148 2417 2865 50 1388 1958 1243 Lifandi sauðfé: 1869 1870 1871 1872 1873 1874 1875 1876 1877 1 12 586 112 897 10 605 1290 2594*) Það er því ekki fyrr en árið 1877, að sauð- kindurnar verða hér fleiri en hrossin. En síðan fer sala lifandi sauðfjár mjög vaxandi, sérstak- lega árið 1880 (11.936) og 1882 (20.826). Vegna „harða vorsins“ 1882 þverr þessi útflutningur um ríflega helming á næsta ári, eifcvex síðan að nýju, nemur 35.539 sauðkindum árið 1890 og kemst ja.fnvel í 52.200 fjár árið 1894. En á því 138 FRJÁLS VERZLUN

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.