Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.08.1955, Blaðsíða 6

Frjáls verslun - 01.08.1955, Blaðsíða 6
2. Lítið á verzlun yðar frá sjónarmiði við- skiptavinanna. 3. Mætið' samkeppninni. 4. Vitið, hverjir eru beztu verðflokkarnir. 5. Gerið verðlækkanir á réttum tíma. 6. I»ið getið ekki bjargað ykkur út úr mis- tökum með auglýsingum. 7. Samhæfa ber aðgerðir og tíma. 8. Kaupið ekki of mikið inn. í). Gætið að fjármagni yðar. 10. Góður rekstur byggist á góðu skipulagi. 11. Þekkið samkeppnina. 12. Verið sannleikanum samkvæmir. 13. Hafið hugfast, að smekkvísi verður ekki rnetin til peninga, 14. Standið' við orð yðar. 15. Verið góður kennari. 16. Verið stjórnandi. Glenn H. Bridgeman: Auglýsinga- og kynningaraðferðir r---------------------------------------------------------A GLENN H. BRIDGEMAN, aulýsinga- og söluað- löðunarsórfræðingur (sales-promotion specialist). Staríaði í mörg ár hjá I. C. Penney Co., sem er eitt stærsta smásölufyrirtæki í Bandaríkjunum. Hann hefur mikla reynslu á sviði auglýsinga, söluaðlöðunar, sýnitækni og sjálfsvalsverzlunar og hefur starfað við mörg meiri háttar fyrirtæki í þessum greinum. Hefur starfað á vegum fram- leiðniráðs í mörgum Evrópulöndum. SÉRGREIN: AUGLÝSINGAR OG SÝNITÆKNI (Advertising and Display). ^_________________________________________________________J í kvöld ætla ég mér ekki að tala um auglýs- ingar frá vísindalegu sjónarmiði, því að ég er hagsýnn og hef fengizt við smásöIuVerzlun alla æfina, Ég ætla að tala um hins gagnlegu hlið auglýsinga eins og hún snýr að ykkur1 stéttai-- systkinum mínum. Ef þið' óskið eftir að bera fram fyrirspurnir eða fá frekari upplýsingar um einhver atriði fyrirlestursins að loknu máli mínu, vona ég, að þið skrifið spurningarnar á miðana, sem þið haíið fengið, og áðúr en kvöldnámskeið- inu lýkur, munum við svara þeim fyrir ykkur. Áður en við snúum okkur að auglýsingum sem slíkum, vildi ég benda á eitt atriði, og það er skilningur kaupmannsins á valdi og áhrifum ánægðs við'skiptavinar. Engin verzlun getur þrifizt, nema eitthvað sé selt og viðskiptavinirnir séu ánægðir með það. Slíkur viðskiptavinur hef- ur þó nokkurt auglýsingagildi. Ef þið' skiljið þetta til fullnustu, er ég viss um, að þið munið setja bros, góða þjónustu og ánægju inn í sérhvem pakka, sem þið pakkið' og afhendið yfir búðar- borðið. Ef til vill hafið þið ekki hugsað út í það, að ánægður viðskiptavinur er góð auglýsing, en mér finnst allt, sem þið getið gert til að afla aukinna viðskipta, sé góð auglýsing. Það er allt- af eitthvað fleira, sem þið getið gert, ef 'þið leit- ið að verkefninu og framkvæmið. Verzlun yðar, skínandi búðarborðin með varn- ingnum, sem nemur miklu verðmæti, afgreiðslu- fólkið, reiðubúið og viljugt til að sinna viðskipta- vinum, eru eins og falleg, ný bifreið með glamp- andi krómi, skínandi gljáa. og aflmikilli vél. Bif- reiðin er algjörlega ónothæf, þar til benzín er sett á hana. Jæja, auglýsingar eru benzínið í við- skiptalífinu — áfellizt ekki bifreiðina., ef hún hættir að ganga án þess. Augiýsingar eru eitt hið mesta, afl í heiminum í dag. Þér munuð kom- ast að raun um, að það er arðvænlegt að auka auglýsingastarfsemina. Að hvaða leyti geta auglýsingar þá hjálpað ykkur? Hverju eigum við að svara efablöndnum verzluna.reiganda, sem spyr: Hvers vegna skyldi ég auglýsa? — Það kostar mikla peninga. Hvers vegna ætti ég að kosta til gluggasýn- inga? — Oft verða vörumar óhreinar, og ég neyðist til að selja þær við niðursettu verði. Hvers vegna ætti ég að hafa áhyggjur út af útlitinu á verzluninni? — Fólk biður um það, sem það þarfnast, þegar það kemur inn í verzl- unina. Hvers vegna ætti ég að eyða mikhun tíma í að ráða og æfa lærfinga, ég get ekki 'betur en fengið' þá til að pakka vörunum réttilega inn? 118 FRJÁDS VERZLUN

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.