Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.08.1955, Blaðsíða 15

Frjáls verslun - 01.08.1955, Blaðsíða 15
Þorstdnn Jónsson Kúld verzlunarhús Silla & Valda í Aðalstræti 8) auk allra útistandandi verzlunarskulda, og var þetta allt selt á 2500 rd. — Nokkrum árum síðar reisti svo Sveinbjörn verzlun sína úr rústum, og hét hún þá Svein- björn Jacobsson & Co., og var Þórður Guðjohn- sen, síðar á Húsavík, verzlunarstjóri hans, þá ungur maður. Sveinbjörn var þá kominn í verzl- unarfélag við Englendinga. Rak hann þá stóra verzlun í bili, fékk t. d. sumarið' 1867 fimm kaupför hlaðin vörum, 2 hlaðin kolum frá Skot- landi, 2 með timbur frá Svíþjóð, og 1 með salt frá Liverpool. — Árið eftir lenti svo Sveinbjörn í ólgandi málaferlum við útlenda skiptavini sína og lánadrottna, og fékk hann þá danskan mál- færslumann með sér hingað til þess að standa með' sér í þeim erjum. En upp úr þessu varð hann svo gjaldþrota í annað sinn. — Annars er verzlunarsaga þessa manns harla athyglisverð, því að Sveinbjörn var dugnaðarmaður, framsýnn og framgjarn, en vantaði nægilegt veltufé til þess að geta náð stórgróða af verzlun sinni. — Mun ég rita sérstakan kafla um Sveinbjörn kaup- mann Jakobsson og verzlun hans. — Þorsteinn Jónsson Kúld, kaupmaður, var merkur maður, gáfaður, glæsilegur og vel menntaður. Hann var líka vel ættaður. — Faðir hans var síra Jón Jónsson, prestur á Auðkúlu 1817—1826, sem áður hafði verið í Goðdölum, og þar var Þorsteinn kaupmað'ur fæddur 25. nóvember 1809. — Síra Jón á Auðkúlu var göf- ugra ætta. Faðir hans var Jón biskup Teitsson á Hólum og móðir hans, seinni kona biskups, var Margrét dóttir Finns biskups í Skálholti, sem Finsens-ættin er komin frá. Síra Jón á Auðkúlu var fæddur í Gau'lverja- bæ árið 1776, þar sem faðir lians var prestur, og var því ekki fullra 5 ára, þegar hann fluttist með foreldrum sínum norður að Hólum, árið’ 1780, þegar faðir hans var að flytja á biskups- stólinn, — en þá var til þess tekið hvað dreng- urinn var harður af sér og þolgóður í þeirri erfiðu ferð, yfir þvert Island. Það vildi nú svo illa til, *ið biskupslestin lenti í miklum hrakn- ingum á Kjalvegi. Hún var þá stödd á sömu slóðum og Reynistaðarbræður, og skall á hana sama stórhríðin, sem þeir urðu úti í, en biskup komst nauðuglega af fjöllunum með heimilisfóllc sitt og búslóð. — Jón biskup Teitsson naut ekki biskupstignar sinnar á Hólum nema eitt ár, en þá dó hann, og þá fór Jón litli 6 ára gamall aftur suður yfir fjöllin, suður í Skálholt, til móðurbróður síns, dr. Hannesar biskups Finnssonar, og ólst þar upp. — Það kom brátt í ljós, að Jón biskupsson- ur og biskupsfrændi var „bæði flugskarpur og námgjarn“, og var liann því ungur að fara að læra undir skóla og kenndi dr. Ilannes honum rnest sjálfur. Svo gekk honum vel í skóla, að þaðan útskrifaðist hann á 16. árinu, með bezta vitnisburði. — Síðan var hann með frænda sín- um, biskupnum, í vísitasíuferðum hans, og var talinn meðal hinna „ferðugustu stúdenta“. — Kona síra Jóns á Auðkúlu var Jórunn dóttir Þor- steins bónda Jónssonar á Skúfsstöðum í Lauga- dal, og bar Þorsteinn kaupmaður nafn móður- afa síns, sem hafði verið efnaður myndarbóndi. — Um foreldra Þorsteins kaupmanns, síra Jón á Auðkúlu og madömu Jónmni, er þetta sagt: Framh. á bls. 30. FRJÁLS VERZLUN 127

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.