Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.08.1955, Blaðsíða 19

Frjáls verslun - 01.08.1955, Blaðsíða 19
1838, Ljóðmæli Jóns Þorlákssoöar 1 og II, Khöl'n 1842—43, o. fl. ----o----- Þorsteinn kaupmaður hafði ávallt verið heilsu- liraustur maður og stóð nú á fimmtugu, en í byrjun nóvember 1859 tók hann snögglega sót’t, sem lagði hann í rúmið' og leiddi hann til dauða eftir hálfsmánaðar legu, 20. nóv. 1859. — Það var á sunnudegi kl. 11.45 fyrir hádegi, sem Þor- steinn kaupmaður gaf upp önd sína, og var dauðsfallið án tafar tilkynnt hinum setta fógeta, Hermanni E. Johnsen, síðar sýshunanni Rang- æinga, sem nú var settur fógeti í fjarvist Vil- hjálms Finsen. Hermann var skyldurækið yfir- Vald, þótt hann væri manna mildastur í dóm- um. Hann lét því ekki bíða að gefa sig að búi hins látna kaupmanns og gjöra nauðsynlegar ráðstafanir viðvíkjandi plöggum og eignum bús- ins, þar sem enginn náinn ættingi eða lögerfingi var nærstaddur, en Þorsteinn giftist aldrei og lét því ekki eftir sig neina ekkju. — Rúmum tveim tímum eftir að Þorsteinn kaupmaður var skilinn við, eða kl. 2, að aflokinni messugjörð í dómkirkjunni, var svo settur skiftaréttur í íbúð- arhúsi hans til þess að forsigla verzlunarhús og hirzlur hins framliðna, þangað til búið yrði skrif- að upp. Viðstaddir voru að sjálfsögðu réttarvitni og verzlunárfulltrúi Þorsteins, Jónas Jónasson, og eftir ósk Jónasar, konsúll Martin Smith kaup- maður, og loks Jón Guðmundsson, málaflutn- ingsmaður, til þess að gæta hagsmuna fjar- staddra erfingja. Gjörðabók réttarins hefst síðan á eftirfarandi bókun: „Allar þær bækur og pappírar er fundust í verzlun hins framliðna, eftir ávísun verzlunar- fulltrúa hans, voru látnar í einn kassa, þar var einnig látið lítið skrifpúlt tilheyrandi þeim dána. Síðan var kassinn krossbundinn og for- siglaður með réttarins innsigli og látinn standa í skrifstofuverelsi hins dána. Þangað voru einnig settar tvær commóður, sem voru þær einu hirzl- ur, sem fundust eftir liinn dána. — Síðan voru forsiglaðar aiiar dyr að verzlunarhúsunum, eftir að þangað voru fluttar allar þær hirzlur, sem funduzt í þeim hebergjum, sem hann bjó í. — I þeim herbergjum, sem sökum greftrunar hins framliðna voru látin óforsigluð, voru þessir munir: 1 soffa, 2 fjaðra, lennstólar, 6 fjaðrastól- ar, 1 klæðaskápur, 1 hornskápur, 1 mahogni- divanborð, 1 mahogni spila-borð, og bókaskápur með nokkrum ómerkilegum bókum, 1 stórt stofuúr. —“ Enginn var þarna lieimilismaður nema þjón- ustustúlka Þorsteins heitins, og var henni falið' að sjá um þessa muni þangað til búið yrði skrif- að upp. — Skiptaráðandinn fól svo Smith konsúl að sjá um og standa fyrir greftrun hins fram- liðna á hæfilegan og sómasamalegan hátt, og gjöra síðan á sínum tíma búinu reikning fyrir kostnaðinum. Jarðarför Þorsteins kaupmanns fór svo fram þann 29. nóvember og var hin veg- legasta. Líkfylgdin safnaðist saman á gildaskál- anum kl. 10.30 um morguninn og þaðan var haldið í Dómkirkjuna, en Þorsteinn er grafinn í kirkjugarðinum við Suðurgötu. Benedikt Gröndal, sem var erlendis, þegar Þorsteinn kaupmaður dó, segir frá því í Dægra- dvöl sinni (bls. 201), að við jarðarför hans hafi verið höfð alhnikil eyðsla. — Það vill nú svo vel til, að skiptaskjöl úr dánarbúinu eru til í þjóðskjalasafninu og gefa þau órækar upplýs- ingar um það hvernig erfisdrykkjan fór fram, og hver kostnaðurinn var við jarðarförina. — Þeg- ar fólkið kom saman í veitingaskálanum, þar sem nú stendur Herkastalinn, fyrir hádegi jarðar- farardaginn, var öllum þeiin. lconum sem körl- um, sem fylgdu Þorsteini til grafar, veit't af mikilli rausn og myndarskap, en reikningur Jörg- ensens veitingamanns ber ineð sér, hvað var borið á borð fyrir fólkið. Þar var súkkulaði og kaffi með Brúnsvíkurkökum handa öllum, en „tragtement“ eða veitingar til líkmannanna, var smurt brauð með toddy. Þegar svo komið var úr kirkjugarðinum, var allri líkfylgdinni boðið að koma við í veitingaskálanum, og var þar vei'tt portvín og madeira, eins og hver vildi drekka, en engir sterkari drykkir voru veittir, — hvorki danskt eða franskt brennivín (Cognac), enda mun víst enginn hafa orðið drukkinn. Alls voru drukknar þarna 76 flöskur af víni, og kost- aði flaskan 1 rd. og 2 sk. — Reikningur veit- ingamannsins var alls 126 rd. og 2 sk. — Smith konsúll gaf svo reikning yfir annan kostnað við jarðarförina, en það var m. a. 20 rd. til vöknkonunnar, sem vakti yfir líkinu með- an það stóð uppi, og til hringjarans 2 rd. Hverj- um líkmanni voru goldnir 4 rd., eða samtals 24 rd„ og skreyting dómkirkjunnar kostaði 12 rd. Presturinn fékk 44 rd. fyrir ræðuna og að kasta á rekunum, sem var eldcert smáræði, en hins- vegar tók konsúllinn aðeins 10 rd. fyrir sinn FKJÁLS VERZLUN 131

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.