Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.08.1955, Blaðsíða 31

Frjáls verslun - 01.08.1955, Blaðsíða 31
Austin - bifreiðaverksmiðjumar — 50 ára — Eitt stærsta og þekktasta bifreiðaframleiðslu- fyrirtæki Bretlands, The Austin Motor Com- pany, átti 50 ára afmæli 9. júlí s.l. Austin-bif- reiðar eru vel þekktar hér á landi og hafa ekið' um íslenzka vegi áratugum saman, en þær er annars að finna í öllum löndum heims. Bifreiða- tegund þessi hefur hvarvetna reynzt hið bezta, þótt öruggar, sparneytnar og sterkar. Stofnandi verksmiðjanna, Herbert Austin, var fæddur 1866. Aðeins 16 ára. að aldri fluttist hann til Ástralíu, lærði þar vélfræði og vann í ýmsum vélsmiðjum um nokkurra ára skeið. Til Englands hélt Herbert Austin aftur 27 ára að aldri, og árið 1895 smíðaði hann fyrstu bifreið- ina, þriggja hjóla vagn. Fleiri bila smíðaði hann á næstu árum, og árið 1905 stofnaði hann sitt eigið fyrirtæki og hóf framleiðslu bíla. Þau far- artæki voru þá enn í bernsku og þóttu ýmsum þau harla viðsjárverðir gripir í fyrstu. Efnin voru af skornum skammti og því allt í smáum stíl. Fyrsta árið unnu í verksmiðjunni í Longbridge, þar sem hún var staðsett og er enn, 250 manns og fra.mleidd voru 120 ökutæki, mestmegnis bifreiðar. Fyrirtækið óx ár frá ári og komst fljótt í fremstu röð brezkra bifreiðaframleiðenda. Nýjar og nýjar gerðir af Austin-bifveiðunum komu fram á markaðinn, er árin lið'u. Herbert Austin breytti þó aldrei útliti eða gerð bifreiðanna að ástæðu- lausu, heldur aðeins þar sem það var hagkvæm- ast og brýn nauðsyn bar til. Sjálfur va.r hann mikill uppfinningamaður og átti um 180 skráð einkaleyfi. Árið 1930 framJeiddu verksmið'jurnar 1000 farartæki á viku hverri og gerðin Anstin seven var orðin vinsælasta. bifreiðin í heiminum. Var Herbert Austin skömmu seinna aðlaður fyrir störf sín og atorku í bágu brezka bifreiðaiðnað- arins og gerður að barón. f heimsstyrjöldunum báðum unnu verksmiðj- urnar að framleiðslu hergagna fyrir brezku stjórnina. Gerð voru ógrynni af skotfærum, skriðdrekahlutum og sprengjuflugvélum, auk allra ökutækjanna í þágu hersins. Stofnandi verksmiðjanna, Austin lávarður, lézt 1941, og fjórum árum seinna tók núverandi framkvæmdastjóri, Sir Leonard P. Lord, við stjórn Austin-verksmiðjanna. f dag eru Austin-bifreiða.verksmiðjurnar orðnar að risastóru iðnfyrirtæki, sem hefur blómgazt og vaxið með hverju árinu, sem liðið hefur, og borið brezkum iðnaði gott vitni á er- lendum vettvangi. Verksmiðjurnar smíða. nú meir en 120 bifreið- ar á hverri klukkustund og starfsmenn eru yfir 20 þús. að tölu. Fram að fimmtugsafmælinu hafði verksmiðjan framleitt 2.320.000 bifreiðar og önnur ökutæki. Sézt glöggt af þessu, hve fyrir- tækið er orðið mikið að vöxtum á þessari hálfu öld, sem það hefur starfað. ^■«(8)»^—----- riðsk iptasamningur íslands og Kúpu Hinn 3. okt. var undirritaður í Washington viðskiptasamningur milli fslands og Kúbu, þar sem bæði löndin skulbinda sig til að veita hvort öðru beztu kjör, sem þau veita öðrum löndum, að því er snertir tolla og önnur aðflutningsgjöld af vöruinnflutningi frá hinu landinu. í samningnum er ennfremur gert ráð fyrir, að íslendingar kaupi strásykur og nokkrar aðrar vörur frá Kúbu, en selji þangað saltfisk, lýsi og fleiri afurðir. Flt J ÁLS VERZLUN 143

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.