Frjáls verslun - 01.08.1955, Blaðsíða 13
Sveinn Benediktsson, framkvæmdastjóri:
P^erÖmæti norÖanlandssíldar
í sumar
j--------------------------------------------.
FRJÁLS VERZLUN hefur leitað til Sveins
Benediktssonar, framkvæmdastjóra, for-
manns stjómar síldarverksmiðja ríkisins,
og beðið hann að lóta blaðinu í té stutt
yfirlit yfir afla og verðmæti síldveiðanna
fyrir Norðurlandi á s.l. sumri. Varð hann
góðfúslega við þeirri málaleitan og fer
yfirlitið hér á eftir.
I____________________________________________,
Verð á síld til söltunar og bræðslu norðan-
lands var nokkru hærra í sumar heldur en í
fyrra.
Verðið var sem hér segir:
1955: 1954:
Uppmæld tunna......... kr. 108.00 kr. 103.68
Uppsöltuð tunna .........— 145.80 — 140.40
Mál bræðslusíldar .... — 70.00 — 60.00
Hækkunin á fersksíldarverðinu á síld til sölt-
unar byggðist á því, að verð á fyrirfram seldri
síld til Svíþjóð'ar var hærra. en í fyrra. Var
hækkuninni að nokkru leyti varið til hækkunar
á fersksíl'dinni, en að nokkru til þess að mæta
auknum kostnaði vegna kauphækkana.
Hækkunin á bræðslusíldarverðinu stafar af
hækkuðu verði á síldarlýsi og síldarmjöli frá því
í fyrra.
Sala saltsíldar er eins og undanfarin ár í hönd-
um Síldarútvegsnefndar og eru aðal viðskipta-
löndin Finnland, Svíþjóð og Rússland.
Alls tóku þátt í veiðunum í sumar 132 skip á
móti 189 skipum í fyrra.
Heildarafli skipanna nam:
I salt 174.599 uppsaltaðar tunnur. (I fyrra
53.472 tunnur).
í bræðslu 24.911 mál. (í fyrra 124.287 mál).
I frystingu 11.408 uppmældar tunnur. (í fyrra
10.712 tunnur).
Verðmæti aflans upp úr sjó nam alls um 28
miljónum króna, en að útflutningsverðmæti
lauslega áætlað 65 miljónum króna.
Þótt aflamagnið, sem fékkst í sumar, sé ekki
samanlagt nema 22 þúsund tunnum og málum
meira en í fyrra, er verðmæti það, sem fékkst
fyrir síldina í sumar, samt miklu meira en í
fyrra, vegna hagfelldari nýtingar 'hennar. Einnig
er þess að gæta, að þessi afli fékkst á 132 skip
á móti 189 skipum í fyrra.
Meðalafli á skip (nót) nam í sumar 1554 tunn-
um og málum, en var sumarið 1944, síðasta
sumarið áður en aflabresturinn hófst, 12.829 mál
og tunnur, á smærri og ver búin skip.
Afkoma síldveiðiflotans var ekki góð í sumar,
en þó mun hafa verið betur á stað farið en heima
setið' hjá flestum skipunum.
Síldarverksmiðjurnar urðu allar fyrir stór-
kostlegu tapi vegna aflabrestsins, en afkoma
flestra söltunarstöðvanna mun væntanlega verða
sæmileg, en rekstur þeirra var óhagstæður í
fyrra.
Síldveiðin í sumar skapaði fjölda manna góða
atvinnu og þjóðarbúinu álitlegar gjaldeyristekj-
ur.
Síldin hélt sig fjærri landi í sumar eins og
undanfarin ár, en með aukinni tækni, síldarleit
flugvéla og „Ægis“, sem útbúinn er mjög full-
komnum asdictækjum, svo og fullkomnari út-
búnaði síldveiðiskipanna sjálfra, hefur að nokkru
tekizt að -sigrast á þeim örðugleikum, sem flótti
síldarinnar af grunnmiðum liefur skapað.
Víst er, að þessi sókn heldur áfram, þótt þar
sé að mæta mörgum Þrándum í Götu, sem erfitt
verður við að glíma.
FRJALS VERZLUN
125