Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.08.1955, Blaðsíða 23

Frjáls verslun - 01.08.1955, Blaðsíða 23
Friðþjófur Ó. Johnson Kveðja frá VR. Friðþjófur Ó. Johnson er látinn. Um leið og ég kveð hann í nafni Verzlunar- mannafélags Reykjavíkur, nota ég þetta tækifæri til að kveðja persónulegan vin minn og kæran skólabróður. Friðþjófur var víkingur að öllu því, er hann gekk til. Hann helgaði félaginu starfskrafta sína um langt skeið. Það var gæfa V. R. Þótt Friðþjófur hafi dáið fyrir aldur fram, þá markaði hann spor sín svo í sögu Verzlunar- mannafélagi Reykjavíkur, að þau verða seint af máð. Hann hafði forystu um ýmis framfaramál í sögu félagsins og lagði grundvöll að fjárhagsaf- komu þess, enda bera heimkynni V. R. þess ótví- rætt vitni í dag. Þá hafði hann og forystuna að stofnun tímarits félagsins, „FRJÁLS VERZLUN", sem um langan tíma var eina málgagn verzlun- arstéttarinnar hér á landi. Þann 13. nóvember 1953 voru honum þökkuð störfin í þágu félagsins með því, að hann var ein- róma kjörinn heiðursfélagi V. R., og er hann yngst- ur að árum þeirra, er hlotið hafa þá viðurkenn- ingu. Kæri vinur. Við þökkum þér störfin í þágu fé- lagsins og biðjum þér allrar blessunar. Geymum minningu þína sem góðs drengs, er öllum vildi gott gera. Far þú í friði. Guð blessi minningu þína. Innilegar samúðarlrveðjur sendum við ástvinum þínum. Guðjón Einarsson. Fundum okkar Friðþjófs Ó. Johnson bar fyrst saman fyrir um það bil tuttugu árum síðan. Þá urðum við samstarfsmenn í nokkur ár, bæði í stjóm V. R. og ýmsum þeim nefndum, sem starf- andi vom í félaginu. Strax við fyrstu kynni mín af Friðþjófi fékk ég óbilandi traust á honum og það traust brást ekki, hann var alltaf jafn ömggur og úrræðagóður í hverju máli, og það sem alveg sérstaklega gerði hann aðlaðandi, var Ijúfmennska hans og hin tak- markalausa lipurð til þess að leysa öll vandamál með góðvilja og sanngimi. Vinátta sú, sem myndaðist okkar á milli á þess- um árum, hélzt alla tíð eftir það, og ég tel það gæfu fyrir mig að hafa kynnzt slíkum mannkosta- manni sem Friðþjófi Ó. Johnson. E. G. Fn.TÁLS VERZLUN 135

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.