Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.08.1955, Blaðsíða 14

Frjáls verslun - 01.08.1955, Blaðsíða 14
Oscar Clausen: Innlendir koupmenn í Reykjavík, eftir að verzlunin varð frjáls 1854 Árið 1854, þegar verzlunin á Islandi var gefin frjáls að lögum, voru 14 verzlanir í Reykjavík. — Innlendir menn áttu 5 þeirra og ráku þær, en þær voru allar heldur smáar, sem eflaust var um að kenna vöntun rekstursfjár, en hinar 9 áttu danskir kaupmenn, sem réðu yfir nægu fjár- magni og þar með viðskiptunum. Islenzku kaupmennimir voru: Hannes St. Johnsen, Þorsteinn Johnsen Kúld, Sveinbjöm Jakobsen, Þorfinnur Jónatansen og Jón Mark- ússen. Allir höfðu þeir hnýtt „sen“ aftan við föðurnafnið í stað „son“, að þeirra tíma heldri manna sið, þó að þeir væru alíslenzkir, en þá þótti allt „fínt“, sem var danskt. Tveir þessara manna, þeir Hannes St. Johnsen og Þorsteinn Jónsson Kúld, voru, ún alls efa, merkustu og menntuðustu kaupmenn bæjarins á þeim árum, og ef til vill menntuðustu menn í kaupmannastétt bæjarins fyrr og síð'ar. Báðir voru þeir skóla- gengnir og höfðu tekið stúdentspróf og því bet- ur að sér, á almennan mælikvarða tekið, en venja var til um hversdagslega kaupmangara á þeim tímum, enda urðu þeir mikilsvirtir borgar- ar í bæjarfélaginu og komu mjög við mál Reykjavíkurbæjar um áratugi, og þó sérstaklega hinn fyrrnefndi. Hannesar naut líka lengur við. Hann varð fjörgamall maður, og dó ekki fyrr en 1885, en Þorsteinn varð' aðeins fimmtugur að aldri og dó í blóma lífsins árið 1859. Þá skal gjörð nokkur grein fyrir örlögum hinna fimm innlendu kaupmanna, sem ráku verzlanir í Reykjavík, þegar verzlunin var gefin frjáls. Enginn þeirra varð langær í stétt sinni, nema Hannes St. Johnsen. — Jón Markússon drukknaði með póstskipinu „Sölöven“ 27. nóv. 1857, en árið eftir (1858) keypti Kristján Þor- steinsson kaupmaður Sölubúð hans fyrir 1500 rd., en naut hennar ekki lengi, því að árið' eftir dó Kristján, en Guðrún Sveinsdóttir ekkja hans giftist svo Geir Zoega kaupmanni, og þannig komust verzlunarhús Jóns í hans eigu. — Þor- jinnur Jónatliansson var Skagfirðingur að ætt, sonur Jónathans bónda á Uppsölum í Skaga- firði. Hann verzlaði í húseigninni Aðalstræti nr. 1, sem kallað var Stýrimannshúsið, en hætti verzluninni 1861 og seldi húseign sína Eggert Waage kaupmanni fyrir 1600 rd. — Fór síðan norður í Skagafjörð og fór að búa, fyrst á Víði- mýri og síðan á Brenniborg, sem var eignarjörð hans, og þar dó hann gamall. Sveinbjöm Jalcobsson, kau'pmaður, var um marga hluti merkilegur maður. Hann var ættaður úr Njarðvíkum, af hinum fornu og merku útvegsbændaættum þar, frændi Svein- bjarnanna, Ásbjarnanna og Arinbjarnanna, sem verið hafa manna mest ráðandi á þessum slóð- um um aldaraðir. — Gáfaður maður, kjarkmik- ill og framtakssamur. Vann sér mikils álits á skömmum tíma fyrir dugnað sinn og var eitt sinn kosinn þingmaður Reykvíkinga, — Svein- björn var einn þeirra framkvæmdamanna, sem fór of geyst á stað og ætlaði sér ekki af, og byggði rekstur verzlunar sinnar á útlendu láns- trausti, sem svo brást, þegar kreppa kom ytra. Hann varð að gefast upp við verzlun sína á út- líðandi vetri 1858. — Verzlunarstjóri hjá Svein- birni var Matthías J. Matthiesen, afi Jóns kaup- manns í Hafnarfirð'i, merkur maður og dugmik- ill, en Sveinbjöm var mest í Kaupmannahöfn á vetrum. Þann 6. marz 1858 birtist auglýsing frá verzlunarstjóranum1) uin það, að Sveinbjöm hafi neyðzt til þess að framselja bú sitt til gjald- þrotaskipta „sakir hinna almennu verzlunar- vandræða og óhappa í útlöndum“. — Var svo verzlun hans lokað, og búið tekið til opinberra skipta. Tveim árum síðar keypti svo Waldemar Fischer kaupmað'ur húseignir Sveinbjamar á uppboði. Það vom verzlunarhús nr. 11 í Aðal- stræti, ásamt hálfri biskupsstofunni gömlu (þ. e. 1) Þjóðólfur X, G0. 126 FRJÁLS VERZLUN

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.