Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.08.1955, Blaðsíða 32

Frjáls verslun - 01.08.1955, Blaðsíða 32
f samkvæmi einu í Reykjavík var rætt um tóbaksbrúkun, og fordæmdu menn sérstaklega neftóbaksbrúkunina, einkum þó konur. Kona ein sneri sér að' neftóbaksmanni og seg- ir: „Já, þið eruð Ijótu sóðarnir; fyrst og fremst útatið þið nú alla klúta, og svo dreifið þið nef- tóbakin um öll borð og dúka“. Þá segir kona mannsins, stillt og rólega kona: „Já, og svo fer þetta í augun á manni“. ÍSLENZK FYNDNI. ★ Stefán Stefánsson kaupmaður á Norðfirði var fljótur maður í athöfnum og tilsvörum. Hann seldi með'al annars rökuð og bert sauðskinn eftir vigt. Eitt sinn kom maður nokkur að kaupa af honum skæðaskinn. Stefán vigtaði eitt skinn og fékk honum. Nú fer kaupandinn að fletta skinninu í sund- ur og sér, að það er götótt, og telur það gallaða vöru. „Nei“, segir Stefán. „Farðu með það. Götin vigta ekki neitt“. ÍSLENZK FYNDNI. ★ Á síðustu árum hafa risið upp hér í Reykja- vík nokkur hlutafélög, er hafa. tekið að sér að reisa stór fjölbýlishús, og eru íbúðirnar síðan seldar. Eitt 'þessara félaga nefnist Mannvirki h.f., og hóf það byggingarframkvæmdir sem önnur. Er lokið var við að steypa upp tvær hæðir hússins, stöðvuðust framkvæmdirnar og var svo um margra mánaða skeið. Fóru þá vænt- anlegir íbúðakaupendur að bera sig illa, og gár- ungar fundu upp nýtt orð á félagið og nefndu Mannraunir h.f. En einn rigningardag, eftir langt hlé, byrjuðu framkvæmdir að nýju. Voru menn þá fljótir til með nafngiftina, og síðan er fyrirtækið ávallt nefnt manna á meðal „Þrek- virki h.f.“ * „Ilcma jann cg loJcsins sJcýrsluna, Jicrra jorstjóri. E<7 Jiajði sett Jiana undir bóJcstajinn 0, þ. e. a. s. óraðað“. ★ Fyrsta daginn í skólanum skýrði kennarinn frá því, að ef einhver þyrfti að' fara fram í snyrti- herbergi, skyldi hann rétta upp tvo fingur. Lítill vandræðalegur snáði greip þá fram í mæðulega: — En hjálpar það nokkuð? „FRJÁLS VERZLUN" Útgefandi: Verzlunnrmannafélag Reykjavíkur. Formaður: Guðjón Einarsson. Ritstjórar: Gunnar Magnússon og Njáll Simonarson. Ritnefnd: liirgir Kjaran, formaður, Gunnar Magnússon, Ingvar N. Pálsson, Njáll Símonarson, Olafur I. Ilannesson, Oliver Steinn Jóhannesson og Pétur Sæmundsen. Skrijstofa: Vonarstræti 4, S. hæð, Reykjavík. Sfmi 520S. VÍKIN GSPRENT V J

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.