Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.08.1955, Blaðsíða 30

Frjáls verslun - 01.08.1955, Blaðsíða 30
VERZLUN HARALDAR ÁRNASONAR 40 ára Ein elzta og þekktasta verzlun Reykjavíkur átti 40 ára starfsafmæli 1. sept. s.l. Þann da.g fyrir fjórum áratugum hóf Haraldur kaupmaður Árnason verzlunarrekstur sinn. Keypti hann vöubirgðir vefnaðarvöruverzlunar Th. Thor- steinssonar, en hafði áður annast verzlunarstjórn þeirrar verzlunar um nokkurt skeið. Haraldur tók strax á unglingsárum að búa sig undir verzlunarstörf. Fékk hann fyrst tilsögn í bókfærslu og tungumálum um nokkra hríð, en sigldi að' því búnu til Englands. Starfaði hann þar við verzlunarstörf og stundaði skólanánr á kvöldum um þriggja ára skeið. Er heim kom, árið 1909, tók hann við stjórn verzlunarinnar „Dagsbrún“, er þá var nýstofnuð og hafði að- setur við Hverfisgötu. Síðan réðist hann til Th. Thorsteinssonar og starfaði þar, unz hann stofnsetti sína eigin verzl- un, eins og fyrr greinir. Var Haraldur þá aðeins 29 ára að aldri. Haraldur starfrækti verzlun sína fyrsta mánuðinn á sama stað og verzlun Th. Thorsteinssonar í Hafnarstræti 4, en í október- byrjun 1915 flutti hann verzlunina í Austur- stræti 22, hús gamla prestaskólans, þar sem hún er enn í dag til húsa. Hinn ungi, faglærði verzlunarmaður veitti nýju lífi og fjölbreytni inn í verzlunarháttu bæj- arins, og vakti verzlun hans mikla athygli fyrir smekkvísi, lipurð' og stjórnsemi. Verzlun Haraldar Árnasonar dafnaði jafnt og þétt, enda þótt allskonar viðskiptahöft gerðu kaupmönnum oft á tíðum erfitt um vik. Hann má telja frumkvöðul að því að opna augu al- mennings fyrir góðum varningi, og með vöru- vöndun sinni á fatnaði kenndi hann mönnum beinlínis smelcklegan og góðan klæðaburð. Fyrstu árin var einungis um smásöluverzlun að ræða, en síðan einnig beildsölu, og á árunum 1942—43 greindist verzlunin í tvö fyrirtæki, Haraldarbúð h.f. annars vegar og Haraldur Árnason, heildverzlun h.f. hins vegar. Er starf- semi þessara beggja. fyrirtækja að mestu rekin á sama stað og hún upprunalega var, Austur- stræti 22 og Lækjargötu 2, en þar er þegar fyrir löngu orðið mjög þröngt fyrir dyrum og athafna- riím lítið. Haraldur Árnason andaðist 8. okt. 1949, og var hverjum manni harmdauði, sem til þekkti. Hann gegndi miklum fjölda trúnaðarstarfa, bæði í þágu þess opinbera. og fyrir stétt sína. Var hann framúrskarandi húsbóndi starfs- manna sinna. Fjöldi manna hefur frá unga aldri alizt upp við verzlunarstörf í fyrirtæki hans og aldrei horfið þaðan á brott. Verzlun Haraldar Árnasonar 'hefur frá upp- hafi haft á sér það orð, að vöruvöndun og lipur og góð þjónusta sitji var ávallt í fyrirrúmi, enda hefur þangað valizt. gott starfsfólk, og forráða- menriirnir sj'álfir gert kröfu til þess eins og sjálfra sín, að sýna viðskiptamönnum lipurð og prúðmennsku. Þetta hefur átt sinn ríka þátt í því, að skapa verzluninni vinsældir og traust, ekki aðeins í Revkiavík. heldur og um land allt. FRJÁLfi VFRZLTJN óskar þessu vinsæla verzlunarfvrirtæki allra heilla. á 40 ára afmælinu os þakkar þann skerf, sem það hefur lagt af mörkum til bættra verzlunarhátta á þeim fjór- um áratugum, sem það hefur starfað hér í borg. 142 FltJAUS VERZLUN

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.