Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.08.1955, Blaðsíða 29

Frjáls verslun - 01.08.1955, Blaðsíða 29
VI Haustið 1896 var Coghill á leið' til Austfjarða frá útlöndum á fjártökuskipi Slimons, „Opal“. Andaðist hann þá í hafi S. októbermánaðar. Hinzta ósk hans hafði verið sú að verða fluttur til Islands og fengi leg í í-slenzkri mold. En vegna ofviðri-s og hjátrúar sjómanna varð því ekki komið við. Var því líki hans sökkt í sjó þrem dögum síðar — að venju sjómanna. Eftir fráfall Coghills fer útflutningur lifandi sauðfjár hraðminnkandi á næstu árurn: 22.351 árið 1897, en 6564 árið 1902.19) Hafði brezka stjórnin krafizt skýrslna héðan um heilbrigði í-s- lenzka sauðfjárins. Brezki ræðismaðurinn kvað fjárkláða vera landlægan á íslandi. Var þá bannað að flytja lifandi fé til Bretlands. Þó voru sauðir fluttir héðan til Englands um nokkur næstu ár, einkum frá Austurlandi. En þeim var slátrað í höfn, þar sem skipin lentu. Áður hafði það verið rekið' á beitilönd í Skotlandi og fitað þar af nýju eftir hrakninginn á hafinu. Indriði Einarsson segist hafa kviðið ákaflega fyrir -þessu innflutningsbanni og verið „hræddur um, að' afleiðingin yrði hin versta“.20) Sú varð og raunin á, að búskapurinn missti þessa tekju- lind og kom það niður á kaupfélögunum. „Eigi er einbáran stök“. Þetta sama ár var lands- skjálftasumarið mikla og hey-skoi’tur um haust- ið. Nú voru síðustu forvöð, og varð því tala útflutningsfjárins hin hæsta á öldinni. Tilvitnanir í heimildarrit: 1) Daníel Daníelsson: I áföngum, 6. bls. 2) Þjóðólfur, 24. ár, 125. bls. 3) Bréf Jóns Sigurðssonar, Nýtt safn, 81. bls. 4) Skýrslur um landsliagi, V. bd., 191., 438., 787. og 795. bls. — Stjómartíðindi fyrir ísland 1877, B-deild, 92. bls.; 1882 D-deild, 37. bls. 5) Stjórnartíðindi 1885, C-deild, 90. bls.; 1886, C-deild, 49. bls.; 1891, C-de.ild 13. bls.; 1895, C-deild, 73. bls.; 1897, C-deild, 320. bls. 6) Þjóðólfur, 22. ár, 113., 137. og 153. bls. 7) ísafold, XXIII. árg., 290. bls. (Andlátsfregn Coghills). 8) Tlior Jensen: Reynsluár (í skrásetning Valtýs Stefáns- sonar), 103.—104. bls. 9) I áföngum, 6. bls. 10) Reynsluár, 103. bls. 11) Stjómartíðindi 1885, C-deild, 120. bls. 12) I áföngum, 7. bls. 13) Tíminn, 39. árg., 134. tbl. 14) Revnsluár, 103. bls. 15) Þjóðólfur, 18. ár, 169. bls. 16) I áföngum, 6. bls. 17) Lesbók Mbl., XXX. órg., 194. bls. (Frásögn Thoru Frið- riksson). 18) ísafold, XII. árg., 157.—158. bls. 19) Stjórnartiðindi 1898, C-deild, 173. bls.; 1903, landshags- skýrslur, 387. bls. 20) Séð og lifað, 328. bls. f' 'A \.»* ? ri mmm ■ W ”? ■ i • U| .C Úr h0 ára afmœlishóji Verzlunar Ilaraldar Amasonar í I’jótSleikhiíshjallaranum 1. sept. s.l. FRJÁLS VERZLUN 141

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.