Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.08.1955, Blaðsíða 28

Frjáls verslun - 01.08.1955, Blaðsíða 28
skiptura. Hann var glaðlyndur og dró menn ekki á greiðslum, hvorki fyrir fé né vinnu. En þó mun meira vert um hitt, hver drengur hann reyndist þeim í raun. „Það má fullyrða, að Cog- hill hvatti bændur hér á landi til þess að fara að eins og enskir bændur, að spara sér millilið'i og kaupa nauðsynjar sínar í félagi“, er haft eftir Birni Sigfússyni alþingismanni á Komsá.13) Jón Daníelsson (d. voríð 1882) gekkst fyrir litlu pöntunarfélagi Húnvetninga með tilstyrk Coghills, enda óskuðu viðskiptamenn Coghills, að hann útvegaði þeim vörur frá Englandi. Safnaði hann þá pöntunum á ýmsum nauð- synjavörum og flutti hingað fyrstur svokallað „overhead“-hveiti. „Verð á vörum hans var yf- irleitt lægra en hjá kaupmönnum, er höfðu að- alviðskipti sín við Danmörku“.14) Coghill keypti og fé fyrir Louis Zöllner ræðis- mann í Newcastle, sem veitti kaupfélögunum ís- lenzku styrkan stuðning á uppvaxtarárum þeirra. En 'það hefur eigi staðið lengi, s’br. ávarp- ið 1885 (sjá síðar). Mælt er, að viðskipti þau, sem spruttu af sauðasölunni, hafi orðið til þess, að Kaupfélag Þingeyinga var stofnað og síðar önnur kaupfélög. Svo virðist sem Coghill hafi átt mestum vin- sældum að fagna í Húnavatnssýslu. Þótt þaðan sé flest frá honum sagt, verður að draga þessa ályktun af orðalaginu. En Coghill vandi hingað komur sínar um áratugi, svo að dæmin úr Húna- vatnssýslu mun fremur mega kalla táknræn en einangrað fyrirbrigði. Austur-Húnvetningar höfðu raunar fyrstir orðið til að ganga „í fé- lagsskap um að reyna að vinna Englendinga ti'l að fara hingað á gufuskipi ... til að kaupa af 'þeim skurðarsauði á velli og flytja lifandi til Englands“ (1866). Þeir vildu þó aðeins selja „gegn borgun út í hönd“, sauðina á 11—12 rd., en ekki á 13—14 rd. gegn 2—3 mánaða gjald- fresti. Annars stað'ar nyrðra var eigi lofað hærra verði en 10—11 rd.15) Má því vera, að Coghill og Húnvetningar hafi hér staðið nokkuð jafn- fætis um sviðskipti. Coghill var orðheldinn, traustur og hneinskil- inn, svo að um hann hefir ieikið hressandi and- rúmsloft. Kvenhollur var hann, og blótsemi hans er viðbrugðið. Komst 'hann „fljótlega upp á að skilja íslenzku, en lærði hana aldrei til lilítar nema blótsyrði; í því var enginn Islendingur honum slyngari . . .“16) Skulu hér talin nokkur dæmi um þetta hispurslausa orðbragð: „Allir andskota Þóroddsstaðir komnir liingað“. „Sæl nú, helvíta kerlingin. Er bölvaður karlinn heima?“ (húsbóndinn). „Andskota karlinn Andrés Hvítárvalla kominn“. „Bölvaður karlinn Þórður Leirá hérna“. „Ert þú fátækur, skratt- inn þinn? Ætli þú fáir þá ekki fhnmtíu aurum rneira fyrir kindina?“ „Andskoti vitlaus karlinn, kann ekki að selja, karlinn!“ og skellihló. Coghill hefur efnazt vel á Islandsviðskiptum sínum. En eigi er þess getið, að hann hafi bein- línis nytjað það fé hér á landi — nema einu sinni. Hann lagði fram ríflegt fé til viðgerðar á Skólavörðunni gömlu í Reykjavík. Fé það, er afgangs varð, var lagt í sjóð til gróðursetningar á Austurvelli. Sú fegrunartilraun bar þó ekki tilætlaðan árangur.17) -----o---- Coghill hefur í ýmsu dregið dám ai bændun- um. Hann er sagður hafa verið forspár um veðr- áttu. Iíaustið 1882 sagði hann við marga Hún- vetninga, að þeir skyldu nú láta féð „bíta gras í vetur“, veturinn yrði góður — og varð svo. Vera má, að honum hafi verið 'ljóst hlutverk sitt á íslandi. Daníel kallar þá Pike Ward, sem keypti hér hálfþurrkaðan undirmálsfi'sk (Laibra), kom hingað fyrst vorið 1893, en ílentist hér nokkuð fram á styrjaldarárin fyrri (nýdáinn 20. aprílmánaðar 1937), hiklaust brautryðjendur um sölu íslenzkra afurða. Svo segir í andlátsfregn „Coghills gamla“ í ísafold, að hann hafi verið „mesti bjargvættur almennings að því leyti til, sem hann var aðalpeningalind bænda“. Hefir hann verið kalaður „sannur Islandsvinur“ (Jón L. Hansson) og mun það sannmæli. Landsmenn sýndu og þakklætishug sinn með ávarpi þorra (27) alþingismanna 22. ágústmánaðar 1885 í „viðurkenningarskyni“ við þá Slimon og Cog- hill. Nefna þeir pöntunarfélög Húnvetninga og Skagfirðinga sem dæmi og muni þeir félagar vera að stofna fasta verzlun í Reykjavík. En sérstakalega segjast þeir minnast herra Cog- hills.18) -----o---- Að vísu gætti Coghills mjög í fjárverzlun ís- lendinga. En fleiri korna þar við sögu, svo sem 'þeir Sigfús Eymundsson, Daníel Daníelsson, Fredrek Franz, Magnús skósmiður Gunnarsson, Zöllner, Jón Vidalín ræðismaður og Georg Thor- dal, sem var trúnaðarmaður fyrir skozka fjár- kaupafélagið Adam & Co. í Edinborg. 140 FRJÁLS VEEZLUN

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.