Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.08.1955, Blaðsíða 11

Frjáls verslun - 01.08.1955, Blaðsíða 11
Munið, að' vörur verða að sjást til að seljast. 7. Betri stjórn með þjálfun starfsfólks: a. Eigandinn eða verzluna.rstjórinn er ábyrgur fyrir þjálfun starfsfólks í búð, ef búðin er ekki það stór, að um sérstaka „starfsmannadeild“ sé að ræða. b. Æfing er mikilsvert atriði fyrir hvað'a tegund og stærð verzlunar sem er. c. Æfingum má aldrei linna. d. Gamalt og reynt starfsfólk þarfnast ekki síður æfinga en nýliðar. e. Æfingar ættu að fara fram í vinnutíma, en áður en verzlun opnar að morgni. Leyfi má veita í staðinn á öð'rum tímum vikunnar. f. Um tvenns konar fyrirkomulag æfinga er að ræða: a, Flokksæfingar spara tímann og sam- æfa starfsfólk. b. Einstaklingsæfingar með persónulegri aðstoð og undir eftirliti. S. Fjórctx meginreglur alls œfingastarfs: a. Vekið áhuga nemandans þannig, að hann „vilji“ læra góða starfssiði. Fólk þarf að vilja læra, áður en hægt er að kenna því. b. Sýnið, hvemig starfa á: Skýrið, hvernig fara á að við sérhvert verk ög hvers vegna það er gert einmitt þannig. Gerið einfaldlega og með orða- vali, sem nemandinn skilur. Reynið að sameina fyrri reynslu nemandans og hið nýja starf. c. Látið nemandann notfæra. sér fyrri lær- dóm: Nemandinn ætti að beita fyrri lærdómi og starfa undir eftirliti kennara, svo að tryggt sé, að hann skilji verkið og geti unnið það sjálfur og einn síns liðs. d. Lítið eftir starfsaðferðinni: Leiðréttið nemandann á viðeigandi hátt og berið lof á það, sem vel er gert. 9. Farið eftir heilbrigðum reglum um „upv~ hætur til hvatningar“ til að aulca aflcöst: a, Reglan: Greiðið aukabætur aðeins fyrir aukin afköst. Aukabætur ætti að greiða eins fljótt og unnt er að verki loknu. b. Aðferðir: Kaup að viðbættum umboðs- launum á aHa nettósölu. Áætlun um kvóta og uppbætur, sem greiðast á sölu framyfir kvótann. Rein sölulaun, ákveð- inn hundraðshluti af allri nettósölu. Áætlun um flokkabætur: nái til starfs- fólks, sem ekki fæst við sölu, auk sölu- manna, Dæmi: Jólauppbætur. 10. Æfingar, sem auka afköst: a. Hvaða upplýsingar eru sölumönnum notadrýgstar? Bezta svarið: Ujiplýsingar, sem við- skiptavinir þarfnast. Ilvað vilja viðskiptavinir fá að vita? Hvað varningurinn gerir fyrir þá ... ávinning þeirra við að eignast hann . . . þægindi, spai-naður, eignastolt o. s. frv. Viðskiptavinur viil einnig fá að vita, hvernig hann á að nota og gæta sér- hvers hlutar. Ætti að venja sölumenn á að benda viðskiptavinum á iþessi atriði án þess að spyrja þurfi. Alllir sölumenn eiga að vera vel upp- lýstir um varninginn, sem þeir selja og þeir ættu að vita, hvað auglýst er og sýnt í gluggunum. Ættu þeir og að vita, hvers vegna vörurnar voru auglýstar eða sýndar, svo og önnur atriði, sem varða sölu varningsins. b. Hvað kenna ætti sölumönnum: 1. Að koma strax og vel að viðskipta- vini: Mælið með vamingnum hvenær sem hægt er. 2. Að komast að raun um, hvað við- skiptavinurinn vill og hvers hann þarfnast: . . . rétt eins og læknirinn sjúkdóms- greinir sjúklinginn, áður en hann tek- ur að útbúa lyfseðilinn. En spyrjið ekki viðskiptavin, hve mikið hann vilji borga. Sýnið vörurnar og gangið út frá ])ví, að viðskiptavinurinn geti borgað það, sem hann vill eignast. 3. Að sýna vörur þannig, að viðskipa- vininum líki: Ef um vél er að ræða, ber að sýna, hvernig hún vinnur og hvemig við- haldi er hagað. Bendið á, hvað lilut- urinn gerir fyrir viðskiptavininn og á hagnaðinn af að eiga hann. Lofið viðskiptavininum sjálfum að meðhöndla vörurnar. Ef um vél er að ræða, má leyfa honum að setja FRJÁLS VERZLUN 123

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.