Frjáls verslun - 01.11.1960, Síða 3
Dráliarbáturinn MAGNI í smíðum
og átti mörgum ágætum fagmönnum á að skipa.
Skip höfðu verið endurnýjuð að ýmsu leyti, um-
byggð og lengd. Svo til allir hlutar bols skip-
anna höfðu verið endurnýjaðir. Röralagnir höfðu
margoft verið framkvæmdar í skipum, sömu-
leiðis niðursetning véla, raflagnir, innréttingar
á mannaíbúðum, málning og annað slikt, sem
einnig heyrir til nýsmíði skipa. Eitt var þó þrep-
ið, sem enn var óstigið þá: Hér á landi hafði
aldrei verið teiknað stálskip til nýsmíði, aldrei
hafði verið „slegið af“ skipi í fullri stærð á
bandalofti, aldrei hafði verið lagður kjölur að
nýju skipi, reist bönd, bitar og klætt bvrðingi.
Að þessum verkefnum leystum, var flest það,
sem á eftir kom, kunnugt starfsmömnun Stál-
smiðjunnar, vélsmiðjunum Hamri og Héðni, sem
að henni standa, og þeim fyrirtækjum öðrum í
trésmíði, raflögnum og öðru, sem venja var að
leita til í þeim efnum. — Aður liafði aðeins verið
endurnýjaður hluti gamalla skipa og þá farið
eftir þeim hluta, sem úr var tekinn, en með ný-
smíðinni hófst þáttur eigin sköpunar frá rótum.
Til að geta stigið þetta skref þurfti að fram-
kvæma ýmsan undirbúning, kaupa verkfæri og
tæki, sem reyndar flest komu að góðu gagni
einnig við viðgerðir skipa, svo sem vökvapressa,
bandabeygivél og bandabeygiplan. Nýsmíða-
braut með lyftikranabúnaði og bandaloft til að
teikna lag banda og platna í fullri stærð, var
hins vegar svo til eingöngu miðað við nýmsíði
skipa. — Tæki og búnaður þessi var í Stálsmiðj-
unni miðaður við, að þar væri hægt að smíða
togara allt að 800 brúttórúmlestir, og reyndar
trúlega allt að 1000 brl. Fyrsta verkefnið, sem
Stálsmiðjunni bauðst, var smíði á dráttarbát fyr-
ir Reykjavíkurhöfn. Verður aldrei nógsamlega
þakkað það traust, sem bæjaryfirvöld Reykja-
víkur, og þá fyrst og fremst hafnarstjóri, sýndu
þannig óreyndum frumkvöðlum á vettvangi
stálskipasmíða á Islandi.
Mörgum þótti Magni ljótur á meðan hann
var í smíðum á landi og skil ég vel þá skoðun.
Dráttarbátar eru mjög sérstæð skip. Um það
var ekki að fást. Skipið varð fyrst og fremst að
henta til sinna þarfa, en að því uppfylltu var
reynt að fegra útlit svo sem frekast var unnt.
Einn listamaður okkar var þó mjög hrifinn af
böndunum, þegar þau höfðu verið reist. Sagði
þau mjög formfögur frá listamannssjónarmiði.
Hins vegar gat ég ekki orðið við óskum hans
um að setja engan byrðing á bolinn. Hann
sagði það vera synd að hylja böndin. Betra
FRJALS VERZLUN
3