Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.11.1960, Blaðsíða 14

Frjáls verslun - 01.11.1960, Blaðsíða 14
a. að samræma efnahagsmálaráðstafanir aðildarríkj- anna. Ákvarðanir ráðsins eru bindandi fyrir þau. Ráðið hefur rétt til að taka ákvarðanir um samn- inga fyrir hönd Sameiginlega markaðsins við „þriðju“ lönd eða alþjöðastofnanird) Ráðið getur ekki gefið framkvæmdanefndinni fyrirmæli. Það getur þó gefið henni grundvallar- starfsreglur á ákveðnum sviðum. — Ráðið fer með fjármál stofnananna. 3. Framkvœmdanefndin Hin raunverulega framkvæmd Sameiginlega markaðsins hvílir á herðum framkvœmdanefndar- innar. Henni ber að sjá um framkvæmd á ákvæðum sexveldasamningsins, gera hinar ýmsu athuganir og rannsóknir, leggja fram umsagnir um mál og taka afstöðu til þeirra svo og taka ýmsar mikilvæg- ar ákvarðanir. Framkvæmdanefndin annast sarnn- inga við önnur lönd í samráði við ráðið. Framkvæmdanefndin er skipuð 9 mönnum, sem ríkisstjórnir sexveldanna útnefna í samráði liver við aðra til fjögurra ára í senn. Nefndarmenn eru algerlega óháðir í starfi sínu. Þeim er óheimilt að óska eftir eða taka á móti fyrirmælum ríkisstjórna sinna. Aðildarríkin skuldbinda sig til að fara eftir þessu og til að reyna ekki að hafa áhrif á nefndar- menn í starfi þeirra. Leiðarstjarna nefndarmanna á að vera sú ein, að vinna Sameiginlega markaðnum sem slíkum scm mest gagn. Forseti framkvæmdanefndarinnar er Þjóðverjinn jn-ófessor dr. Hallstein. Hans heyrist oftar getið í sambandi við þessi mál en nokkurs annars manns. 4- Dómstóllinn Dómstóllinn, sem skij)aður er 7 dómurum, fer með mál, ef fram koma, vegna ágreinings um rétt- an skilning á sexveldasamningnum. Hann fjallar um deilur milli aðildarríkja, milli þeirra annars vegar og stofnana Sameiginlega markaðsins hins vegar og um deilur milli stofnananna sjálfra. Dómstóllinn og þingið eru sameiginlegar stofn- anir fyrir Sameiginlega markaðinn, fyrir kjarnorku- sambandið og fyrir kola- og stálmarkaðinn. Hjá stofnunum Sameiginlega markaðsins í Brúss- el hafa nú þegar 17 ríki, sem ekki eru aðilar að sex- veldasamningnum, fasta diplomatiska fulltrúa.2) V. Tillögur Framkvæmdanefndar um að flýta framkvæmdum Framkvæmdanefnd Sameiginlega markaðsins lagði í marz sl. fram tillögur um að flýta verulega framkvæmdum í uppbyggingu markaðssvæðisins. 1) Sexveldasamningurinn § 111 og 114. Ennl'remur Europii- ische Wirtschaftsgemeinschaft, 9, 1958, bls. 109. 2) Die Welt, 31. 5. 1900, bls. G. Þessar tillögur, sem eru kenndar við forseta nefnd- arinnar og kallaðar Hallstein-áætlun, hafa verið mikið ræddar og umdeildar undanfarið. Eftir að þessari áætlun hafði verið breytt talsvert, einkum varðandi landbúnaðarvörur, samþykkti ráð- ið hana í maí sl. Samkvæmt þeim samþykktum, verður hraðað nokkuð bæði lækkun tolla í við- skij)tum sexveldanna sín á milli og gildistöku sam- eiginlegu tollskrárínnar miðað við ákvæði sexvelda- samningsins. Ennfremur verður sameiginlega toll- skráin lækkuð um 20 af hundraði frá næstu ára- mótum að telja. Sú lækkun er þó að nokkru leyti háð samningum við „þriðju“ lönd. — Þá verða innflutningskvótar hækkaðir um 20% í innbyrðis- viðskiptum sexveldanna um næstu áramót.l) VI. Sameiginlegi markaðurinn og efnahagslíf aðildarrík j anna 1. ,.Strúktúrbreytin(jar“ innan hvers lands Með sexveldasamningnum skapast sameiginlegt markaðssvæði með um 170 millj. íbúa í stað fjög- urra einstakra tollasvæða. Raunverulega er mynd- aður einn innanlandsmarkaður, þar sem framleiðsla sex landa hefur öll sams konar aðstöðu. Af þessu leiðir, að þau framleiðslufyrirtæki, sem standast samkeppni betur en önnur, gcta aukið framleiðslu sína og þar með lækkað framleiðslukostnað sinn fyrir hverja einingu. Þannig lækkar vöruverð á markaðnum og kaujigeta launa vex. t því sam- bandi er það þýðingarmikið að oft eru það aðeins stór fyrirtæki, sem geta notfært sér fyllstu nýjung- ar í tækni og hagkvæmni í rekstri. í hinum ýmsu aðildarríkjum eru fyrir hendi viss- ar iðngreinar, sem til þessa hafa notið verndartolla, til að geta staðizt samkeppni við erlendar vörur. Margt af þessum iðngreinum getur væntanlega ekki staðizt frjálsa samkeppni við erlendan varuing, þegar hann verður fluttur inn tollfrjáls og án ann- arra takmarkana en þeirra, sem kaupgeta fólksins segir til um. Fjármagn og vinnuafl munu þá leita frá þessum iðngreinum i aðrar arðbærari. Slíkar breyttar aðstæður skapa að sjálfsögðu tímabundna erfiðleika fyrir ýmsa framleiðendur og iðngreinar, og það tekur vissan tíma fyrir atvinnulíf þessara landa að aðlaga sig þessari nýju aðstöðu. Þjóð- hagslega séð er það hins vegar þýðingarmikið, fyrir hvert land að framleiðsluöflin séu starfrækt þannig og á þeim sviðum, þar scm þau bera mest úr být- um, þ. e. a. s. þar sem afköst þeirra eru hlutfallslega mest. Af þessu leiðir aukin velmegun fyrir allan almenning. Einmitt til að gefa atvinnulífinu tíma til að laga 1) Europaische Wirtschaft, 10, 31. 5. 1960, bls. 215 ff. Enn- fremur Die Welt, 14. 5. 1960, bls. 7. 14 FRJÁLS verzlxjn

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað: 5. tölublað - Megintexti (01.11.1960)
https://timarit.is/issue/232726

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

5. tölublað - Megintexti (01.11.1960)

Aðgerðir: