Frjáls verslun - 01.11.1960, Blaðsíða 16
Fríverzlunarsamningurinn er oft nefndur „sjö-
veldasamningur“ og Fríverzlunarsvæðið „sjövelda-
markaður“ til aðgreiningar frá hinum Sameiginlega
markaði sexveldanna.
Þessi sjö lönd ná yfir landssvæði, er nemur sam-
tals 1.278.000 ferkm og er það aðeins stærra en
landssvæði Sameiginlega markaðsins. íbúatala Frí-
verzlunarsvæðisins nemur um 90 millj. eða rúmlega
helmingi af íbúatölu Sameiginlega markaðsins.
Langfjölmennasta aðildarríkið er Bretland með um
52 milljónir íbúa.l)
Aðildarríki Fríverzlunarsvæðisins eru sum mikil
iðnaðarlönd á háu þróunarstigi, eins og Bretland
og Sviss, sum hafa jafnframt mikinn landbúnað,
eins og Danmörk og Portúgal. Hlutdeild þessara
landa sem heildar í heimsviðskiptum er mikil og
hlutfallslega mun meiri en hlutdeild sexveldanna,
miðað við fólksfjölda.
III. Eðli og tilgangur
1. Almennt
Eins og þegar var tekið fram, er tilgangurinn
með stofnun Sameiginlega markaðsins bæði efna-
hagslegur og stjórnmálalegur. Tilgangurinn með
stofnun Fríverzlunarsvæðisins er hins vegar fyrst
og fremst efnahagslegur. Fríverzlunarsvæðið miðar
ekki að stjórnmálalegri sameiningu aðildarríkjanna.
Samkvæmt sjöveldasamningnum, er tilgangurinn
með stofnun Fríverzlunarsvæðisins
í fyrsta lagi: að stuðla að stöðugri framþróun at-
vinnulífsins, nægri atvinnn, aukinni framleiðni,
hagkvæmri nýtingu auðlinda, fjárhagslegu
jafnvægi og stöðugt bættum lífskjörum;
í öðru lagi: að tryggja aðstöðu til heiðarlegrar sam-
keppni í viðskiptum milli aðildarrikjanna;
í þriðja lagi: að tryggja, að öll aðildarríkin eigi að-
gang að hráefnum, sem eru unnin innan svæð-
isins;
í fjórða lagi: að stuðla að eðlilegri þróun og aukn-
ingu heimsviðskipta og að beita sér fyrir af-
námi takmarkana, sem hindra eðlileg viðskipti
milli landa.2)
Tilgangi þessum liyggjast sjöveldin ná með því
að afnema tolla í viðskiptum sín á milli, af-
nema ýmsar hindranir á frjálsri samkeppni, og með
því að auka frelsi varðandi staðarákvörðun fram-
leiðslufyrirtækja innan svæðisins.
2. Vöruviðskipti
Höfuðatriðið er afnám innflutningstolla og ann-
arra hliðstæðra gjalda, svo og afnám takmarkana
1) Beilage zu Wirtschaftlichen Milteilungcn der Deutsclien
Bank, janúar/febrúar 10C0.
2) Sjöveldasamn'ngur'nn, § 2.
á magni í viðskiptum milli sjöveldanna. Fjáröfl-
unartollum má því aðeins halda við, að þeir séu
ekki hærri en skattar þeir, sem kunna að vera lagð-
ir á sanis konar innlenda framleiðslu. Innlend fram-
leiðsla á þannig ekki að njóta verndar, miðað við
vörur fluttar inn frá öðrum aðildarríkjum.
Afurðir landbúnaðar og fiskveiða falla almennt
ekki undir ákvæði sjöveldasamningsins um afnám
tolla og takmarkana á magni í viðskiptum milli
aðildarrikjanna. Samningurinn nær að vísu til land-
búnaðarvara og fiskafurða, en um þessa vöruflokka
hvorn um sig gilda sérstök ákvæði. — Það er tekið
fram, að stefna beri að því að auka viðskipti milli
aðildarríkjanna einnig varðandi afurðir landbúnað-
ar og fiskveiða, þannig að þau lönd, sem að veru-
Iegu leyti eru háð þessum atvinnugreinum, geti
notið gagnkvæmra réttindad)
Fyrsta skrefið til að afnema innflutningstolla
innan Fríverzlunarsvæðisins var stigið 1. júlí sl.,
en þá voru þeir lækkaðir um 20%. Jafnframt voru
innflutningskvótar hækkaðir, einnig um 20%. Er þá
miðað við tolla og kvóta eins og þeir voru 1. jan-
úar sl. Frá 1. júlí sl. hafa þannig bæði Sameigin-
legi markaðurinn og Fríverzlunarsvæðið lækkað
heildartolla í viðskiptum milli aðildarríkja hvors
svæðis fyrir sig um 20%. Afnám tollanna innan
Fríverzlunarsvæðisins fer síðan fram samkvæmt
hliðstæðri tímaáætlun eins og hjá Sameiginlega
markaðnum og skal því einnig hér vera lokið eigi
síðar en 1. janúar 1970. Portúgal hefur þó í því
sambandi nokkra sérstöðu.
Eftir 1. janúar 1962 er ekki heimilt að leggja á
útflutningstolla eða önnur útflutningsgjöld. Sömu-
leiðis er þá ekki heimilt að takmarka útflutning
að magni til. Útflutningsuppbætur eru bannaðar
við útflutning til aðildarríkja.2)
Andstætt Sameiginlega markaðnum kemur Frí-
verzlunarsvæðið eklci upp hjá sér sameiginlegri toll-
skrá gagnvart „þriðju“ löndum. Ilér er reginmunur
á eðli þessara tveggja markaðssvæða. Innan Frí-
verzlunarsvæðisins ákveður hvert land fyrir sig sína
tolla gagnvart löndum utan svæðisins eins og ver-
ið hefur hingað til, þó ber þeim við breytingar
á tollum að taka tillit til þeirra áhrifa, sem af því
kann að leiða fyrir önnur lönd á markaðssvæðinu.
Þar sem tollar hinna einstöku aðildarríkja gagn-
vart „þriðju“ löndum eru misjafnlega háir, er nauð-
sjmlegt að hafa ákvæði um upprunaskírteini fyrir
vörur, sem fluttar eru milli aðildarrikjanna. Væri
ekkert slíkt eftirlit, mundi innflutningur vara frá
1) Die Stockholmer Konvention iiber die Europaische Frei-
handelszone (EFTA), Verlag August Lutzeyer, Baden-Baden,
Bonn. 19G0, bls. 45, 4G og 71.
2) Sjöveldasamningurinn, § 13.
16
FRJALS VERZLUN