Frjáls verslun - 01.11.1960, Page 17
„þriðju“ löndum beinast meira og meira til þess
lands innan Fríverzlunarsvæðisins, sem hefur lægsta
tolla, en almennt hafa nú Austurríki og Portúgal
hæsta tolla — hin löndin eru yfirleitt lágtolla-lönd.
Auk þcirra vara, sem eru að öllu leyti framleiddar
innan Fríverzlunarsvæðisins, njóta einnig aðrar
vörur tollfrelsis í viðskiptum milli sjöveldanna, sé
ákveðinn hluti af verðmæti þeirra framleiddur í
löndum innan svæðisins.
3. Önnur mál
Sjöveldasamningurinn er ekki nærri því eins víð-
tækur og sexveldasamningurinn. Þetta liggur í hlut-
arins eðli, þar sem hér er aðeins um fríverzlunar-
svæði að ræða, en ckki sameiginlegan markað.
Samningurinn um Fríverzlunarsvæðið inniheldur
engin sérstök ákvæði um sameiginlega verzlunar-
pólitík sjöveldanna gagnvart „ þriðju“ löndum,
engin ákvæði um hreyfingu vinnuafls, þjónustu og
fjármagns, engin ákvæði um samgöngumál, né held-
ur um félagsmál. Um atvinnupólitík almennt
segir aðeins að aðildarríkin skuli miða efnahags-
málaráðstafanir sínar við að auðvelda það, að til-
gangi Fríverzlunarsvæðisins verði náð, án þess að
kveðið sé nánar á um þetta í einstökum atriðum.
IV. Skipulag
Það er tekið fram í sáttmálanum frá Stokkhólmi,
að stjórn Fríverzlunarsvæðisins skuli vera eins ein-
föld og mögulegt sé. Öll skipulagning er hér líka
miklum mun einfaldari en hjá Sameiginlega mark-
aðnum.
1. Ráðið
Eina fasta-stofnun Fríverzlunarsvæðisins, sam-
kvæmt sáttmálanum, er ráðið, sem skal hafa eftir-
lit með framkvæmdum. Hvert aðildarríki hefur
eitt atkvæði í ráðinu. Ákvarðanir, sem ráðið tekur,
eru skuldbindandi fyrir aðildarríkin.
2. Aðrar stofnanir
Ráðið hefur rétt til að koma á fót öðrum stofn-
unum þyki því þess þörf. Og fyrir nokkru var sett
á stofn miðstöð Fríverzlunarsvæðisins með aðsetur
í Genf.
V. Fríverzlunarsvæðið og efnahagslíí
aðildarríkjanna
Með afnámi tolla og annarra hindrana í utan-
ríkisviðskiptum milli aðildarríkjanna mun verzlun
milli þessara landa að sjálfsögðu aukast. Af aukinni
samkeppni mun leiða, að hin einstöku lönd verða
að laga sig eftir aðstæðum með því að breyta til
um framleiðslu sína á vissum sviðum. Varanlegar
breytingar á uppbyggingu atvinnulífsins munu þess
vegna eiga sér stað innan ákveðinna framleiðslu-
greina. Slíkar breytingar verða þó væntanlega ekki
eins miklar og víðtækar á Fríverzlunarsvæðinu eins
og á Sameiginlega markaðnum, einkum þar sem
sexveldin koma á hjá sér miklum mun nánari og
víðtækari samvinnu heldur en sjöveldin, eins og
þegar hefur verið lauslega rakið.
VI. Fríverzlunarsvæðið og viðskipti „þriðju" landa
við aðildarríkin
Þótt sjöveldin séu með stofnun Fríverzlunar-
svæðisins að veita hvert öðru bætta aðstöðu í við-
skiptum sín á milli, þá er það margyfirlýst stefna
þeirra að vinna að auknum heimsviðskiptum yfir-
leitt. Öll aðildarríkin reka mikil utanríkisviðskipti
um allan heim. Af heildarútflutningi Fríverzlunar-
svæðisins kaupa lönd utan sjöveldanna um 82%,
og af heildarinnflutningi þess koma um 84% frá
„þriðju“ löndum.i) Sjöveldin eiga því mikilla hags-
muna að gæta á öðrum mörkuðum. Og þrátt fyrir
aukin innbyrðisviðskipti þessara landa, mun með
vaxandi framleiðslu og aukinni kaupgetu skapast
aukin eftirspurn einnig eftir vörum frá umheim-
inum.
C. AFSTAÐA MARKAÐSSVÆÐANNA HVORS
TIL ANNARS
Með stofnun Sameiginlega markaðsins annars
vegar og Fríverzlunarsvæðisins hins vegar hafa
skapazt tvö markaðssvæði í Vestur-Evrópu, sem
standa nú hvort andspænis öðru. Af aðildarríkjum
Efnahagssamvinnustofnunar Evrópu standa Grikk-
land, Tyrkland, írland, ísland og Spánn utan við
bæði markaðssvæðin. — Tvö þau fyrst nefndu eru
nú hins vegar að semja um upptöku í Sameiginlega
markaðinn.
Þessi markaðssvæði reka mjög mikil viðskipti
hvort við annað, og það mun vera ósk beggja að
halda þeim viðskiptum við og jafnvel að auka þau.
Af heildarútflutningi aðildarríkja Sameiginlega
markaðsins kaupa þáttökuríki Fríverzlunarsvæðis-
ins um 20%y) Á hinn bóginn er hlutdeild Sameigin-
lega markaðsins í heildarútflutningi Fríverzlunar-
svæðisins um 22%, og hlutdcild hans í innflutningi
Fríverzlunarsvæðisins 28 af hundraði.3)
Af sexveldunum rekur Þýzkaland langmest við-
skipti við Fríverzlunarsvæðið. Á sl. ári var lilut-
deild Fríverzlunarsvæðisins í útflutningi Þýzka-
lands jafnhá hlutdeild Sameiginlega markaðsins eða
27 af hundraðid) Fríverzlunarsvæðið rekur mun
]) EFTA Europiiisclie Freihandels Assoziation, bls. (>.
2) Beilage zu Wirtschaftl. Mitteil. d. Deut. Bank, jan./febr.
1960.
3) EFTA Europaische Freihandels Assoziation, bls. (i.
4) Beilage zu Wirt. Mitt. d. Deut. Bank, jan./febr. 1960.
bls. 2.
FBJÁLS VERZLUN