Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.11.1960, Qupperneq 23

Frjáls verslun - 01.11.1960, Qupperneq 23
„Lindu“, sem nú er að byggja stórhýsi yfir starfsemi sína, fatagerðina „Amaró“, sem einnig er með stórhýsi í smíðum, með „Amaróbúðinni“, Kexverksmiðjuna „Lorelei“ og Dúkaverksmiðj- una. Slippstöðin hf. annast viðgerðir á bátum og hefir byrjað á nýsmíði. Slippurinn er eign bæj- arins, en er leigður hlutafélagi. Bæjarstjórn hefir haft í undirbúningi að lcoma þar upp dráttar- braut fyrir togara, og þegar lagt til hliðar tölu- vert fé í þeim tilgangi, einnig fengið fjárveit- ingu á fjárlögum. Kaupfélag Eyfirðinga hefir starfrækt skipasmíðastöð í mörg ár. Hefir stöðin fengið orð á sig fyrir góðan frágang. Vélsmiðjur eru góðar í bænum og eru „Atli“ og „Oddi“ þeirra stærstar. Þá eru í bænum fjögur verk- stæði, sem annast viðgerðir á bifreiðum og land- búnaðartækjum. Kaupfélagið rekur mjólkur- vinnslustöð, en innvegið mjólkurmagn var sl. ár 13,1 millj. lítrar. Hefir það nú í undirbúningi stórbyggingu fyrir stöðina. Ríkið hefir að undanförnu rekið tunnuverk- smiðju í bænum, og hafa þar starfað um 30 verkamenn að tunnusmíði 3—5 mánuði vetr- arins. Vélakostur verksmiðjunnar er sæmilegur, en tilfinnanlega hefir vantað geymsluhús fyrir framleiðsluna. I bænum eru mörg trésmíðaverkstæði og mik- il húsgagnaframleiðsla. Astæða væri til þess að minnast á fleiri fyrirtæki, en hér verður staðar numið. Iðnaðannannastéttin er fjölmenn á Akureyri, og má segja að hún hafi eins og skólafólkið sett svip sinn á bæjarlífið. Menningar- og félagsmál Ég vil nú með örfáum orðum víkja að menn- ingarmálunum. Ný kirkja var vígð árið 1940, hið veglegasta guðshús, á fögrum stað. A næstunni mun kirkjan eignast góðan grip, nýtt pípuorgel. Þjónandi prestar eru tveir. Gagnfræðaskólinn á Akureyri, arftaki Möðru- vallaskóla, bjó fyrst nemendur undir stúdents- próf árið 1927. Full menntaskólaréttindi fékk skólinn með lögum þremur árum síðar. Skólinn starfar nú í þremur deildum: miðskóladeild, mála- og stærfræðideild. I vetur verða þar yfir 400 nemendur. í Gagnfræðaskóla Akureyrar verða í vetur yfir 500 nemendur. Báðir eru þessir skólar í öruni vexti og njóta álits sem góð- ar menntastofnanir. Nemendur Iðnskólans verða í vetur um 90. Skólinn þarf að komast í eigið húsnæði, og er þegar hafinn undirbúningur að iðnskólabyggingu. Tónlistarskóli hefir starfað í nokkur ár, og nemendur verið um 50 árlega. í Húsmæðraskólanum hafa verið haldin námskeið í matargerð og vefnaði. í bænum er nýr íþróttavöllur, og hefir að und- anförnu verið unnið að því að koma þar upp áhorfendapöllum og búningsklefum. Við gömlu sundlaugina hefir risið glæsileg innisundlaug. Þá er og íþróttahús, sem reist var fyrir alllöngu. Skilyrði til íþróttaiðkana eru því mjög góð í bænum. Fjórðungssjúkrahúsið tók til starfa fyrir nokkrum árum, og eru þar þrjár deildir: Hand- lækninga-, lyflækninga- og fæðingadeild. Sjúkra- húsið getur tekið við yfir 100 sjúklingum. Byrjað er á byggingu elliheimilis, sem ætlað er fyrst um sinn fyrir 60—70 vistmenn. Bærinn á gott bókasafn (Amtsbókasafnið), og komið hefir verið upp myndarlegum vísi að nátt- úrugripasafni. Bæði eru þessi söfn í sæmilegum húsakynnum, en gert er ráð fyrir því að bvggja yfir bókasafnið. Þá má ekki gleyma Matthíasar- safninu á Sigurhæðum. Starfandi eru: Leikfélag, tónlistarfélag, söng- félög. barnaverndarfélag, slysavarnafélag, ferða- málafélag, íþróttafélög, kvenfélög, svo einhver séu nefnd, að ógleymdum pólitísku félögunum, sem helzt sýna einhver tilþrif rétt fyrir kosn- ingar. Arið 1910 bundust konur í bænum, undir leið- sögn frú Onnu Schiöth, samtökum um að koma upp skrúðgarði. Frú Margréthe Schiöth tók upp merki móður sinnar, og „Lystigarðurinn“ hefir stækkað og blómstrað. Þar er nú stærsti „bótaniski“ garðurinn, sem til er á landinu. Með því að koma honurn upp hefir Jón Rögnvalds- son, garðyrkjumaður, unnið þrekvirki, sem lengi mun verða minnzt. A undanförnum árum hefir verið unnið að skipulagi bæjarins. Fjöldamörg verkefni eru framundan eins og' t. d. í gatnagerð og öðru, sem stuðlar að bættri þjónustu við bæjarbúa. ★ Um síðustu áramót voru íbúar Akureyrar um 8590. Með árunum mun þeim fjölga, og ég vona, að þeirra bíði gæfa og' gengi. frjals verzlun 23

x

Frjáls verslun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.