Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.11.1960, Side 28

Frjáls verslun - 01.11.1960, Side 28
lagi hvað það snertir, að korna lánamálum vitvegs- ins í heilbrigðara liorf en nú á sér stað, getur aðstoð ríkisvaldsins og seðlabankans veríð þýðingarmikil. Nýi frílistinn Þá langar mig til þess að fara nokkrum orðum um þá þætti hins nýja skipulags í efnahagsmálum, sem sérstaklega snerta verzlunarstéttina. Eg vil þá fyrst og fremst nefna hinn nýja frílista, sem út var gefinn hinn 27. maí og tók gildi 1. júní. A hann voru svo sem kunnugt er teknar ýmsar vörur, sem áður höfðu verið háðar leyfisveitingum. Inn- flutningsverðmæti þeirra vörutegunda, sem aukið var á frílistann, nam á sl. ári 953,5 m. kr., miðað við núverandi gengi, og voru stærstu liðirnir þessir: Skip og bátar (243 m. kr.), vélar (233 m. kr.), pappi og pappír (62 m. kr.), ávextir (32 m. kr.), trjá- viður (28 m. kr.), vörubílar (28 m. kr.), innlagn- inga- og línuefni (24 m. kr.). Aðalatriðið í sambandi við hinn nýja frílista var þó ekki aukning hans, heldur liitt, að nú var gert ráð fyrir, að hann yrði raunhæfur, en allir vita, að hinn eldri frílisti kafnaði því miður undir nafni. í þessu sambandi er þess að vísu að geta, að nokkrar vörutegundir, sem áður höfðu verið á frílista, voru nú fluttar á bundinn lista. Á þetta við um vörutegundir, sem fluttar voru inn 1959 fyrir 651,1 m. kr., miðað við núgildandi gengi. Er hér eingöngu um að ræða vörur, sem keyptar hafa verið frá jafnkeypislöndum að öllu eða mjög verulegu leyti, og áttu því í raun og vcru alls ekki heima á hinum eldri frílista. Lang-stærstu liðirnir eru hér brennsluolíur, sem fluttar voru inn fyrir 383 m. kr., og járn og stál, sem flutt var inn fyrir 87 m. kr. Hér er því aðeins um formbreytingu að ræða en ekki efnisbreytingu. Vörur þær, sem nú eru á frílista, námu 60% innflutningsins 1958. Innflutningur frá jafnkeypislöndum nemur 28% heildarinnflutningsins, miðað við árið 1958, en á innflutningi þaðan er engin takmörkun frekar en á frílistavörunum, svo að 88% af innflutningi til landsins, miðað við 1958, er nú ekki háður neins konar leyfisveitingum. Nú er svo komið, í fyrsta sinn í áratugi, að allar vörur er hægt að flytja til landsins án magntakmörkunar, annaðhvort frá frjálsgjaldeyrislöndum eða jafnkeypislöndum. Þar eð ekki er hægt að fá öll þau vöruafbrigði, sem við þurfum af vissum vörutegundum, sem við flytjum frá jafnkeypislöndum, hjá þeim, er viðbótarmagn flutt frá frjálsgjaldeyrislöndum, og verður það að vera háð leyfisveitingum. Sá innflutningur nemur 12% heildarinnflutningsins, miðað við 1958. Sú skipulagsbreyting, sem verið er að taka upp, varð- andi úthlutun þessara innflutningsleyfa, er mjög mikilvægur þáttur í þeirri heildarnýskipun við- skiptamálanna, sem er að eiga sér stað, og skal ég nú fara nokkrum orðum um hana. Svo sem kaupsýslumönnum er manna bezt kunn- ugt, voru innflutningsleyfi áður bundin við ákveðið land. Þeir, sem hafa þurft eða viljað flytja leyfis- vörur til Iandsins, hafa og hcldur aldrei getað fengið um það upplýsingar fyrir fram, hversu mikið mundi verða leyft að flytja inn af þeim á hverju ári, né heldur hvað líklegt væri, að kæmi í þeirra hlut af væntanlegum innflutningi, þar eð yfirleitt hafa eng- ar fastar reglur gilt um skiptingu innflutningsins milli innflytjenda. Engar reglur hafa heldur verið til um það, hvenær leyfum skyldi úthlutað, þannig að innflytjendur hafa aldrei getað gert neinar áætl- anir um, hvenær þeir gætu gert pantanir sínar. Allt hefur þetta valdið mikilli óvissu og öryggisleysi í rekstri þeirra fyrirtækja, sem fengizt hafa við innflutning, sem háður hefur verið innflutnings- leyfum, eða þurft hafa á slíkum vörum að halda til rekstrar síns. Á öllum þessum atriðum er nú verið að gera gagngerar breytingar. Varðandi allar þær vörutegundir, sem nauðsynlegt er talið að takmarka innflutning á frá frjálsgjaldeyrislöndum, verða ákveðnir svonefndir „glóbalkvótar", og segir upphæð glóbalkvótans í hverjum vöruflokki til um hámark þess innflutnings, sem leyfður verður í vöruflokknum frá frjálsgjaldeyrislöndum. Fyrir hver áramót verður upphæð glóbalkvótanna fyrir næsta ár auglýst, þannig að allir, sem á slíkum vörum þurfa að lialda, geta séð, hversu mikill innflutn- ingur verður leyfður á næsta ári af þessum vörum. Leyfum til innflutnings verður síðan úthlutað þrisvar sinnum á árinu, á fyrirfram ákveðnum tím- um. Leyfin verða ekki bundin við lönd, heldur veita rétt til innflutnings frá hvaða frjálsgjaldeyris- landi sem er. Geta innflytjendur því beint innkaup- um sínum þangað, þar sem þeir telja innkaupa- skilyrði hagstæðust. Ethlutun leyfanna er í höndum þriggja starfsmanna Landsbankans, Útvegsbankans og viðskiptamálaráðuneytisins. Þeim hefur verið falið að semja starfsreglur, sem þessi úthlutun skuli síðar fara fram eftir, og hafa við undirbúning þess- ara reglna samráð og samstarf við samtök inn- flytjenda á þeim vörum, sem hér er urn að ræða. Áður en reglur þessar hljóta staðfestingu, mun verða um þær fjallað af trúnaðarmönnum gjald- eyrisbankanna þriggja, Seðlabankans, Landsbank- ans og Útvegsbankans, og viðskiptamálaráðuneyt- isins, en við höfum tekið upp þann sið að hittast hálfsmánaðarlega til þess að ráðgast urn helztu vandamál, sem upp korna í gjaldeyrismálum bank- anna, til þess að samstarf milli þessara aðila sé sem bezt og sem fyrst greiðist úr vandamálum, sem upp korna, og hefur þetta þegar gefið góða 28 FRJÁLS VERZLUN

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.