Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.11.1960, Side 35

Frjáls verslun - 01.11.1960, Side 35
Jökull Jakobsson: /Qchi isabeba Hann sá innum gluggann á svefnherberginu með því að fikra sig' yzt út á blábrúnina. Hann lá mar- flatur og glennti út fæturna, veigraði sér við að horfa niður og áræddi ekki að rí.sa upp til hálfs, þó hann sæi betur þannig. Hann þrýsti maganum fast að þakinu og reyndi þannig að auka þyngd sína svo hann rynni ekki fram af brúninni. Hann fann hjartað berjast inní sér, það var einkennilegt að skynja dumban slátt þess við tígulsteinshell- urnar. Orsjaldan var hann gripinn þeim ótta að hjartslátturinn efldist og færðist útum allan kropp- inn svo hann gæti ekki hamið sig lengur á þakbrún- inni. Þá lokaði hann augunum, kreisti þau aftur af alefli og greip dauðahaldi í rennuna; beið, beið |>ess að hjartslátturinn dvínaði. Þannig beið hann stundum langa stund og loks þegar hann opnaði augun, sá hann að hún liorfði á hann út um glugg- ann. Þá lokaði hann augunum aftur og fann log- ana fara um vanga sína. — Fjárann ertu að príla þarna fram á brún, kallaði meistarinn til hans höstuglega, ég vil ekki bera ábyrgð á því að þú drepir þig. Þú getur þá gert það eftir vinnutíma. Hann mjakaði sér spölkorn upp þakið afturábak og sneri sér síðan við, fikraði sig á ný upp á mæni þarsem meistarinn sat klofvega á mæninum og hafði munninn fullan af nöglum. — Eg er margbúinn að segja þér að þetta er lífshætta! sagði meistarinn og var enn byrstari nú þegar drengurinn var úr lífshættu, hvað ertu alltaf að flækjast þarna fram á tæpustu brún? — Ég var bara að gá hvort hellurnar væru ekki í réttum skorðum, sagði drengurinn lágmæltur og laut höfði. Kannski var hún enn að horfa útum glugg- ann og liafði séð hvernig honum var skipað einsog ábyrgðarlausum hundi. Hamarinn seig í hcndi meistarans og naglarnir hrundu úr munni hans niður á þakið. Nema einn er loddi við annað munnvikið. — Gá hvort þær væru í réttum skorðum? Aldrei hef ég' hcvrt annað eins! Ég' hef unnið mitt verk i þrjátíu ár, góði minn, og hingaðtil hefur enginn fundið að mínu verkslagi. Þú ert. búinn að hand- langa hjá mér í tvær vikur og þú vogar þér . . . Hann lauk aldrei við setningu en fálmaði eftir nöglunum sem höfðu hrunið á þakið. Hann var lík- astur blindum manni sem þreifar fyrir sér í ókunnu umhverfi. Drengnum fannst einkennilegt að sjá naglann sem enn loddi við neðri vörina á honum, líkastan furðulegu skordýri, sem hafði sogið sig fast. — Ef þú þykist þcss umkominn að finna að því sem ég geri, hvolpurinn þinn, þá geturðu farið. Eg gerði það fyrir hann pabba þinn að taka þig. Og ég vil ekki sjá svona hvolpa sem hangsa við vinn- una og brúka svo munn! Meistarinn hafði sópað sainan nokkrum nögl- unum og rak einn þeirra á kaf í tveimur höggum. Hann hélt svo fast um hamarinn að hnúarnir hvítnuðu. Drengurinn svaraði engu, hann sat á hnjánum og horfði í gaupnir sér. Fyrstu dagana hafði meist- arinn hrósað honum fyrir viðbragðsflýti og kapp. Hann hafði sagt að það yrði maður úr honum. Það hefði ekki gert mikið til þó honum hefði geng- ið illa í skóla. Sumum gekk vel í skóla en aftur farnaðist þeim illa í lífinu. Og öðrum gekk illa í skóla en svo rættist úr þeim í lífinu. En nú var hann farinn að gleyma sér við vinn- una, hann var utan við sig og gleymdi tíðum því sem liann hafði verið sendur að sækja. Hann var utan við sig og stundum var engu líkara en hann heyrði ekki þegar talað var til hans. Og þó skreið hann yzt fram á blábrúnina svo engu mátti muna að hann steyptist fram af. Meistarinn sagðist alveg vera orðinn gáttaður á þessu framferði. Hann hristi höfuðið og hélt áfram að reka naglana í kaf, hagræða hellunum og bregða hallamælinum á þær. í kaffitímanum kaus drcngurinn að vera eftir uppi á þaki og sagðist heldur vilja maula brauðið sitt undir beru lofti. Meistarinn lét það afskijita- laust, hann hristi bara höfuðið og hvarf ofanum þakgluggann til að drekka kaffið sitt. Þá hafði F R .1 A LS V E lí Z I, U X 35

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.