Frjáls verslun - 01.11.1960, Page 36
drengurinn frjálsar hendur. Þá skreiddist hann fram
á brúnina ofurvarlega og hafði ekki augun af svefn-
herbergisglugganum í húsinu hinumegin við götuna.
Hann hélt niðri í sér andanum og fann hvernig
hjartað fór að ólmast í brjóstinu.
Einkum á morgnana var hann stundum svo
heppinn að sjá hana sitja við snyrtiborðið og kemba
sítt ljóst hárið. Hún sneri hálfvegis í hann baki en
þó sá hann rnóta fyrir barminum og horfði á hann
hefjast og hníga eftir tilburðum hennar framan
við spegilinn. Oft gat hann fylgzt með henni cr
hún reikaði fram og aftur um íbúðina, tíðast á nátt-
kjólnum eða í morgunsloppi og tók sér ýmislegt
smávegis fyrir hendur. Og stundum tók hún sér sæti
á svölunum þegar sólskin var, lagðist endilöng í
seglstól og smurði sig alla hvítri mykju til að verða
brún.
Hann sá ekki vel inn á svalirnar nema með því
móti að standa uppréttur. Eitt sinn hafði hann
ætlað að rísa upp, hann kreppti linén og studdi
hnúunum á þakið, rétti sig upp hægt og varlega.
En hann var ekki risinn til hálfs þegar setti að
honum ógurlegan svima, hann kreisti aftur augun,
fann svitann spretta út á öllum kroppnum, hann
skalf allur og var næstum búinn að pissa í bux-
urnar.
Síðan reyndi hann ekki að rísa á fætur yzt út á
brúninni. Hann lét sér nægja að horfa á handleggi
hennar þegar hún teygði þá uppfyrir sóltjaldið og
fótleggina niðurundan. Þegar hún reis upp úr stóln-
um sá hann líkama hennar niður að mitti, brún-
leita húðina gljáandi af smyrsli.
Aður en meistarinn skreið upp um þakgluggann
eftir kaffitímann, hafði drengurinn hellt mjólkinni
sinni í þakrennuna svo lítið bar á og dúndrað brauð-
pakkanum niður í nánd við öskutunnurnar. Nestið
fór jafnvel sömu leið þó hann sæi ekki tangur né
tetur af lienni allan kaffitímann. Hann var orðinn
svo lystarlaus upp á síðkastið.
Meistarinn hélt áfram að vera gáttaður á drengn-
um, hann botnaði ekkert í því hvað drengurinn
gat verið að sækja út á blábrún, lofthræddur og
utan við sig. Þetta hlyti að enda með ósköpum.
— Og hann pabbi þinn bað mig fyrir þig, sagði
hann og rak naglana á kaf hvern af öðrum.
Það var lítil umferð um götuna en sífellt hópur
af börnum að leik. Drengurinn sýndi leik þeirra
engan áhuga, þó var ekki ýkja langt síðan hann
hljóp um stéttir og snaraðist yfir girðingar eins og
þessi börn.
Það var dularfullur sársauki sem set.tist að hon-
um, þegar rauði bíllinn smaug upp að húsdyrum
hinumegin. Það var lítill tveggja manna bíll með
blæju. I góðu veðri ók ungi maðurinn í bílnum
opnum og hafði ckki fyrir því að opna dyrnar,
þegar liann nam staðar við húsið. Hann stökk í
einu vetfangi yfir bílhurðina og veifaði til hennar,
ef hún var í glugganum. Stundum hópuðust börnin
í kringum bílinn og j)á dró hann brjóstsykur upp
úr vasanum, dreifði úr pokanum á grasflötina og
lét börnin tína upp molana. Stundum var flogizt
á út af molunum og ungi maðurinn hló og leit svo
upp í gluggann til að sjá hvort lienni væri ekki
líka skemmt. Græn derhúfan, dökkt yfirskeggið,
þröngar buxurnar og grá peysan sem gúlpaðist
ofaná mjaðmir; rauði bíllinn; allt olli þetta drengn-
um nafnlausum sársauka, þcnnan dularfulla sárs-
auka var ekki hægt að láta í ljós á neinn hátt og
það var verst af öllu. Það var ekki hægt að öskra
einsog þegar maður sker sig í putta eða fær kúlu
á ennið; það var ekkert hægt að gcra nema þegja
og hafast ekki að. Þessi sársauki var blindur og
mállaus, engum var hægt að segja frá honum, hann
var nafnlaus og átti sér enga mynd.
Börnin tuskuðust á um brjóstsykursmolana, ungi
maðurinn var hlaupinn inn í húsið og hún var horfin
úr glugganum. Hún sást aldrei þegar hann var kom-
inn inn. Og stundum voru tjöldin dregin fyrir glugg-
ann og langar stundir liðu. Og drengurinn skotraði
augunum að þögiurn gluggum og fann hjartað í sér
herpast saman, en meistarinn leit uppúr vinnu
sinni brúnaþungur:
— Ekkert botna ég í því hvernig þú ert orðinn!
Ég verð að fara að tala við hann pabba þinn.
Stundum óku þau bæði saman á brott í rauða
bílnum og það fannst drengnum betra en vita af
þcim inni. Hann óskaði þess af heilum hug að hann
gæti komið þessum rauða bíl fyrir kattarnef og
unga manninum með yfirskeggið.
Sumir dagar liðu svo að rauði bíllinn sást ekki,
þá var hún oftast á svölunum ef sólin skein og hann
horfði á hana teygja handleggina upp fyrir sól-
tjaldið. Þegar hún hafði baðað sig nógsamlcga í
sólarljósinu, gekk hún inní svefnherbergið til að
klæða sig og þá kom stundum í ljós að hún hafði
ekki einu sinni verið í baðfötunum. A slíkum dögum
átti hann hana einn og ungi maðurinn í rauða
bílnurn gleymdist. Það voru bjartir dagar.
Og hann dreymdi þann dag er hann gengi yfir
götuna heim að húsinu og hún hlypi úr glugganum
36
FRJALS VERZLUN