Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.11.1960, Qupperneq 37

Frjáls verslun - 01.11.1960, Qupperneq 37
jafnskjótt og hann hyrfi innum dyrnar. Og hún mundi teygja út þessa nöktu handleggi á móti honum. — Skrepptu niður eftir söginni, strákur! Þú húkir eins og hengilmæna! Sveimér, ef þú ert ekki að verða eitthvað skrýtinn! Hann liafði gefið henni nafn í lmga sér. Það var dularfullt nafn sem hafði skotið upp í huga hans ósjálfrátt eitt sinn þegar hann horfði á hana kernba sítt ljóst hárið framanvið spegilinn. Framandi nafn sem hafði seiðandi hljóm og átti aðeins við hana eina. Hann mundi ekki hvar hann hafði heyrt það, eftilvill í skólanum, sennilega þó hvergi. Það hafði orðið til í huga hans sjálfs og þetta nafn átti engin nema hún. Stundum þegar hann lá flatur fram á þakbrún og virti hana fyrir sér, þá áræddi hann að hvísla þessu nafni örveikum rómi. Hann var hræddur við að nefna það upphátt, það var heilagt nafn, þrungið óræðri dul. Hann þuldi nafnið einsog bæn, orðlausum rórni: Addisabeba! Meistarinn liafði minnzt á hann við föður hans og faðir hans veitti honum tiltal. Honum liafði ekki gengið vel í skóla en það hafði ekki gert svo mikið til. Hann hafði verið duglegur við vinnu, laginn í höndunum og samvizkusamur. En nú var hann farinn að slugsa við vinnuna og hevrði ekki þegar talað var til hans. Hann yrði að taka sig á, annars færi illa fyrir honum. Og hann tók sig á, hann vildi ekki fyrir nokkurn mun láta skipa sér niðuraf þessu þaki. Næstu daga var hann duglegur og einbeitti sér að verkinu, brá fljótt við þegar meistarinn þurfti á að halda og liann gaf sér lítinn tíma til að sinna gluggunum í húsinu á móti. Þó kveið hann því mest hvað verkinu miðaði vel. Meistarinn var orðinn ánægður með hann aftur. Hann var liættur að príla fram á brún og farinn að taka eftir því sem við hann var sagt. Og meist- arinn var meira að segja farinn að hrósa honum óspart og sagði að sennilega yrði bara maður úr honum. En drengurinn lét sér fátt um finnast, hon- um stóð á sama hvort maður yrði úr honum. Æfingunni var lokið og á leiðinni í búningsklef- ana þyrptust þeir utanum hástökkvarann. Þeir slógu á öxlina á honum og sumir hrópuðu upp. Ef hann léki þetta eftir á mótinu sjálfu, þá var heiðri lands- ins borgið. Honum hafði aldrei tekizt svona vel upp. Nýtt met. Óstaðfest met á æfingu en met samt. Hann hafði leikið sér að þessu. Hástökkv- arinn gekk hratt og laut höfði, það lék bros um varir hans en hann svaraði félögum sínum fáu. Hann vissi með sjálfum sér að hann mundi hæg- lega Ieika þetta aftur í milliríkjakeppninni á sunnu- daginn. En hann hafði engin orð um. Hann brosti aðeins við félögum sínum og sá sjálfan sig á verð- launapallinum, sá sjálfan sig bera hæst. Þegar þeir höfðu klætt sig eftir baðið vildu þeir ólmir fá hann með í veitingahús. En hann hafði öðrum hnöppum að hneppa, það var beðið eftir honum. Þeir hlógu, ójá karlinn, mundu bara að fara ekki of geyst í sakirnar. Mundu hvað þjálf- arinn hefur sagt: vín, vökur og kvenfólk. Það er ekki langt til mótsins. Hann brosti en svaraði engu. Sneri bara lítillega uppá yfirskeggið. Hann benti vini sínum að fylgja sér að rauða sportbílnum. Á leiðinni dró hann upp litla öskju, opnaði hana varlega einsog hún væri brothætt og sýndi hana vini sínum. Það glóði á tvo gullbauga í sólarljósinu. — Við setjum þá upp ef ég vinn á sunnudaginn. Þú segir hinum ekki frá því. Leyndarmál. Vinur hans sló enn einu sinni á öxlina á honum, hýr á svip: — Ég veit þú hefur það! Hástökkvarinn gekk kirfilega frá öskjunni í vasa sínum á ný. Svo stökk hann fimlega uppí bílinn án þess að hafa fyrir því að opna dyrnar. Hann veifaði hendinni til vina sinna og gaf inn mikið bensín. Þeir stóðu í hnapp og hort'ðu á hvernig hann tók beygjurnar svo ískraði í hjólunum. Meistarinn var óvenju seinn úr mat og drengur- inn sat á grindverkinu fyrir framan húsið og beið eftir honum. Börnin hentust um í eltingaleik en hann gaf þeim engan gaum. Hann sat með hendur i skauti og dinglaði fótunum, niðurlútur. Þá var kallað til hans úr glugga í húsinu á móti. Hann þekkti röddina þó hann hefði aldrei heyrt hana áður. Hann kipptist við og snaraðist fram af grindverkinu. Hann áræddi tæpast að líta upp. Það var hún. Addisabeba! Ljóst hárið hrundi frjálst um herðarnar. Hún benti honum til sín. Hægt og hikandi reikaði hann yfir götuna einsog svefnganga. — Viltu hjálpa mér að flytja til skáp? Þú hlýtur að vera sterkur strákur. Hann stóð við dyrnar eldrjóður í framan, lafmóð- ur og kom ekki upp einu orði. Hún benti honum inn fyx-ir, það lagði af henni framandi ilm. Addis- abeba . . . FR.TÁLS VERZLUN :57

x

Frjáls verslun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.