Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.1962, Blaðsíða 3

Frjáls verslun - 01.04.1962, Blaðsíða 3
hefur með liöndum og þær stofnanir, sem eru ríkis- eign, svo- sem skipaútgerð, skóla, sjúkrahús, vita- og vegamálaskrifstofur, landssíma og ríkisútvarp. Ríkisstjórnin getur mælt fyrir um, að stofnanir, scm styrktar eru mcð fé úr ríkissjóði, skuli skipta við Landssmiðjuna um smíði þá, sem þær þurfa að láta gera innanlands, enda sé um sambærilegt verð og vinnubrögð við aðrar sams konar smiðjur að ræða“. 1 frumvarpinu og greinargerð með því er svo rakin þrenns konar fjárhagsleg hjálp, sem ríkissjóður veiti Landssmiðjunni. Ríkissjóður leggur til lóð fyrir byggingar, styrkir smiðjuna með ábyrgð fvrir láni, og auk þess er rætt um lánsfé, er smiðjunni verði veitt í fjárlögum. Upprunalega var það nýmæli í frumvarpinu, að gert var ráð fyrir að starfsmenn Landssmiðjunnar fengju tækifæri til þess að ávaxta sparifé sitt þar á þann hátt, að þeim væri greiddur arður af fé sínu í jöfnu hlutfalli við gróða smiðj- unnar eftir þeim reglum, sem ráðherra setur. Þetta atriði var tekið út úr frumvarpinu, og munu starfs- menn Landssmiðjunnar sízt hafa saknað þess. Sjálfstæðisflokkurinn lagðist eindregið gegn frum- varpinu um landssmiðju og í nefndaráliti þing- manna hans var stuðzt við álitsgerð Helga H. Eiríkssonar, þáverandi skólastjóra. Hann bendir þar á, að með frumvarpinu sé ríkið að lcggja út í harð- vítuga og ójafna samkeppni við eina grein íslcnzks iðnaðar. Að vísu væri ákveðið, að verð og vinnu- brögð skuli vera sambærileg, en bæði er það, að vinnubrögðin er ekki hægt að meta fyrr en eftir á, og auk þess er lengi hægt að vefja og deila um það, livað séu sambærileg vinnuljrögð og jafnvel verð líka. Ilversu alvarlega þetta atriði skyldi tekið, sést á því, að í greinargerðinni með frumvarpinu er ])etta tekið fram: „Ef litið er á hag ríkisins í heild, getur oft svo farið, að rétt sé að hafa hlið- sjón af fleiru en upphæð tilboða einna, er dæma skal um réttmæti þess, að ein ríkisstofnun notfæri sér störf annarrar. Ef sjúkrahús landsins lætur t. d. Landssmiðjuna smíða fjölda rúmstæða og greiðir henni fyrir ])að eitthvað hærri upphæð en unnt hefði verið að fá verkið unnið fyrir annars staðar, ])á hefur ríkissjóður því aðcins taj)að þessari uj)p- ha^ð, sem hækkunin nemur, að Landssmiðjan, sem einnig er eign ríkisins, hafi eigi haft samsvarandi hagnað af verkinu. Með öðrum orðum: Þó tekið sé hærra tilboði frá Landssmiðjunni en öðrum, skiptir það litlu máli, því að þá hagnast ríkisfyrir- tækið Landssmiðjan um það, sem annað ríkisfyrir- tæki eða ríkisstofnun tapar“. Áður en frumvarpið var samþykkt, var fyrir til- stilli Sjálfstæðismanna bætt inn í greinina, sem ég las upp áðan: „Enda séu vinnubrögð og verðlag, að dómi ríkisstjórnarinnar, ekki óhagstæðari en annars staðar innanlands, og getur ráðherra látið sanna með útboði, að svo sé, þegar um meiri háttar verk er að ræða“. Um skyldu til útboða var þó mun skemur gengið en breytingartillögur Sjálf- stæðismanna fólu í sér. Onnur hlunnindi, sem Landssmiðjunni voru veitt, eru þau, að hcnni var gert greiðara fyrir um láns- fé og rekstrarfé en keppinautunum. Landssmiðjan greiðir að vísu tekjuskatt eftir sömu reglum og hlutafélög, og reiknast fé á höfuðstólsreikningi sem væri það hlutafé, en hún er ekki útsvarsskyld að öðru leyti en því, að hún greiðir 5% af nettóágóða sínum í borgarsjóð samkvæmt sérstökum lögum frá 1924 um aukaútsvar ríkisstofnana. Landssmiðjan hefur víðtækt verksvið af ríkis- fyrirtæki að vera, þar sem hún, eins og lögin segja, annast alls konar smíði einnig fyrir einstaklinga og félög, en henni hefur ekki nægt. það, því að hún hefur lagt inn á svið verzlunar og umboðssölu. í Morgunblaðinu í dag og undanfarna daga hefur verið birt auglýsing frá Landssmiðjunni um Arnold keðjur og hjól, og áður hafa verið auglýstar Dexion hillugrindur og vinklar, og Bolinder Nohab vélar og varahlutar. Þá má nefna asfalterað bárujárn og j)lastj)lötur, Perspex, sem komi í stað glugga og loks Atlas Copco loftverkfæri og loftþjöpj)ur, sem Landssmiðjan hefur einkaumboð fyrir á íslandi. Meðan Landssmiðjan er rekin sem ríkisfyrirtæki í samkeppni við einkarekstur, er sjálfsagt og eðli- legt, að hún sitji við sama borð og hliðstæð fyrir- tæki, hvað snertir útsvör, lánsfé og verktöku-að- stöðu. Annars kæmi til greina, að starfssvið hennar yrði þrengt þannig, að hún þjónaði eingöngu ríkis- fyrirtækjum og ríkisstofnunum og hætti öllum verzlunarrekstri og umboðssölu. Loks er sá mögu- leiki, að henni verði breytt í almennt hlutafélag og hún þar með losuð úr tengslum við ríkið, og væri það að mínu áliti cðlilegasta lausnin. Viðtælcjaverzlun ríkisins í maí 1927 bar Jakob Möller, alþm., fram á Alþingi tillögu til þingsályktunar um skipun nefnd- ar til þess að rannsaka og gera tillögur um ríkis- rekstur útvarps. Tillagan var samþykkt samhljóða og voi'u skipaðir í nefndina þeir Gísli J. Ólafsson, landssímastjóri, dr. Páll Eggert Ólason, prófessor, FRJÁLS VERZLUN 3

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.